Fréttablaðið - 16.07.2007, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 16.07.2007, Blaðsíða 38
SÍMI 462 3500SÍMI 530 1919 HARRY POTTER kl. 3 - 4 - 6 - 7 - 9 - 10 HARRY POTTER LÚXUS kl. 3 - 6 - 9 EVAN ALMIGHTY kl. 4 - 6 - 8 - 10 DIE HARD 4.0 kl. 5 - 8 - 10.45 FANTASTIC FOUR 2 kl. 3 SÍMI 551 9000SÍMI 564 0000 MIÐASALA Á TAXI 4 kl. 6 - 8 - 10 THE LOOKOUT kl. 5.50 - 8 - 10.10 DIE HARD 4.0 kl. 5.30 - 8 - 10.40 PREMONITION kl. 5.45 - 8 FANTASTIC FOUR 2 kl. 10.15 10 10 14 14 14 12 16 12 1408 kl. 8 - 10 EVAN ALMIGHTY kl. 6 - 8 DIE HARD 4.0 kl. 5.40 - 10 16 14 !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu TAXI 4 kl. 6 - 8 - 10 1408 kl. 5.50 - 8 - 10.10 DIE HARD 4.0 kl. 5.15 - 8 - 10.45 HÖRKUSPENNANDI GRÍNMYND FRÁ LUC BESSON NÚ VERÐUR ALLT GEFIÐ Í BOTNBYGGÐ Á SÖGU STEPHEN KING 1408 kl 6, 8 og 10 16 EVAN ALMIGHTY kl. 4, 6, 8 og 10 L DIE HARD 4.0 kl. 7.30 og 10 14 SHREK 3 íslenskt tal kl. 4 og 5.45 L ÚTI ER ÆVINTÝRI kl. 4 (450 kr.) L www.laugarasbio.is - Miðasala á - bara lúxus LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR Sími: 553 2075 SHREK, Fíóna, Stígvélaði kötturinn og Asninn eru mætt aftur í skemmtilegasta ævintýri allra tíma ÁLFABAKKA DIGITAL KRINGLUNNI HARRY POTTER 5 kl. 4 - 5:15 - 7 - 8:15 - 10 - 11:15 10 SHREK 3 M/- ÍSL TAL kl. 4 L SHREK 3 M/- Ensku TAL kl. 6 L PIRATES 3 kl .8 10 OCEAN´S 13 kl. 11:15 7 VIP AKUREYRI HARRY POTTER 5 kl. 6 - 8 - 10 10 SHREK 3 M/- ÍSL TAL kl. 6 L KEFLAVÍK HARRY POTTER 5 kl. 6 - 9 10 EVAN ALMIGHTY kl. 8 L DIE HARD 4 kl. 10 14 SHREK 3 M/- ÍSL TAL kl. 6 LVIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA HARRY POTTER 5 kl. 2 - 3:30-5-6:30 - 8-9:30-11 10 HARRY POTTER 5 kl. 2 - 5 - 8 -11 10 HARRY POTTER 5 kl. 2 - 5 - 8 -11 EVAN ALMIGHTY kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10:10 L BLIND DATING kl. 8 10 SHREK 3 M/- ÍSL TAL kl. 2 - 4 - 6 L SHREK 3 M/- Ensku TAL kl. 8 - 10:10 L OCEAN´S 13 kl. 10:10 7 PIRATES 3 kl. 4 10 UPPREISNIN ER HAFIN www.SAMbio.is 575 8900 Ef það er eitthvað sem breska tónlistarpressan elskar þá er það að búa til nýjar oflofsbólur í kringum hljómsveitir. Fremst þar í flokki fer tímaritið NME sem nefnir annað hvert band þar í landi „the next big thing“. Nýjasta fórnarlambið er hljómsveitin The Twang en samkvæmt lista sem spekingar BBC gerðu í upphafi árs var sveitin í öðru sæti yfir þá tónlistarmenn og hljómsveitir sem líklegar þóttu til vinsælda árið 2007. Mika trónaði þar á toppnum. En hvað er það í tónlist The Twang sem gefur þessum spekingum þessa von? Í fyrsta lagi er The Twang alveg óendanlega bresk, allt frá hreim söngvarans (minnir reyndar ískyggilega mikið á söngvara OMC sem áttu smellinn How Bizarre, nema að Twang-söngvarinn er örlítið breskari) yfir í lagaheitin. Í öðru lagi leitar The Twang í smiðjur eldri bólu-sveita frá Bretlandi. Helst ber að nefna Manchester- senuna, Oasis og Echo & the Bunnymen. Þannig hélt ég til dæmis að lagið Wide Awake væri ábreiða þegar ég hlustaði á það í fyrsta skiptið. Svo kunnulega hljómaði lagið. Og í þriðja lagi þá hafa meðlimir The Twang verið nokkuð óstýrilátir í breskum fjölmiðlum. Blótuðu sem dæmi frá sér allt vit í þætti á BBC og hafa svo verið að rífa kjaft um aðstöðuleysi á breskum klúbbum auk þess sem þeir eru óhræddir við að upphefja sjálfa sig. Hvað stendur þá eftir? Tónlist The Twang er engan veginn nýstárleg og á aldrei eftir að gera eins mikinn usla og fyrsta verk sveita á borð við Stone