Fréttablaðið - 16.07.2007, Síða 32

Fréttablaðið - 16.07.2007, Síða 32
„Ég vissi alltaf að ég myndi afreka eitthvað merkilegt – hvort sem það væri að ræna banka eða eitthvað annað.“ Vegleg skilti sem Ferðafélag Íslands hefur sett upp og sýna leiðina um Laugaveginn, milli Landmannalauga og Þórsmerkur voru vígð nýlega. Skiltin eru tíu og standa við skála félagsins við Hrafntinnusker, Landmannalaugar, Álftavatn, Emstrur og Þórsmörk. Á þeim eru þrívíddarmyndir af landslaginu og leiðbeiningar á þremur tungumálum um dagleiðir, öryggisþætti og fleira sem ferðamenn varðar um á þessari vinsælu gönguleið. Ómar Svavarsson listamaður málaði skiltin á grunn frá Landmælingum Íslands, Árni Tryggvason hönnuður setti örnefnin inn á og lauk frágangi og menningarsjóður VISA Íslands kostaði framtakið. „Þetta er nýjung hér á landi en minnir á skiltin í Ölpunum. Okkur finnst þessi samt enn flottari,“ sagði Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélagsins, er í hann náðist á ferð um Hrauneyjar á leið í vígsluathöfnina í Landmannalaugum. Vísa leið um Laugaveginn Minnisvarði var afhjúpaður á Reykjum á Skeiðum hinn 8. júlí síðastliðinn í tilefni af því að hundrað ár eru liðin frá því sandgræðsla á vegum ríkisins hófst hér á landi. Hinn 8. júlí 1907 var byrjað að byggja grjótgarða á Reykjasandi á Skeiðum til að hefta sandfok sem þá ógnaði miklum hluta sveitarinnar. Fyrsta sumarið voru gerðir 700 faðmar af grjótgörðum og þurfti að flytja grjótið langan veg á hestvögnum. Þennan grjótgarð má enn líta á Reykjasandi. Landgræðsla ríkisins, sem áður hét Sandgræðsla Íslands, minntist þessa upphafs landgræðslustarfs á Íslandi með því að setja upp minnisvarða á Reykjum. Sandgræðsla í hundrað ár Fallegir legsteinar á góðu verði www.minningargreinar.is Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Aðstandendur Sögusafns- ins tóku á móti góðri gjöf á dögunum. Kennarar og nemendur Minersville Area High School í Pennsylv- aníu í Bandaríkjunum af- hentu safninu sleða sem er nákvæm eftirlíking af sleða sem fannst og var grafinn upp í Gaukstaðarskipinu í Noregi árið 1880 en talið er að skipið sé frá 895. Sleðann smíðuðu nem- endur og kennarar skólans undir leiðsögn Arne Emil Cristensen frá Viking Ship Museum í Osló og Ned Eis- enhuth kennara í Pennsylv- aníu. Sögusafnið mun hafa sleð- ann til sýnis fyrst um sinn en hann verður seinna hluti af leikmynd í safninu. Sleði frá níundu öld „Við erum sjö starfsmenn í deildinni og þrír fæddir 16. júlí. Á ganginum okkar vinna yfirleitt níu aðrir og einn þeirra á líka afmæli í dag. Kannski er þetta „tölvuheiladagur“ eða eitthvað svoleiðis því við vinnum á því sviði. Ég er hins vegar sá eini við störf því hinir eru allir í sumarfríi,“ segir Guðlaugur Sigurgeirsson, deildarstjóri hjá Landsneti, dótturfyrirtæki Lands- virkjunar. Hann er fimmtíu og eins árs í dag. Hin afmælisbörnin í deildinni hans eru þeir Hörður Benediktsson sem er sextugur og Guðjón Kárason sem er fjörutíu og sjö ára en í þá náðist ekki fyrir þessi tímamót. Þegar Guðjón er spurður hvort hann sem yfirmaður ráði ekki bara fólk til starfa sem eigi sama afmælisdag og hann svarar hann hlæjandi. „Nei, það passar ekki því ég kom síðastur hingað af okkur þremur. Ég byrjaði 2002 en hinir eru búnir að vinna hér miklu lengur. Guðjón hátt í tuttugu ár og Hörður enn lengur.“ Hugsandi: „Þeir hafa kannski verið með einhverjar leynilegar kröfur um að nýi starfsmaðurinn yrði að eiga sama afmælisdag og þeir þegar ég var ráðinn? – Nei, ég held ekki. Þetta er alger tilviljun og setur eiginlega alla líkindafræði á hliðina. Það er svo ólíklegt að svona gerist. En þetta er skemmtileg staðreynd.“ Ekki minnist Guðlaugur þess að þeir vinnufélagarnir hjá Landsneti hafi gert sér dagamun saman af þessu tilefni. „Þetta er sá tími sem flestir reyna að vera í fríi og njóta sumarsins og það hefur alltaf hist þannig á að við erum tvístraðir þennan dag.“ Hjá honum verður dagurinn í dag helgaður vinnu. „Þegar ekki er um tugaafmæli að ræða og afmælið ber auk þess upp á virkan dag verður það eins og hver annar dagur og gleymist,“ segir hann og bætir við glettinn. „Svo þegar maður er líka kominn á þennan aldur þá vill maður bara að teljarinn stoppi en því er víst ekki að heilsa.“ Það eru ekki bara vinnufélagar Guðlaugs sem eiga sama afmælisdag og hann því systir hans á það líka. „Af þremur systkinum fæddumst við tvö hinn 16. júlí en erum þó ekki tvíburar. Þannig að það er eitthvað í skammdeginu í október sem gerir það að verkum að allt stílast inn á þennan dag. Það er dálítið sérstakt.“ Ræningjar herja á Eyjar

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.