Fréttablaðið - 18.07.2007, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 18.07.2007, Qupperneq 4
edda.is Komin í kilju! Aðeins 1.290 kr. Unglingabók ársins 2006 Eftir við- ræður við Shimon Peres, forseta Ísraels, og Tzipi Livni, utanríkis- ráðherra og varaforsætisráðherra Ísraels, í Jerúsalem í gær segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan- ríkisráðherra að það séu „ákveðin tækifæri“ í stöðunni í deilu Ísra- ela og Palestínumanna „þótt það kannski líti ekki þannig út“. Formleg dagskrá vinnuheim- sóknar Ingibjargar Sólrúnar til Ísraels hófst í gær með heimsókn í helfararminningarsafnið Yad Vashem, en á mánudag fór hún í skoðunarferð að landamærum Ísraels að Líbanon og Sýrlandi. Ingibjörg var fyrsti erlendi ráðamaðurinn sem átti fund með Peres eftir að hann tók við emb- ætti forseta á sunnudaginn og sýndu ísraelskir fjölmiðlar fund- inum því talsverðan áhuga. Um fundinn sagði Ingibjörg að það að hitta Peres væri eins og að ganga á vit sögunnar. „Hann hefur verið á hinu pólitíska sviði í 60 ár, eða jafnlengi og Ísraelsríki hefur verið til. Að hitta slíkan mann er auðvitað mjög merkilegt og fá að heyra hans hliðar á málunum.“ Í samtali við Fréttablaðið að loknum fundunum með Peres og Livni sagði Ingibjörg að erindi hennar á þessar slóðir væri að „átta sig á þessum flóknu málum sem hér er um að ræða“. Hún minnti á að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segði að hún muni beita sér fyrir friði og mann- réttindum í Miðausturlöndum, og því væri hún að framfylgja með heimsókninni. Í viðræðum gærdagsins hefði hún fengið að heyra hvernig þessi mál horfðu við ísraelskum stjórn- völdum. Hina hliðina fengi hún síðar í vikunni á fundum með leið- togum Palestínumanna. „Þetta hafa verið mjög gagnleg- ar viðræður. Maður fær miklu skýrari heildarmynd af þeim flóknu úrlausnaratriðum sem hér er að fást við,“ segir Ingibjörg. Hún hafi lært að í stöðunni séu ákveðin tækifæri, „þótt það kannski líti ekki þannig út“. Um fundinn með Livni segir Ingibjörg aðspurð að sér finnist það tvímælalaust skipta máli að þær séu báðar konur. „Það skiptir verulegu máli í okkar samræðum. Það gerir þær auðveldari, opin- skáari, hreinskiptari en þær kannski ella væru.“ Ingibjörg fyrst til að ræða við forsetann Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra ræddi í gær við Tzipi Livni og Shimon Peres, nýkjörinn forseta Ísraels. Hún segir viðræðurnar hafa verið mjög gagnlegar en hún eigi eftir að heyra sjónarmið leiðtoga Palestínumanna. Svissneski Evrópu- þingmaðurinn Dick Marty, sem hefur rannsakað í hálft annað ár leynileg fangelsi og leynilegt fangaflug á vegum CIA í Evrópulöndum, var í gær gagnrýndur á Evrópuþinginu fyrir að nota nafnlausar heimildir fyrir ásakanir sínar á hendur nafngreindum stjórn- málamönnum í Rúmeníu og Póllandi. Marty svaraði því til að heimildarmenn sínir væru sumir hverjir opinberir emb- ættismenn sem gætu aðeins tjáð sig í skjóli nafnleyndar. Höfundurinn gagnrýndur Tæplega þrítugur íslenskur ríkisborgari hefur verið dæmdur í Bremen í Þýskalandi fyrir fíkni- efnasmygl. Maðurinn var handtekinn 21. janúar síðast- liðinn með fimm kíló af hassi og 700 grömm af örvandi efnum í fórum sínum. Hann hlaut tveggja ára skilorðs- bundinn