Fréttablaðið - 16.07.2007, Side 23

Fréttablaðið - 16.07.2007, Side 23
fasteignir 16. JÚLÍ 2007 Árborgir á Selfossi eru með til sölu vel skipulagt og mikið endurnýjað einbýlishús á eignarlóð. H úsið stendur við Jórutún og er byggt úr timbri árið 1989. Gengið er inn í flísalagða forstofu og þaðan í parketlagt alrými og rúmgóða borðstofu. Stofan er björt með parketi á gólfum, uppteknu lofti og útgengi á verönd. Eldhúsið er flísalagt með eyju úr ljósri eik og vönduðum tækjum. Þaðan eru dyr út á verönd og í sólskála og einnig inn í flísalagðan bílskúr með þvotta- hússinnréttingu, millilofti og litlu búri. Við hjónaher- bergið er stórt fataherbergi og flísalagt baðherbergi með ljósri innréttingu, upphengdu salerni, baðkari og sturtu. Þrjú önnur svefnherbergi eru í húsinu og tómstundaherbergi inn af bílskúr. Aðal baðherberg- ið er flísalagt í hólf og gólf með hvítri innréttingu, sturtuklefa og upphengdu salerni. Húsið er 196 fermetrar að stærð og því fylgir 38,4 fermetra bílskúr. Lóðin er í góðri rækt, gangstígar hellulagðir og bílastæði steini lögð. Um 100 fermetra sólpallur er sunnan og vestan við húsið með veggjum sem skapa skjól. Hann er upplýstur og einnig gang- stígarnir. Við pallinn er 10 fermetra gróðurhús sem hitað er upp með afrennsli frá húsinu. Þar er renn- andi vatn, ljós og rafmagn. Upplýst, lítið garðhús er líka á lóðinni. Óskað er tilboða í eigina. Gróðurhús í garðinum Húsið stendur við Jórutún á Selfossi. Pallarnir við húsið eru upplýstir og skjólsælir. Þráðlaus þægindi frá Danfoss Gólfhiti - einfaldari en nokkru sinni fyrr Þráðlausar gólfhitastýringar Háþróaðar en einfaldar Við erum leiðandi í hönnun og framleiðslu gólfhitastýringa Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins Sævangur - Einbýli 220 Hafnarfirði Sími 512 3600 www.logheimili.is - Jónas Örn Jónasson, lögg. fasteignasali LÖGHEIMILI EIGNAMIÐLUN kynnir í einkasölu glæsi- legt einbýli á tveim hæðum við verðlaunagötu í Hafnarfirði Möguleiki á aukaíbúð í kjallara. Teikn- að af Kjartani Sveinssyni. Um er að ræða 270 fm glæsilegt einbýlishús á tveimur hæðum í Hafnar- firði. Um er að ræða eign sem er á mjög eftirsókn- arverðum stað. Lóðin er í fallegu hraunuðu um- hverfi. Hellulagt svæði fyrir framan bílskúr með tveimur stæðum. Garðurinn er mjög gróinn og viltur. Verð 73 millj. Grensásvegi 12A • 108 Reykjavík UMBROT Tökum að okkur að setja upp prentverk, stór sem smá. Auglýsingar, bækur, blöð, dreifibréf, fréttabréf, nafnspjöld, tímarit og hvað eina sem þarf að prenta. sími: 568 1000//gsm: 824 6610//frum@frum.is//www.frum.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.