Fréttablaðið - 31.07.2007, Síða 29

Fréttablaðið - 31.07.2007, Síða 29
20.30 Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanóleikari heldur einleiks- tónleika í Listasafni Sigur- jóns. Þetta eru fyrstu einleikstónleikar hennar hér á landi, að loknu námi við Tónlistarháskólann í Stutt- gart. Á efnisskránni eru verk eftir Bach, Mozart, Debussy, Chopin, Schumann og Snorra Sigfús Birgisson. Miða má kaupa við innganginn. Listasafnið Hangar-7 í Aust- urríki setur í lok september upp sýningu tileinkaða íslenskum listamönnum. Sjö íslenskir listamenn verða valdir til að sýna þar. Mikill fjöldi fólks sækir sýningar þarna og er þetta því mikill fengur fyrir þá listamenn sem verða valdir. „Ég er búin að taka ákvörðun um fjóra listamenn sem sýna hjá okkur í september. Það eru þeir Helgi Þorgils, Davíð Örn Halldórsson, Guðmundur Thoroddsen og Ragn- ar Kjartansson,“ segir Lioba Redd- eker, aðalsýningarstjóri listagall- erísins Hangar-7 í Austurríki, sem er stödd hér á landi til að skoða verk og hitta listamenn. „Ég mun velja þrjá aðra en það er ekki alveg komið á hreint enn hverjir það verða.“ Lioba er afar hrifin af íslensku listasenunni og finnst hún sjá annað sjónarhorn í verkum listamanna hér en annars staðar sem hún hefur komið. „Það er ótrúlega mikið að gerast hérna miðað við fólksfæð- ina. Það hljómar eins og klisja en mér finnst afar merkilegt að sjá að flestir listamennirnir hér skapa algerlega sinn eigin heim. Þeir taka inn það sem er að gerast en vinna svo úr því á afar persónulegan hátt. Þeir virðast líka ekki hafa neina þörf til að vera í andstöðu við lista- söguna eða gamlar hefðir. Þeir taka bara það sem hentar þeim og hafna hinu áreynslulaust.“ Lioba segir það hafa verið ótrú- legt að koma inn á vinnustofuna hjá Helga Þorgils. Eins er hún hrifin af ungu listamönnunum sem hún er búin að velja og hlakkar til að sjá hvað gerist í kjölfar sýningarinnar í Hangar-7. Listasafnið Hangar-7 er gamalt flugskýli sem hefur verið breytt í lista- og flugvélasafn í mikilfeng- legri glerbyggingu. Hangar-7 er ekki hefðbundið listasafn, það eru engir hvítir veggir eða ferköntuð rými og stór hluti fólksins sem heimsækir safnið er ekki að koma til að skoða listaverk heldur flug- vélar eða til að borða á veitinga- staðnum á safninu. „Helsta vanda- mál nútímalistasafna er að fá fólk inn í söfnin því nútímalist er oft óaðgengileg fyrir almenning. Í Hangar-7 fáum við mikið af fólki sem fer almennt ekki á listasöfn. Það koma á milli tíu og tuttugu þús- und manns á hverja sýningu hjá okkur sem er mjög óvenjulegt.“ Lioba segir að reynt sé að skilja gestina ekki úti í kuldanum og allir gestirnir fái sýningarskrá í bókar- formi þar sem öll verkin eru skýrð ítarlega og gerð aðgengilegri sem skili sér í auknum skilningi á nútímalist. Síðustu ár hafa verið haldnar sýn- ingar í safninu þar sem einblínt hefur verið á eitt land og nú í sept- ember er röðin komin að Íslandi. Það er mikill fengur í því að sýna þarna því að sögn Liobu hafa sýn- ingar þarna komið mörgum óþekkt- um listamönnum á kortið. „Margir listamenn sem hafa sýnt hér hafa selt það vel að bæði geta þeir lifað á því í einhvern tíma og stór gallerí þora að taka þá inn þegar þeir eru búnir að sýna fram á að verkin þeirra seljist. Við erum mjög ánægð þegar okkur tekst að hjálpa til við að fá boltann til að rúlla hjá lista- fólki,“ segir Lioba að lokum. Styrktartónleikar Para-Dís Hljómsveitin Sigur Rós gefur út safnplötuna Hvarf-Heim hinn 5. nóvember, sama dag og tónleika- mynd sveitarinnar Heima kemur út. Plötunni verður skipt í tvo hluta. Á fyrri hlutanum, Hvarf, verða þrjú áður óútgefin lög sem nefnast Salka, Hljómalind og Í gær. Einnig verður þar endur- hljóðblönduð útgáfa af laginu Von af plötunni Vonbrigði. Á síð- ari hluta safnplötunnar, Heim, verða sex lög í órafmögnuðum útgáfum. Heita þau Samskeyti, Starálfur, Vaka, Ágætis byrjun, Heysátan og Von. „Við völdum lög sem voru í miklu uppáhaldi hjá okkur,“ sagði Orri Páll Dýrason trommari í spjalli við heimasíðu breska tón- listartímaritsins NME. Tónleikamyndin var tekin upp víðs vegar um Ísland á síðasta ári, þar á meðal á Klambratúni og í Ásabyrgi, og er hennar beðið með mikilli eftirvæntingu. „Það var gaman að spila á þessum tónleik- um, sérstaklega fyrir framan vini okkar,“ sagði Orri. „Stundum spil- uðum við á stórum tónleikum en við spiluðum líka á litlum svæð- um sem voru mjög falleg.“ Safnplata á leiðinni V in n in g ar v er ð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d. K ó p av o g i. M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b. 9 9 kr /s ke yt ið . VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR, TÖLVULEIKIR, DVD MYNDIR OG MARGT FLEIRA! SENDU SMS JA SMF Á 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ MIÐA HEIMSFRUMSÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI 27. JÚLÍ 11. HVER VINNUR !

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.