Fréttablaðið - 18.07.2007, Síða 28
TILKYNNINGAR
SVARTI SVANURINN
Rauðarárstígur 6
BÓKAÐU SKOÐUN !
Stærð: 283 fm
Fjöldi herbergja: 0
Byggingarár: 0
Brunabótamat: 0
Bílskúr: Nei
Verð: tilboð
Til sölu söluturninn og veitingasalan Svarti svanurinn við Rauðarárstíg í Reykjavík. Um er að ræða rótgróið
fyrirtæki með góða framlegð og mikla möguleika. Rekstur fyrirtækisins er tvískiptur, annars vegar
hefðbundinn rekstur og sala á smávöru/matvöru og hins vegar er til staðar mjög vel tækjum búið
veislueldhús sem hefur til dagsins í dag lítið verið nýtt. Langtíma leiga. Hér er á ferðinni spennandi tækifæri
fyrir rétta aðila að byggja upp góðan rekstur í hverfi sem er í mikilli uppbyggingu.
Lind
Þórarinn Jónsson
Lögg. fast. hdl.
Hilmar Jónasson
Sölufulltrúi
thorarinn@remax.is
hj@remax.is
Sigurdór Bragason
Sölufulltrúi
sb@remax.is
RE/MAX Lind - Bæjarlind 14-16 - 201 Kópavogur - Sími: 5209500 - www.remax.is
695 9500
663 3300
Bóas
Sölufulltrúi
699 6165
Gunnar
Sölufulltrúi
899 0800
Stefán Páll
Löggiltur
fasteignasali
Opið hús í dag miðvikudag frá kl 17 -18
Allar RE/MAX fasteignasölur eru sjálfstætt reknar og í einkaeign
BÓAS 699 6165 & GUNNAR 899 0800 SÝNA EIGNINA
• Fimm herbergja, stórar svalir yfir bílskúr
• Var nýlega sýnd í þættinum Innlit / Útlit
• Verð: 43.900.000
OPIÐ
HÚS
Krókavað 15, 110 Árbær - 5 herb.
Stórglæsileg 165fm íbúð í tvíbýlishúsi.
Fasteignir
Vorum að fá í sölu sérlega vel
staðsett og fallegt 80 fm parhús
við Hjallasel. Húsið er á einni
hæð á skjólsælum stað við
Seljahlíð í Breiðholti. Seljahlíð er
hjúkrunar- og þjónustuheimili fyrir aldraða. Nálægðin við Seljahlíð býður
upp á ýmsa þjónustumöguleika ásamt þátttöku í félagsstarfi sem þar er í
boði. NÁNARI LÝSING: Húsið er rúmgott 2ja herb. með björtum sólskála.
Inngangur er yfirbyggður. Flísalögð forstofu með fatahengi. Rúmgóð
geymsla. Stórt og rúmgott flísalagt baðherb. með sturtuklefa og t.f. þv.-
vél. Stórt hjónah. með góðum skápum og geymslurými fyrir ofan skáp-
ana. Eldhús með fallegri beyki innréttingu, helluborði og veggofni. Björt
og rúmgóð stofa með parketi. Sólstofa þar sem hægt er að opna út í fal-
legan garð. Loft í stofu og herbergi eru viðarklædd. Sér hellulagt bíla-
stæði. Útigeymsla. Hitabræðslukerfi í stétt. Húsið er laust til afhendingar.
ALLAR NÁNARI UPPL. Á SKRIFSTOFU GIMLI
FASTEIGNASALAN 570 4800
Fr
u
m
Grensásvegi 13, 2. hæð - 108 Reykjavík - Sími 570 4800
Árni Stefánsson, lögg. fasteignasali
FYRIR ELDRI BORGARA
BORGARTÚN 3 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 3000 - MYNDSENDIR 411 3090
Auglýsingum nýtt
deiliskipulag og breytingar
á deiliskipulagsáætlunum
í Reykjavík
Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga
nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með
auglýstar tillögur að nýju og breyttu deiliskipulagi
í Reykjavík.
