Fréttablaðið - 18.07.2007, Side 8
„Borist hefur til borg-
arráðs bréf forstjóra Iceland
Express fré 25. þ.m., þar sem sótt
er um byggingarlóð við Reykja-
víkurflugvöll“, segir í orðsend-
ingu frá skrifstofu borgarstjórnar,
sem er dagsett 29. júní.
Í viðtali við Fréttablaðið í gær
fullyrti aðstoðarmaður borgar-
stjóra, Jón Kristinn Snæhólm, að
borgin hefði aldrei fengið erindi
flugfélagsins.
Ofangreind orðsending sýnir að
borgarstjórn hafði móttekið
erindið og sent það áfram til
umsagnar skipulagsstjóra og
skrifstofustjóra framkvæmda-
sviðs. Erindið var í opinberu
ferli.
Jón Kristinn hafði áður sagt
Fréttablaðinu að lóðin sem Ice-
land Express (IE) hafi augastað á
væri lóð sem hefði verið úthlutað
til Háskólans í Reykjavík (HR) og
endurtók hann það í gær.
Úttekt samráðsnefndar sam-
gönguráðuneytis og Reykjavíkur-
borgar á framtíðarstaðsetningu
Reykjavíkurflugvallar, sem IE
vísar til í umsókn sinni, skilgreinir
svæði HR við flugvöllinn sem
R13a.
Í umsókninni frá IE til borgar-
innar og Flugstoða í síðasta mán-
uði er sótt um reit R13b. Sá reitur
er vestan við R13a, nær flugvell-
inum sjálfum. Forsvarsmenn IE
sóttu því ekki um reit HR.
Matthías Imsland, forstjóri IE,
segist hafa orðið verulega hissa á
yfirlýsingum talsmanns borgar-
stjóra, enda beri þær þess glöggt
vitni að hann hafi ekki kynnt sér
málið að neinu leyti. „Þetta er bara
alveg með eindæmum. Ég þekki
reyndar ekkert til þessa drengs,
en ég á nú von á því að einhver á
skrifstofu borgarstjóra lesi þau
erindi sem henni berast.“
Borgin fékk
víst erindi
flugfélagsins
Borgin fékk umsókn Iceland Express um byggingu
flugstöðvar, þvert á orð aðstoðarmanns borgar-
stjóra. Forstjóri IE undrast yfirlýsingar hans.
A
T
A
R
N
A
–
K
M
I
/
F
ÍT
Nóatúni 4 • Sími 520 3000
www.sminor.is
Ingi Björn Guðnason
og Sigurður Arnfjörð Helga-
son hafa verið ráðnir til
Háskólaseturs Vestfjarða. Ingi
var ráðinn í stöðu verkefnis-
stjóra og Sigurður mun gegna
stöðu sérfræðings á alþjóða-
sviði.
Auglýstar voru þrjár stöður
hjá Háskólasetrinu í maí.
Ákveðið var að ráða ekki í
stöðu fagstjóra á sviði haf- og
strandsvæðastjórnunar nú.
Höfðu tveir sótt um stöðuna
en annar dregið umsókn sína til
baka. Alls sóttu fimmtán manns
um störfin þrjú.
Háskólasetur
fær starfsmenn
Enginn meiddist
þegar glænýr vörubíll fór í sjóinn
við Kópavogshöfn í hádeginu í
gær. Óhappið varð á losunarstöð
fyrir vörubíla þar sem þeir sturta
jarðvegsúrgangi í sjóinn.
Jarðvegurinn gaf sig undan
bílnum og rann hann aftur á bak
hálfur út í sjó. Ökumanninum
tókst að klifra út úr bílnum og
komast upp á bakkann.
Unnið var að því í nokkrar
klukkustundir að ná bílnum upp
úr sjónum. Bíllinn skemmdist
eitthvað, þó mest af sjó.
Tókst að klifra út úr bílnum
Fimm manns um og
undir tvítugu voru handteknir í
fyrrinótt eftir að lögregla fann
nokkuð af fíkniefnum í heima-
húsi. Málið hófst þegar ökumaður
reyndi að stinga lögreglu af eftir
að hún gaf honum stöðvunar-
merki. Hann náðist skömmu
síðar og fundust fíkniefni í bíl
hans.
Í kjölfarið var leitað í húsinu
sem maðurinn hafði ekið frá, og
fundust þá enn meira af fíkniefn-
um.
Hópur tekinn í
fíkniefnamáli
Svo virðist sem um
hrekk hafi verið að ræða en ekki
fólskulegt mannrán þegar sautján
ára drengur var numinn brott af
heimili sínu í gærmorgun, honum
vafið kviknöktum í lak og stungið
í skott bifreiðar. Lögreglan lítur
atvikið þó grafalvarlegum augum.
Lögreglu barst ábending um
málið eldsnemma í gærmorgun,
frá manni sem hafði orðið vitni að
aðförunum. Lögreglan kannaðist
við ungmennin af lýsingum
mannsins og í ljósi sögu þeirra
þótti full ástæða til að taka málið
mjög alvarlega, að sögn varðstjóra
lögreglu.
Bíllinn var stöðvaður skömmu
síðar á Snorrabraut. Í honum voru
fjögur ungmenni, piltar á aldrin-
um sextán til nítján ára og ein
stúlka undir sakhæfisaldri, auk
skottbúans. Í bílnum fannst hafna-
boltakylfa.
Ungmennin báru því við að allt
hefði þetta verið í gríni gert, og
tók sá úr skottinu undir þá sögu.
„Við bentum þeim á að okkur þætti
þetta ekki fyndið. Það voru sex
lögreglubílar sendir á blússandi
forgangi að leita að bílnum,“ segir
varðstjóri.
Fólkinu var sleppt undir hádegi
eftir yfirheyrslur, og má ökumað-
urinn eiga von á sekt fyrir umferð-
ar- og vopnalagabrot.
Hvað heitir hið umdeilda
ensk-ástralska námafélag sem
hefur gert tilboð í Alcan?
Hvað heitir björgunarþyrlan
sem fór í sjóinn við Straumsvík?
Hvaða lið sigraði Suður-
Ameríkubikarinn á dögunum?