Fréttablaðið - 16.07.2007, Blaðsíða 10
Landmælingar
Íslands og Slysavarnafélagið
Landsbjörg hafa undirritað
samning þess efnis að efla
samstarf sín á milli. Er það gert
til að auka notkun korta og
annarra landupplýsinga í
starfsemi björgunarsveita á
Íslandi.
Samstarfið er þróunarverkefni
í þágu almannaöryggis og er
meginmarkmiðið að auka og bæta
upplýsingastreymi til björgunar-
aðila.
Samningur um
kortanotkun
Ógnvænlegur orðrómur
hefur vakið ótta íbúa stríðshrjáðu
borgarinnar Basra í Írak – að
breski herinn hafi sleppt tröll-
vöxnum greifingjum sem gangi
um götur að nóttu til og sporð-
renni mannfólki.
Bændur á svæðinu hafa drepið
nokkra af greifingjunum, en
íbúar telja óværuna vera
hryðjuverk af hálfu Breta.
„Hún át meira að segja kú, reif
hana í sundur. Ég reyndi að skjóta
hana en hún flúði,“ segir bóndi.
Greifingjarnir eru algengir í
Mið-Austurlöndum, en sjaldséðir
í Írak. Þeir eru ekki hættulegir
mönnum, nema þeim sé ógnað, að
sögn Daily Telegraph.
Risagreifingjar
skelfa Íraka
Hamid Karzai, for-
seti Afganistans, lét í gær lausan
úr fangelsi fjórtán ára dreng frá
Pakistan, sem hafði ætlað að
fremja sjálfsvígsárás. Pilturinn,
sem heitir Rafiqullah, var hand-
tekinn í austurhluta Afganistans
þar sem hann hugðist gera árás á
héraðsstjórann í Khost-héraði.
Rafiqullah segir að hann hafi
verið sendur á kóranskóla í
Pakistan. Þar hafi hann og tveir
aðrir piltar verið teknir afsíðis og
þjálfaðir til að fremja sjálfsvígs-
árásir. Þeim hafi verið kennt að
aka bifreið og látnir horfa á
myndbönd þar sem sjálfsvígs-
árásarmenn sjást fremja árásir
sínar.
„Hann er ekki sekur,“ sagði
Karzai forseti og skellti sökinni
alfarið á kennara piltsins í trúar-
skólanum. „Ég fyrirgef honum og
óska honum alls hins besta.“
Rafiqullah segist hafa farið
gangandi yfir landamærin til
Afganistans, þar sem maður að
nafni Abdul Aziz lét hann fá
sprengjuvesti. Rafiqullah sagðist
hafa sagt Aziz að hann þyrði ekki
að gera slíka árás, en þá hafi
honum verið hótað með byssu.
Foreldrar piltsins „sendu hann
til náms í kóranskóla,“ sagði
Karzai. „Óvinir íslamstrúar
blekktu hann og bjuggu hann
undir að fremja sjálfsvígsárás til
að drepa sjálfan sig og fleira
fólk.“
Í síðustu viku sagðist faðir pilt-
sins hafa spurt kennara hans í
trúarskólanum hvar strákurinn
væri, en ekki fengið nein skýr
svör.
„Ég vissi ekki að sonur minn
ætlaði að fremja sjálfsvígsárás í
Afganistan,“ sagði faðirinn
Matiullah.
Átti að gera sjálfsvígsárás