Fréttablaðið - 18.07.2007, Page 41
Óðinn Björn Þorsteins-
son, 26 ára gamall kúluvarpari úr
FH, náði fjórða besta kasti
Íslendings frá upphafi á Coca
Cola-móti FH um síðustu helgi.
Óðinn varpaði kúlunni 19,23
metra og var aðeins 47 sentimetr-
um frá því að ná lágmarki fyrir
HM utanhúss sem fer fram í
Japan í haust.
Íslandsmetið á Pétur Guð-
mundsson, 21,26 metra, sem hann
setti árið 1990.
Með fjórða besta
kast sögunnar
Á KAPLAKRIKAVELLI
MIÐVIKUDAGINN 18. JÚLÍ KL. 20.00
FORKEPPNI MEISTARADEILDAR 2007
frá Færeyjum
Forsala miða frá kl. 12, í FH-búðinni í Kaplakrika
FH
GEGN
HB Tórshavn
Fjölmennum á völlinn og styðjum Íslandsmeistara FH
ÍSLANDSMEISTARAR FH 2004-2005-2006
Miðaverð kr. 1.500.-
Kevin Garnett verður öllum
að óvörum áfram hjá Minnesota
Timberwolves. Talið var næsta
víst að hinn 31 árs gamli Garnett
myndi færa sig um set en
árangur Minnesota hefur ekki
verið upp á marga fiska.
„Kevin hefur alltaf sagt að
hann vilji vera hér áfram. Hann
sagði mér að það yrði mikið
slúðrað um sig enda ákváðum við
að athuga hvaða tilboð við
fengjum í hann. Þau voru ekki
spennandi auk þess sem hann
vildi heldur ekkert fara,“ sagði
eigandi Minnesota, Glen Taylor.
Verður um kyrrt
hjá Minnesota