Úlfarsárdalur, svæði 2 áfangi 1.
Tillaga að deiliskipulagi fyrir Úlfarsárdal, vestur-
hluta. Svæðið er staðsett í suðvesturhlíð Úlfarsfells
og hallar niður að Úlfarsá til suðurs og vesturs og
til norðurs í átt að Vesturlandsvegi. Fyrsti áfangi er
31 ha að stærð.
Tillagan felur meðal annars í sér 540 íbúða byggð
sem skiptist í fjölbýli, raðhús og einbýli ásamt lóð
fyrir grunnskóla og lóð fyrir leikskóla. Aðkoma að
svæðinu er fyrirhuguð frá Vesturlandsvegi og frá
Reynisvatnsvegi um stofnbraut sem liggja mun milli
byggðar og fjalls. Lögð verður áhersla á skjólsæla
byggð og í þeim tilgangi verður markvisst plantað
skjólbeltum.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Reynisvatnsheiði
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Reynis-
vatnsheiði, svæði fyrir miðlunargeyma Orkuveitu
Reykjavíkur.
Tillagan gerir ráð fyrir að breytingu á svæði sem
nú er skilgreint grænt svæði til sérstakra nota.
Breytingin felst í því að lengja lóð undir miðlunar-
geyma um þrjátíu metra til norðvesturs þannig að
lóðin verður 50.025m² í stað 43.725m², bygginga-
reitur E er færður með óbreyttu byggingarmagni,
byggingareitur D er færður og gerður annar jafn-
stór, norðvesturhluti mögulegrar manar er færður
um tuttugu metra og byggingareitur F skilgreindur
á lóð.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Sogamýri
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi reits sem
afmarkast af Suðurlandsbraut og grænu svæði
norðan Miklubrautar.
Tillagan gerir ráð fyrir m.a. að á grænu svæði verði
afmarkaðar tvær lóðir fyrir þjónusturými og verða
þær númer 68 og 70 við Suðurlandsbraut. Heimilt
verði að reisa hús á tveimur hæðum og reiknað
verður með niðurgröfnum bílakjallara undir hús-
unum. Hámarksnýtingarhlutfall lóða er 0,6 og er
bílakjallari ekki innifalinn. Aðkoma að húsum og
bílastæðum verður frá Suðurlandsbraut.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Spöngin 3 – 5.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Spöngina,
einingu G. Þar sem áður var gert ráð fyrir kvik-
myndahúsi verður gert ráð fyrir íbúðabyggð.
Tillagan gerir ráð fyrir að skipta svæðinu í tvær lóðir,
Spöngina 3 og 5, og er eingöngu tekið á skilmálum
á lóð númer 3 í þessari tillögu. Sérskilmálar eru fyrir
lóðina Spöngin 3 og er þar gert ráð fyrir íbúðum
ætluðum fimmtíu og fimm ára og eldri í þremur
íbúðarhúsum á þremur og fjórum hæðum með allt
að fimmtíu og fjórum íbúðum. Gert er ráð fyrir einu
bílastæði á íbúð og er heimilt að hafa hluta þeirra í
kjallara. Aðkoma er frá Móavegi.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipulags-
og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar að Borgartúni
3, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 18. júlí 2007
til og með 29. ágúst 2007. Einnig má sjá tillögurnar á
heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem
telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna
sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum
við tillögurnar skal skila skriflega eða á netfangið
skipulag@rvk.is, til skipulags- og byggingarsviðs
eigi síðar en 29. ágúst 2007.
Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir inn-
sendar athugasemdir með tölvupósti.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests,
teljast samþykkja tillögurnar.
Reykjavík, 18. júlí 2007
Skipulagsstjóri Reykjavíkur
Reykjavíkurborg
Skipulags- og byggingarsvið