Fréttablaðið - 18.07.2007, Síða 42
David Beckham mætti á
sína fyrstu æfingu með LA Galaxy
í fyrrakvöld og virtist una sér vel
með sínum nýju liðsfélögum.
Beckham gat reyndar ekki tekið
þátt í æfingunni af fullum krafti
vegna ökkameiðsla sem tóku sig
upp í vikunni og er óvíst hvort
hann geti tekið þátt í æfingaleik
liðsins gegn Chelsea á laugardag.
Vegna meiðslanna eyddi enski
landsliðsmaðurinn því stærstum
hluta á séræfingum fyrir framan
rúmlega 2000 áhorfendur sem
mættu á æfinguna, gagngert til að
fylgjast með nýjasta liðsmanni
Galaxy.
“Auðvitað viljum við fá hann í
liðið okkar um leið og mögulegt er.
En við munum ekki taka neina
áhættu með ökklann,” sagði þjálf-
arinn Frank Yallop eftir æfinguna.
Meiðslin eru þó ekki alvarleg en
bólga í ökklanum tók sig upp í
langri flugferð kappans frá Lond-
on til LA. Beckham tjáði sig ekki
við fjölmiðla eftir æfinguna.
Beckham hinn kátasti á fyrstu æfingunni
Yfir 300 manns á landinu
í tengslum við mótið Íslenska kvennalandslið-
ið í knattspyrnu, skipað leikmönn-
um 19 ára og yngri, þreytir frum-
raun sína í lokakeppni
Evrópumótsins í kvöld þegar liðið
mætir Norðmönnum. Eins og
kunnugt er fer lokakeppnin fram
hér á landi og fer leikurinn í kvöld
fram á Laugardalsvelli.
Auk Norðmanna eru Íslending-
ar í riðli með Dönum og Þjóðverj-
um, en síðastnefnda liðið er núver-
andi Evrópumeistari í
aldursflokknum og þykir sigur-
stranglegast í ár. Að miklu er að
keppa fyrir öll lið því auk þess að
komast í undanúrslit mótsins
munu tvö efstu liðin í báðum riðl-
unum tryggja sér sæti í loka-
keppni HM U-20 ára í Chile á
næsta ári.
„Þetta eru gríðarlega sterkar
þjóðir sem við erum að fara að
keppa við en að sjálfsögðu er allt-
af möguleiki á að koma á óvart,“
segir Ólafur Þór Guðbjörnsson,
þjálfari íslenska liðsins. Þjálfari
Norðmanna, Jan Torske, segist
bera mikla virðingu fyrir íslenska
liðinu. „Íslenska liðið er gott, með
öfluga varnarmenn og hættulega
sóknarmenn. Við eigum von á
hörkuleik.“
Alltaf möguleiki á að koma á óvart
Knattspyrnusamband
Íslands hefur umsjón með Evr-
ópumótinu og vinnur náið með
Knattspyrnusambandi Evrópu,
UEFA, við alla skipulagningu.
Verkefnið er það langstærsta
sem KSÍ hefur tekið þátt í frá
upphafi en á fjórða hundrað
manns eru stödd á landinu í
tengslum við mótið. Í þeirri tölu
eru leikmenn, þjálfarar og
umsjónarmenn keppnisliðanna
átta, sem hjá flestum telja um og
yfir 30 manns. 40 starfsmenn
UEFA vinna við mótið auk
þess sem 16 dómarar munu
skipta dómgæslu á milli
sín. Þá eru ótaldir njósn-
arar frá mörgum af
sterkustu félagsliðum
heims sem munu hafa
augun opin fyrir efnileg-
ustu leikmönnum
Evrópu.
Öll umgjörð
er gríðarlega faglega unnin og
hefur UEFA unnið sérstakan
kynningarbækling fyrir mótið. Í
því er meðal annars að finna
ávarp frá Michael Platini, for-
manni UEFA, þar sem hann
býður fótboltaáhugamenn vel-
komna til hins fallega Íslands. Þá
hrósar hann KSÍ í hástert fyrir
frábæra frammistöðu í skipu-
lagninu mótsins.
Leikir Evrópumótsins fara
fram á sjö völlum á suðvestur-
horni landsins. Úrslitaleikurinn
fer fram á Laugardalsvelli
þann 29. júlí og mun
Platini afhenda sigur-
verðlaunin.
„Ef við eigum góðan dag
tel ég okkur vissulega eiga mögu-
leika á móti FH. En þeir eru samt
mun sigurstranglegri,“ sagði
Rógvi við Fréttablaðið, spurður
um möguleika sinna manna í leikn-
um í kvöld. Rógvi þekkir vel til
FH-liðsins, enda er liðið ekki mikið
breytt frá tíma Rógva með KR í
Landsbankadeildinni sumarið
2005 og fyrri hluta síðasta sumars.
Hann viðurkennir að hafa verið
ein helsta upplýsingaveita þjálf-
ara síns fyrir leikinn.
