Fréttablaðið - 16.07.2007, Page 12

Fréttablaðið - 16.07.2007, Page 12
 Vísindamenn leita nú til almennings um hjálp við að flokka milljón stjörnuþokur, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Vonast er til að um 300.000 manns taki þátt í verkefninu, sem heitir Galaxy Zoo, og getur hjálpað við að leiða í ljós hvort sú mynd sem við höfum af heiminum í dag sé rétt. Fólk er beðið um að skrá sig inn á vefsíðu þar sem það fær þriggja mínútna kennslu. Síðan er því úthlutað nokkrum myndum og beðið um að greina á milli hvort myndin sýni þyrilþoku eða sporvöluþoku. Ef myndin sýnir þyrilþoku á að greina í hvora átt hún snýst. Kevin Schawinski stjarneðlisfræðingur er einn þeirra sem stýra verkefninu. Sjálfur flokkaði hann um 50.000 stjörnuþokur á einni viku, sem hann segir hafa verið ansi þrúgandi. Vonast hann til að með hjálp almennings gangi þessi vinna hraðar fyrir sig. „Hvort sem þú verður fimm mínútur, korter eða fimm klukkustundir á vefsíðunni er framlag þitt ómetanlegt,“ segir Schawinski. Slóðin á er www.galaxyzoo.org. Fólk beðið um að flokka stjörnuþokur Níu konur sóttu um embætti framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu, en umsóknar- frestur rann út fyrir sléttri viku. Umsækjendur voru Helena Þuríður Karlsdóttir forstöðumað- ur, Herdís Á. Sæmundardóttir varaþingmaður, Hjördís Ýrr Skúladóttir skipulagsstjóri, Jóna Lovísa Jónsdóttir framkvæmda- stjóri, Katrín Oddsdóttir meist- araprófsnemi, Kristín Ástgeirs- dóttir forstöðumaður, Martha Lilja Marthensdóttir Olsen, þjónustu- og kennslustjóri, Sigríður Margrét Sigurðardóttir skólastjóri og Þuríður Helga Þorsteinsdóttir kennari. - Níu konur sóttu um starfið Ayman al-Zawahri, næstráðandi í al-Kaída samtökun- um á eftir Osama Bin Laden, var aðeins átta daga að koma skilaboð- um um umsátrið við Rauðu mosk- una í Íslamabad, sem hófst í síðustu viku, á internetið. Þegar fjórir hryðjuverkamenn sprengdu sjálfa sig í loft upp og drápu tugi manna í London í júlí árið 2005 tók það al- Zawahri hins vegar tæpan mánuð að koma skilaboðum sínum um hryðjuverkin í fjölmiðla. Starfsmenn leyniþjónusta í hinum vestræna heimi telja að þetta bendi til þess að al-Kaída samtökin hafi betri aðgang að fjölmiðlum nú en áður. Ben Venzke, hjá bandaríska leyniþjónustufyrirtækinu Intel- Center sem fylgist með og greinir skilaboð frá hryðjuverkasamtök- um, segir að skilaboð sem al-Kaída hefur komið í fjölmiðla í ár séu tvö- falt fleiri en í fyrra. Hann segir að al-Kaída hafi komið 58 hljóð- og myndskilaboðum í fjölmiðla árið 2006 en á fyrstu sex mánuðum þessa árs hafi samtökin birt 62. Orð Venzkes koma heim og saman við nýlega skýrslu sem yfirvöld í Bandaríkjunum létu vinna þar sem kemur fram að al-Kaída hefur aldrei verið sterkari en nú. Og þrátt fyrir að enginn grunur leiki á að al- Kaída muni gera hryðjuverkaárás á Bandaríkin þá hefur ráðherra örygggismála í Bandaríkjunum, Michael Chertoff, sagt að hann „hafi það á tilfinningunni“ að ráðist verði á Bandaríkin í sumar. Árás gæti verið yfirvofandi Rússneska gas- vinnslu-einokunarfyrirtækið Gazprom tilkynnti á föstudag að það hefði valið franska fyrirtækið Total SA til samstarfs um að þróa gasvinnslu á Shtokman-svæðinu svonefnda í Barentshafi. Gaslindirnar á Shtokman- svæðinu eru með þeim stærstu í heiminum, en vandasamt er að ná gasinu upp þar sem lindirnar liggja langt undir hafsbotni í yfir 550 km fjarlægð frá landi. Ákvörðunin um að bjóða Total til samstarfs markar stefnu- breytingu af hálfu Rússa, sem tilkynntu í fyrra að erlend fyrirtæki fengju ekki að koma að Shtokman-verkefninu nema sem verktakar. Samstarf við Total boðar stefnubreytingu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.