Fréttablaðið - 31.07.2007, Qupperneq 12
HLAUPTU
TIL
GÓÐS 18.
ÁGÚST!
Nú getur
þú hlau
pið fyrir
gott mál
efni að e
igin vali
í
Reykjavík
urmaraþo
ni Glitnis
. Glitnir
greiðir 5
00 kr. ti
l
góðgerða
rmála á
hvern kí
lómetra
sem viðs
kiptavinir
*
bankans
hlaupa og
3.000 k
r. fyrir sta
rfsmenn.
Skráðu þ
ig á www
.glitnir.is
og hlaup
tu til góð
s.
Allir sigra
18. ágús
t!
*Viðskipt
avinir í V
ild, Náms
vild,
Gullvild
og Platín
um.
Tekjur ríkisins af fjár-
magnstekjum einstaklinga voru
16,3 milljarðar króna á síðasta ári,
sem er þriðjungs aukning frá árinu
á undan. Um 93 þúsund skattgreið-
endur standa á bak við greiðslurn-
ar, og greiddu því um að meðaltali
175 þúsund krónur.
Í yfirliti vegna skattaálagningar
árið 2007, sem fjármálaráðuneytið
sendi frá sér í gær, kemur fram að
söluhagnaður af hlutabréfum skýri
rösklega helming af skattstofni
fjármagnstekjuskatts, en arður og
vaxtatekjur um fjórðung hvor.
Fjármagnstekjuskattur verður
sífelt stærri hluti af álögðum
tekjuskatti sem rennur til ríkisins,
og er nú 16,6 prósent af heildar-
greiðslum tekjuskatts. Árið 2006
var hlutfallið 14,4 prósent og til
samanburðar var tekjuskattur
aðeins 7,2 prósent af tekjuskatti
ríkisins árið 2002.
Samanlagður tekjuskattur og
útsvar við álagningu 2007 var
185,5 milljarðar króna, og hækkði
um 13,4 prósent frá fyrra ári.
Fjöldi framteljenda var 253.911 og
fjölgaði um 5,2 prósent milli ára.
Fjölgunin hefur aldrei verið jafn
mikil, en skýringin er mikill
aðflutningur fólks til landsins und-
anfarin ár.
Tekjuskattur skiptist í þrennt; í
almennan tekjuskatt og fjár-
magnstekjuskatt sem renna til
ríkisins, og í útsvar sem rennur til
sveitarfélaga.
Álagður almennur tekjuskattur
var samtals 81,9 milljarðar króna,
og jókst um 10 prósent milli ára. Á
bak við þá upphæð standa rúm-
lega 175 þúsund einstaklingar og
greiddi meðalskattgreiðandinn
því um 467 þúsund krónur á árinu,
sem er 5,1 prósent aukning.
Tekjur ríkisins af fjármagns-
tekjuskatti var 16,3 milljarðar
króna á síðasta ári, eða um 175
þúsund krónur á hvern hinna 93
þúsunda skattgreiðenda sem
greiddu fjármagnstekjuskatt.
Útsvar til sveitarfélaga var
87,3 milljarðar króna, sem er
aukning um 12,4 prósent milli
ára. Gjaldendur útsvars eru tæp-
lega 245 þúsundir talsins, og
greiddi því hver og einn um 356
þúsund á árinu.
Tekjur af fjármagnstekju-
skatti aukast um þriðjung
Fjármagnstekjuskattur verður sífellt stærri hluti af tekjuskatti til ríkisins. Er 16,6 prósent nú en 14,4 prósent
í fyrra. Samanlagðar tekjuskattsgreiðslur og útsvar við álagningu 2007 voru 185,5 milljarðar króna.