Fréttablaðið - 31.07.2007, Blaðsíða 34
Skátaheitið
Ég lofa að gera það sem í mínu valdi stendur til
þess að gera skyldu mína við guð og ættjörðina,
að hjálpa öðrum og að halda skátalögin.
Skátar ungir sem aldnir
Endurnýjum skátaheitið á Sólrisudegi, kl 8:00 í fyrramálið.
Í tilefni þess að 1. ágúst 2007 eru 100 ár liðin frá upphafi
skátahreyfingarinnar munu skátar um allan heim endurnýja skátaheitið
kl. 8:00 að morgni í sínu landi, við dögun nýrrar aldar í skátastarfi.
Þetta getur hver skáti gert hvar sem hann er staddur á þessum tíma.
Opið hús verður í Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123 í Reykjavík, frá kl.
06:30 og þar verður skátaheitið endurnýjað kl. 08:00 undir stjórn skáta-
höfðingja og horft verður á dagskrá frá Brownsea eyju í Englandi.
Stjórn KR-Sport, rekstr-
arfélags meistaraflokks KR í
knattspyrnu, ákvað á fundi sínum
í gærmorgun að víkja Teiti Þórð-
arsyni úr starfi sem þjálfari liðs-
ins. Teitur skrifaði undir fimm ára
samning við KR í september árið
2005 og segist ósáttur með að hafa
ekki fengið að klára það verk sem
honum var ætlað.
„Eðlilega er ég svekktur. Við
unnum samkvæmt fimm ára áætl-
un og vorum komnir tvö skref
áfram í því ferli. Ég er þannig
gerður að ég vil klára það sem ég
byrja á þannig að auðvitað er súrt
að þetta skuli vera niðurstaðan,“
segir Teitur en tekur fram að hann
beri engan kala til ráðamanna KR.
„Mér hefur liðið vel hjá félaginu
og vona innilega að liðinu gangi
sem best í þeim leikjum sem eftir
eru,“ segir hann.
Miklar vonir voru bundnar við
komu Teits í Frostaskjólið og voru
honum ætlaðir stórir hlutir, bæði
með meistaraflokk liðsins sem og
knattspyrnuþjálfun innan félags-
ins í heild sinni. Sérstök knatt-
spyrnuakademía fyrir efnilegustu
leikmenn félagsins var sett á lagg-
irnar í því sambandi og var hugs-
unin að láta KR feta áður óþekktar
slóðir í íslenskri knattspyrnu sem
mætti að mörgu leyti líkja við það
sem tíðkast erlendis. Þær áætlan-
ir hafa ekkert breyst, þrátt fyrir
brotthvarf Teits úr stól skólastjóra
nú.
Teitur segist hafa fundið fyrir
fullum stuðningi stjórnar félags-
ins í sumar þrátt fyrir dapurt
gengi liðsins. KR er neðst í Lands-
bankadeildinni með sjö stig eftir
11 leiki og hefur aðeins unnið einn
leik á tímabilinu. „Stærstu von-
brigðin í þessu öllu saman eru að
liðinu hefur ekki gengið betur. Ég
er ábyrgur fyrir árangri liðsins og
árangurinn hefur ekki verið góður.
Því er þetta niðurstaðan.“
Teitur var mættur í Frostaskjól-
ið í gærkvöldi og fylgdist með
sínum fyrri lærisveinum á fyrstu
æfingu nýja þjálfarans. Teitur fór
meðal annars inn í búningsklefa
fyrir æfingu og kvaddi leikmenn
og þakkaði þeim fyrir samstarfið.
Að svo búnu fóru þeir út á sína
fyrstu æfingu hjá Loga Ólafssyni.
Andrúmsloftið í KR-heimilinu
var tregablandið þegar Teitur
kvaddi sína nánustu samstarfs-
menn og greinilegt að hann er vel
liðinn á meðal þeirra sem starfa í
KR-heimilinu. Hann segir óvíst
hvað taki við hjá sér. „Ætli ég byrji
ekki á að taka mér gott sumarfrí,
sem ég hef ekki gert í nokkur ár.
Ég hef ekki séð Ísland í 30 ár
þannig að ég þarf ekki einu sinni
að fara til Kanaríeyja.“
Teitur Þórðarson var um hádegisbilið í gær rekinn
úr starfi sínu sem þjálfari KR. Við starfi hans tekur
Logi Ólafsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari.
Gátum ekki beðið lengur eftir neistanum
Arnór Guðjohn-
sen, umboðsmaður og
faðir Eiðs Smára Guð-
johnsen, sagði í viðtali
við Sky Sports í gær að
Eiður Smári Guðjohnsen
hefði áhuga á að fara til
West Ham.
Framtíð Eiðs Smára
hjá félaginu hefur verið
mikið í umræðunni síðan
að Thierry Henry kom
til félagsins í sumar.
„Ég hef heyrt um áhuga West
Ham en þeir hafa ekki sett sig í
samband við mig. Eiður myndi
skoða tilboð frá West Ham enda
eru Íslendingar fyrir hjá félag-
inu,“ sagði Arnór í viðtalinu en
hann segir að Eiður
sé að skoða framtíð
sína. „Eiður einbeitir
sér nú að því að ná sér
góðum af meiðslun-
um og hann mun ekki
taka neina skyndi-
ákvörðun um framtíð
sína. Við munum
skoða vel alla mögu-
leika í stöðunni,“
sagði Arnór við Sky.
Eggert Magnús-
son, stjórnarformaður West
Ham, vildi ekkert tjá sig um
málið í gær og ekki náðist í Arnór
sjálfan en samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins fór hann út til
London í gær.
Eiður Smári hefur
áhuga á West Ham
Valur vann 10-0 sigur á
ÍR í Landsbankadeild kvenna í
gær en leikurinn var færður fram
vegna þátttöku Valskvenna í
Evrópukeppninni í ágúst.
Margrét Lára Viðarsdóttir
skoraði sex marka Vals þar af tvö
þeirra út vítaspyrnum, varamað-
urinn Guðný Björk Óðinsdóttir
skoraði tvö mörk með mínútu
millibili og þær Dóra María
Lárusdóttir og Vanja Stefanovic
gerðu hvor sitt markið.
Stórsigur Vals