fangelsisdóm 6. júlí síðastliðinn. Maðurinn er íslenskur ríkisborgari en hafði verið búsettur í Danmörku þegar hann var handtekinn. Alþjóðalögreglan Interpol hafði þá látið lýsa eftir honum. Íslenskir lögreglumenn fóru utan fyrr í sumar til að yfirheyra manninn í tengslum við annað fíkniefnamál. Þrettán kíló af hassi og 200 grömm af kókaíni höfðu fundist í Kaupmannahöfn í hraðsendingu sem fara átti til Íslands. Maðurinn var grunaður um að hafa pakkað sendingunni í félagi við annan. Hann neitaði sök, líkt og allir aðrir grunaðir í málinu, og var málið að end- ingu látið niður falla þar sem ólíklegt þótti að nokkur yrði sakfelldur. Ekki fengust upplýsingar um það hjá embætti Ríkis- lögreglustjóra hvort maðurinn hefði snúið aftur til Íslands, eða hvort hann dvelur enn í Þýskalandi eða jafnvel Danmörku þar sem hann var búsettur áður eins og fyrr segir. Lögreglan í Taílandi handtók á dögunum mann sem hugðist selja meira en tonn af eitruðum kúlufiski til veitinga- staða þar sem gera átti fiskibollur úr kúlufisknum. Árið 2002 létust sex Taílendingar eftir að hafa borðað kúlufisk og var þá sala á honum bönnuð í landinu. Eitrið er í ákveðnum hlutum fisksins og í Japan sækjast hugaðir sælkerar eftir að borða kúlufisk, sem þeir kalla fugu. Þeir telja eitrið auka bragðskerpu fisksins. Árlega eru skráð tilfelli þar sem fólk veikist eða deyr eftir að hafa borðað kúlufisk. Hugðist selja eitraðan fisk Fjórtán þorp í vesturhluta Úkraínu urðu í fyrrakvöld fyrir mengun eftir að eldur kviknaði í flutningalest með gulum fosfór þegar hún fór út af sporinu. Aðstoðarforsætisráð- herra Úkraínu, Oleksandr Kuzmuk, líkti slysinu við kjarn- orkuslysið í Tsjernóbyl og sagði ómögulegt að spá fyrir um afleiðingarnar. Átta hundruð íbúar voru fluttir brott. Hinum var ráðlagt að halda sig innandyra, drekka ekki vatn úr brunnum, borða ekki grænmeti úr görðum og drekka ekki mjólk úr kúm. Líkt við slysið í Tsjernóbyl Icelandic Glacial, sem er í eigu Jóns Ólafssonar og sonar hans, hefur gert samning við stærsta dreifingaraðila á drykkjarvörum í Bandaríkjunum, Anheuser-Busch, um dreifingu á íslensku vatni þarlendis. Tilkynnt verður formlega um samninginn í dag. Þetta kom fram í kvöldfrétt- um Stöðvar 2 í gær. Samningurinn er sagður sá stærsti sem gerður hefur verið um sölu á íslensku vatni, en ný átöppunarverksmiðja nærri Þorlákshöfn mun geta framleitt 100-200 milljónir lítra af vatni á ári. Anheuser-Busch er einna frægast fyrir að brugga og selja Budweiser-bjórinn. Dreifir íslensku vatni vestra Allir Bretar verða líffæragjafar nema þeir taki annað fram nái tillaga landlæknis Bretlands, Liams Donaldson, fram að ganga. Donaldson segir alvarlegan skort á líffærum í Bretlandi þar sem að meðaltali einn sjúklingur deyi daglega meðan hann bíður eftir líffæri. Samkvæmt breskum lögum þarf fólk að hafa gefið samþykki sitt fyrir líffæragjöf eða, hafi það ekki tekið neitt fram, þurfa aðstandendur að gefa samþykki. Donaldson, sem er helsti ráðgjafi breskra stjórnvalda í heilbrigðis- málum, telur núgildandi lög letja líffæragjöf. Spánn, Belgía, Tékkland og Austurríki hafa þegar tekið upp svipaðar reglur og Donaldson leggur til. Vill gera alla að líffæragjöfum

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.