Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.07.2007, Qupperneq 39

Fréttablaðið - 16.07.2007, Qupperneq 39
Gítarleikarinn Slash segist ánægður með að hans gamla hljómsveit Guns N’ Roses sé að gefa út nýja plötu, þrátt fyrir að hann hafi yfirgefið sveitina með illu fyrir meira en tíu árum síðan. Slash og Axl Rose lentu í ágreiningi á sínum tíma um tónlistarstefnu sveitarinnar, sem olli því að upp úr vinskap þeirra slitnaði og þeir hafa lítið sem ekkert talast við síðan þá. Eins og kunnugt er mun fyrsta plata Guns N’ Roses í fjórtán ár koma út síðar á árinu en segja má að lítið sé eftir af hinu upprunalegu bandi nema söngvarinn Axl Rose. Þrátt fyrir að Slash vilji með engu móti koma að gerð nýju plötunnar viðurkennir gítarleikarinn hárprúði að hann geti ekki beðið eftir því að heyra afraksturinn. „Ég er viss um að það verður magnað rokk sem við fáum að heyra á nýju plötunni. Ég þekki Axl og hvað hann getur gert í tónlist. Ég hlakka mikið til að heyra nýju lögin,“ segir Slash. Jennifer Lopez og Victoria Beckham segjast báðar eiga ósköp bágt á stundum vegna þeirra byrða sem frægðin leggur á þær. Jennifer sagði nýlega frá samtali sem þær áttu þar sem hún hughreysti Victoriu. „Victoria sagði við mig: „Fólk gæti aldrei ímyndað sér að þú sért óörugg. Ertu það? Vegna þess að ég er það.“ Ég sagðist vera mjög sjálfsörugg en að ég ætti þó mínar stundir þar sem ég þjáðist af óöryggi,“ sagði J-Lo, sem gaf Victoriu gott ráð. „Þú verður að meta vel þinn persónuleika og vera viss um að þú hafir eitthvað sérstakt og öðruvísi sem enginn annar hefur,“ sagði hún við frú Beckham. „Ó, ég elska að heyra þetta! Það sem þú ert að segja er svo frábært,“ sagði Victoria að sögn J-Lo, sem greinilega lumar á gullmolum. J-Lo huggar VictoriuSlash spenntur fyrir nýju plötunni Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 Akureyri: Hofsbót 4, s: 462 3504 Egilsstaðir: Miðvangur 1, s: 471 2954 Opið virka daga 10-18 og laugardaga 11-15

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.