„Ég segi honum bara eins og er,
að FH séu mjög vel skipað lið með
valinn mann í hverju rúmi. Liðið
hefur spilað langbesta boltann á
Íslandi síðustu árin. Þetta er ekki
svo flókið. Við gerum okkur grein
fyrir að við erum að fara að spila á
móti mjög öflugu liði,“ segir
Rógvi, sem sjálfur mun ekki spila
í fyrri leiknum í kvöld vegna leik-
banns sem er tilkomið vegna brott-
vísunar sem hann hlaut í leik
með HB gegn Kaunas árið
2003. Þrír aðrir leikmenn HB,
sem alla jafna eru í byrjunar-
liðinu, eru auk þess tæpir
vegna meiðsla. „Við eigum í
nokkrum vandræðum fyrir
þennan leik en náum von-
andi að stilla upp okkar
sterkasta liði í síðari
leiknum.“
HB urðu færeyskir
meistarar á síðasta
tímabili en liðið
hefur alls ekki
staðið undir
væntingum í ár
og er í 4. sæti deildarinnar með 24
stig úr 16 leikjum, tólf stigum
minna en efsta lið deildarinnar.
„Við erum með góða leik-
menn í liðinu en eigum í
vandræðum með að ná
nægilega vel saman. Við
erum að glíma við svipað
vandamál og KR á
Íslandi,“ segir Rógvi í
glettnum tón en
hann kveðst fylgj-
ast nokkuð vel með íslenska bolt-
anum í gegnum internetið og síðan
félaga sinn og landa hjá Keflavík,
Simun Samuelsen. „Við höfum
verið að vinna toppliðin en tapa
fyrir lakari liðunum og það er allt-
af dýrkeypt. En við höfum ekki
gefið upp vonina á að verja titil-
inn,“ bætir hann við.
Rógvi er markahæsti leikmaður
HB það sem af er tímabili með
átta mörk og spilar eingöngu í
sókninni eða framarlega á miðj-
unni. „Ég hef allavega ekki verið
settur í hægri bakvörðinn ennþá,“
sagði Rógvi glottandi og vísaði
þannig í veru sína hjá KR, þar sem
hann leysti af nánast allar stöður á
vellinum.
Rógvi Jacobsen, fyrrum leikmaður KR, mætir með liði sínu HB í Kaplakrika í
kvöld þar sem liðið etur kappi við Íslandsmeistara FH í fyrstu umferð forkeppni
Meistaradeildarinnar. Rógvi segir HB eiga ýmislegt sameiginlegt með KR.
„Færeyskur fótbolti
hefur verið á mikilli uppleið
síðustu ár svo að við búumst við
að mæta góðu fótboltaliði,“ segir
Heimir Guðjónsson, aðstoðar-
þjálfari FH, um leik liðsins gegn
HB í forkeppni Meistaradeildar
Evrópu í kvöld. Heimir segir
mikilvægt að vinna leikinn á
heimavelli og ná forskoti fyrir
síðari leikinn sem fram fer ytra
að viku liðinni. „Og eins og alltaf í
Evrópukeppni er gríðarlega
mikilvægt að fá ekki á sig mark.“
Heimir og aðalþjálfarinn
Ólafur Jóhannesson hafa úr
nánast fullskipuðum leikmanna-
hópi að velja fyrir leikinn í kvöld
en aðeins Arnar Gunnlaugsson á
við meiðsli að stríða. Þjálfarat-
eymi FH hefur horft á upptökur
með leikjum HB og telur Heimir
sig þekkja nokkuð vel hvar
styrkleikar HB liggja. „Við erum
óánægðir með úrslitin í leiknum
gegn ÍA í deildinni og erum
staðráðnir í að vinna okkur upp
úr þeim vonbrigðum.“
Mikilvægast að
halda hreinu
Eggert Magnússon og
félagar í West Ham neituðu í
gærkvöldi beiðni Manchester
United um að fá argentínska
framherjann í læknisskoðun hjá
félaginu sem fyrirhuguð var í
dag. Tevez mun vera staddur í
Manchester til að ganga frá
persónulegum samningi við
félagið. West Ham virðist hins
vegar ekki hafa í hyggju að missa
sinn besta mann frá síðasta
tímabili.
„Félögin hafa átt í viðræðum en
ekkert samkomulag hefur náðst,“
sagði talsmaður West Ham í gær
en í reglugerðum segir að
leikmaður geti ekki farið í
læknisskoðun nema með sam-
þykki beggja félaga. Fyrr í
gærdag hafði Alex Ferguson,
stjóri Man. Utd. lýst því yfir að
hann væri vongóður um að
klófesta Tevez. Nú er hins vegar
ljóst að leikmaðurinn mun ekki
einu sinni fá að fara í læknisskoð-
un fyrr en félögin hafa náð
samkomulagi um kaupverð.
Tevez meinuð
læknisskoðun
Úkraínski framherjinn
Andriy Voronin skoraði tvö mörk
fyrir Liverpool þegar liðið lagði
Werder Bremen í æfingaleik í
gærkvöldi, 3-2. Voronin skoraði
markið í sitthvorum hálfleiknum
en hann þótti spila einstaklega vel
í leiknum. John Arne Riise
skoraði þriðja mark Liverpool.
Fernando Torres spilaði sinn
fyrsta leik fyrir þá rauðklæddu
þegar hann kom inn á í hálfleik.
Torres náði ekki að setja mark
sitt á leikinn en fékk tvö góð færi
sem hann náði ekki að nýta. Ryan
Babel og Youssi Benayoun komu
einnig inn á í síðari hálfleik.
Voronin með tvö
fyrir Liverpool