Fréttablaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 58
Góð og gáfuð kona
sagði eitt sinn við mig
að snobb væri með því
kjánalegasta sem hún
vissi því öll störf væru
hvort sem er þjónustu-
störf. Þetta þótt mér
stórmerkileg sýn á til-
veruna og fór að velta þessu fyrir
mér.
Auðvitað eru öll störf þjónustu-
störf. Það er í raun sama hvað það
er sem við fáumst við með starfi
okkar, allir eru á einn eða annan
hátt að reyna að verða öðrum til
gagns eða gamans.
Sum störf flokkast sérstaklega
undir þjónustustörf og þá er átt við
það þegar fólk sinnir öðru fólki á
augljósan máta. Til dæmis með því
að færa kaffi, skipta á rúmum eða
finna vörur í hillu.
En af hverju ekki að bæta þessu
heiti við fleiri störf?
Nú sit ég til dæmis hér og skrifa
þennan pistil svo að þú getir hvílt
kollinn þinn frá öðrum hugsunum.
Þannig er ég pistlahöfundur í þjón-
ustustarfi.
Skrítlurnar hér að neðan voru
teiknaðar af fólki sem fékk list-
ræna hæfileika í vöggugjöf og
notar þá til að skemmta þér og mér.
Alþingismenn og rafvirkjar skoða
líka skrítlurnar og flissa andartak
en svo fara þeir að þjónusta okkur
á sinn hátt. Þetta segir sig sjálft.
Það er sama hvert við lítum. Öll
störf eru þjónustustörf.
Hvers vegna þá að snobba meira
fyrir einu starfi en öðru? Hvers
vegna er „fínna“ að vinna á lög-
fræðistofu en hjúkrunarheimili
fyrir aldraða? Við getum ekki án
hvors annars verið. Hvað myndum
við gera ef allir rakarar heimsins
hentu skærunum? Við litum út eins
og hænurassar í vindi. Tannlækn-
ar leggja niður störf. Við mynd-
um hætta að brosa. Sorphirðufólk,
halda sig heima. Það myndi allt
fyllast af rusli.
Og því er drambið falli næst.
Hugsanlega endum við á hjúkrun-
arheimilum þar sem náð okkar og
miskunn er í höndum þeirra starfs-
manna sem síst er snobbað fyrir og
því er um að gera að láta af þeim
ljóta sið sem fyrst því öll störf, já...
öll störf eru þjónustustörf.
Heimsferðir bjóða frábært tilboð á
síðustu sætunum til Costa del Sol
þann 4. júlí í tvær vikur. Þú bókar
og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir
brottför færðu að vita hvar þú gistir.
Gríptu tækifærið og tryggðu þér
sumarfrí á frábærum kjörum á vin-
sælasta sumarleyfi sstað Íslendinga.
Verð kr. 49.990
Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/stúdíó/
íbúð í 2 vikur.
Allra síðustu sætin
Verð kr. 39.990
Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn,
2-11 ára, í íbúð í 2 vikur.
4. júlí í 2 vikur