Roses, Oasis, Happy Mondays og The Streets sem piltarnir segjast líta mikið upp til. Þessi frumburður The Twang er hins vegar langt frá því að vera eitthvað meðalmennskuslor. Lögin eru mörg hver hrífandi og grípandi og platan rennur ljúfenglega í gegn. Hefði ekki verið betra að gefa The Twang aðeins látlausari umfjöllun og sanngjarnari? Í staðinn hefur verið búin til verðlaus bóla sem er fljót að springa. Er furða þó maður sé hættur að taka mark á þessum oflofsbólum Bretanna. Auðsprengjanleg bóla Daniel Craig, nýjasti leikarinn sem bregður sér í hlutverk James Bond, hefur lofað aðdáendum Bond-myndanna að meiri húmor verði að finna í næstu kvikmynd sem gerð verður um sendiherra hennar hátignar. Craig þótti standa sig mjög vel í sinni fyrstu kvikmynd sem Bond, Casino Royale, en einhverjir höfðu á orði að fyndnu atriðin væru mun færri en í flestum hinum myndunum um kappann. Craig segir að þær skoðanir aðdáenda verði hafðar til hliðsjónar í 22. myndinni sem gerð verður um Bond. „Framleiðendurnir vilja fleiri brandara og ég get lofað því að næsta mynd verður mun fyndnari en Casino Royale,“ segir Craig, sem mun að sjálfsögðu leika titilhlutverkið á ný. „Við þurfum á nafna- bröndurum á borð við Octopussy og Pussy Galore að halda í hverri einustu mynd,“ bætti Craig við í viðtali við Daily Express í Bretlandi. Meiri húmor í næstu Bond-mynd Kryddgellan Victoria Beckham lætur bandaríska gamanleikarann Eddie Murphy fá það óþvegið í raunveruleikaþættinum Victoria Beckham: Coming to America. Ef til vill er það tilviljunin ein að þátturinn skuli bera þetta nafn og að nafn Murphys skuli bera á góma en ein frægasta mynd hans heitir einmitt Coming to America. Bresku blöðin voru stútfull af fréttum um Beckham-hjónin um helgina enda hefur hálfgert Beckham- æði gripið um sig þar vestra. News of the World greindi hins vegar frá því í gær að Beckham hygðist ekki koma sér í mjúkinn hjá stórstjörnunum í Hollywood og fyrsta fórnarlamb hennar er sjálfur Eddie Murphy. Murphy er Kryddstúlkunum að góðu kunnur en hann átti í fremur stormasömu sambandi við Melanie Brown eða Mel B. Upp úr sambandinu slitnaði þegar gamanleikarinn hélt framhjá söngkonunni og sagði henni síðan upp í hollenskum sjónvarpsþætti. Mel gekk þá með barn þeirra en Murphy vildi ekki gangast við því og krafðist faðernisprófs. Niðurstöðurnar úr því komu í ljós nýlega og reyndist Eddie vera faðirinn. Og Victoria hefur nú hellt olíu á eldinn með ummælum sínum í áðurnefndum sjónvarpsþætti. Þar segir hún Eddie vera aðalskíthælinn í Hollywood og henni myndi ekki þykja neitt ánægjulegra en að skera undan gamanleikaranum. Í einu atriðinu bakar Victoria eplaböku og aðstoðarkona hennar spyr stjörnuna hvort hún myndi hrækja í matinn hjá Murphy. Og Victoria svarar að bragði: „Myndi ekki hika við það.“ Fréttaskýrendur í Hollywood eru sannfærðir um að þetta sé þaulhugsað hjá Victoriu enda ætli hún sér að verða umdeild persóna í Bandaríkjunum. „Þetta er stríðsyfirlýsing og hún er nógu hugrökk til að standa við orð sín,“ segir í News of the World. Margt annað ber á góma í þættinum, meðal annars fram að Tom Cruise hafi frætt Beckham- hjónin um Vísindakirkjuna en Victoria vísar því alfarið á bug að hann hafi reynt að snúa þeim til trúar sinnar. Þá sprakk Victoria úr hlátri þegar henni voru sýndar nýjustu myndirnar af þeim Beckham- hjónum en þær þykja í djarfari kantinum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.