Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.08.2007, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 07.08.2007, Qupperneq 4
Express Fer›ir, Grímsbæ, Efstalandi 26, sími 5 900 100 Fer›askrifstofa í eigu Iceland Express GÖNGUFERÐIR Nánar á www.expressferdir.is eða í síma 5 900 100 27.sept.–1. okt. Farastjóri: Ingibjörg Þórhallsdóttir Gönguferð á Alicante Verð á mann í tvíbýli 88.900 kr. Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð til 25. september yfir tveimur síbrotamönnum, 18 og 19 ára. Mennirnir hafa gerst sekir um mikinn fjölda afbrota á undan- förnum mánuði, en þeir sluppu úr gæsluvarðhaldi í byrjun júní. Annar þeirra var stöðvaður fjórtán sinnum undir stýri án ökuréttinda. Samtals er um nærri 30 afbrot að ræða, sem öll voru framin í júlí. Annar mannanna hlaut fimmtán mánaða fangelsis- dóm í febrúar síðastliðnum, og hinn þriggja mánaða skilorð í maí. Brotaferill þeirra er nær óslitinn meðan þeir ganga lausir. Stanslaus afbrot ef þeir eru lausir Hátíðahöld um verslun- armannahelgina fóru víðast hvar vel fram. Nokkuð færri voru á far- aldsfæti en undanfarin ár, og er veðurspánni þar helst kennt um. Um tuttugu fíkniefnamál komu upp í Vestmannaeyjum og á Akur- eyri, þar sem flest var af fólki. Þó heimsóttu mun færri Akureyri í ár en í fyrra. Engin nauðgun hafði verið kærð til lögreglu síðdegis í gær. Á Þjóðhátíð í Eyjum voru vel yfir tíu þúsund gestir og fór hátíð- in tiltölulega vel fram. Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjónn segist mjög ánægður með hvernig til tókst, hátíðin hafi sennilega verið sú næst fjölmennasta sem haldin hefur verið í Eyjum. Ellefu fíkniefnamál komu upp á hátíðinni og fimm líkamsárásir voru tilkynntar lögreglu. Veðrið var gott að sögn Jóhannesar, fyrir utan hvassviðri á fimmtudeginum og smávegis norðankalda seinni part laugardags. Þjóðhátíðargest- ir voru farnir að streyma í bæinn strax í gærmorgun. Fjölskylduhátíðin Ein með öllu var haldin á Akureyri um helgina, og er áætlað að um sex þúsund manns hafi lagt leið sína þangað. Það er um það bil helmingi minna en vant er. Varðstjóri lögreglunnar á Akur- eyri segir hátíðina hafa farið vel fram, en rigning og kuldi hafi sett strik í reikninginn. Fíkniefnamálin sem komu upp voru um tíu, og fjór- ar líkamsárásir voru tilkynntar. Friðsamlegasta hátíðin um verslunarmannahelgina var lík- legast Unglingalandsmót Ung- mennafélags Íslands sem haldið var á Höfn í Hornafirði. Þar voru um sjö þúsund gestir, og voru þeir allir til sóma að sögn fulltrúa lög- reglunnar. Hvorki komu upp fíkni- efnamál né voru líkamsárásir til- kynntar. Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðal- varðstjóri hjá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu, segir meira af fólki hafa verið að skemmta sér í miðbænum um helgina en hefur verið undanfarnar verslunar- mannahelgar. „Það var erill hjá okkur á föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld, en þetta fór samt þokkalega vel fram,“ segir hann. Hátíðir helgarinnar ágætlega heppnaðar Þúsundir skemmtu sér á hátíðum víðs vegar um landið um helgina. Áberandi færri voru á ferðinni en undanfarin ár. Flestir fóru á Þjóðhátíð í Vestmannaeyj- um og á Eina með öllu á Akureyri. Veður setti víða strik í reikninginn. Jose Ramos Horta, forseti á Austur-Tímor, hefur ákveðið að Xanana Gusmao verði næsti forsætisráðherra landsins og myndi stjórn, þrátt fyrir að Fretelin- flokkurinn, fjölmennasti flokkur á þingi, geri tilkall til stjórnarmynd- unarumboðs. Til átaka kom í höfuðborginni og kveiktu hópar ungmenna í. Gusmao, sem er fyrrverandi forseti landsins, verður settur í embættið á morgun. Í þingkosning- unum í júní hlaut Fretelin ekki nægan styrk til að mynda meiri- hlutastjórn, en flokkur Gusmaos fékk næstflest þingsæti. Gusmao fær að mynda stjórn Karlmaður á þrítugsaldri lést í umferðarslysi á áttunda tím- anum í gærmorgun. Maðurinn missti stjórn á fólksbifreið í beygju á Laugarvatnsvegi við Þóroddsstaði með þeim afleið- ingum að bíllinn fór nokkrar veltur og maðurinn kastaðist út úr honum. Hann var einn í bílnum. Lögreglumenn á leið að Selfossi höfðu mætt bifreiðinni á Biskups- tungnabraut og gefið ökumanni merki um að stöðva með því að kveikja á sírenu. Þegar lögreglu- mennirnir snéru við sáu þeir að ökumaðurinn hafði aukið hrað- ann. Þeir hófu eftirför, en misstu sjónar á bifreiðinni. Þá slökktu þeir á sírenunni. Lögreglumennirnir héldu áfram að svipast um eftir bílnum og töldu sig hafa séð hann við Svínavatn með stefnu upp Laugarvatnsveg. Það næsta sem þeir sáu var ryk- og gufumökkur. Þeir komu að mann- inum meðvitundarlausum og báru lífgunartilraunir ekki árangur. Þetta var sjötta banaslysið í umferðinni í ár. Á sama tíma í fyrra höfðu fjórtán manns látist í umferðarslysum. Flúði lögreglu og fórst í bílslysi Lögreglumenn í Bangkok í Taílandi sem mæta seint til vinnu, leggja ólöglega eða brjóta af sér á annan hátt þurfa að ganga með armband með mynd af teiknimyndaper- sónunni Hello Kitty í nokkra daga, samkvæmt nýjum reglum. Armbandið er stórt og bleikt og tvö hjörtu eru saumuð í það. Með þessu vilja lögreglustjórar halda uppi aga og sýna að jafnvel smæstu afbrot séu refsiverð. Lögregluþjónunum sem ganga með armbandið er meinað að segja frá hvað þeir gerðu af sér. Hello Kitty-persónan hefur verið vinsæl í Asíu í marga áratugi og má finna margs konar varning merktan henni. Nota Hello Kitty-armbönd Málþing um fjölmenn- ingu hefst í Alþjóðahúsinu í dag. Menningarmál verða sérstaklega til umræðu í kvöld en á morgun verður rætt um aðbúnað og réttindi innflytjenda á Íslandi, pólitíska og félagslega stöðu þeirra og hagræn áhrif fyrir íslenskt efnahagslíf. Í kvöld verður meðal annars rætt um erlenda rithöfunda sem eru „afsprengi ólíkra kúltúra“, eins og orðrétt segir í tilkynningu, og hafa haft djúpstæð áhrif samfélög víða um heim. Íslenskunám fyrir útlendinga verður einnig til umræðu. Meðal fyrirlesara í kvöld verða Toshiki Toma, prestur innflytjenda, Halldór Guðmundsson rithöfundur og Katrín Jakobsdóttir þingkona. Málefni inn- flytjenda til umræðu

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.