Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.08.2007, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 07.08.2007, Qupperneq 17
Háskólaneminn Elísabet Margeirsdóttir tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis 18. ágúst næstkomandi. Elísabet Margeirsdóttir, 22 ára, stefnir á þátttöku í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis sem fram fer 18. ágúst næstkomandi. Þrátt fyrir ungan aldur á Elísabet þegar nokkur maraþon að baki og segir Reykjavíkurmaraþ- onið ágætis undirbúning fyrir maraþonið í Berlín sem hún ætlar að hlaupa í september. „Glitnismaraþonið er góð æfing fyrir öll haustmaraþ- onin,“ segir Elísabet. „Mér finnst alveg æðislegt hvað það er orðið umfangsmikið. Að sífellt fleiri séu að upp- götva það og hvað þetta er góð hreyfing. Svo ekki sé talað um þann frábæra félagsskap sem maður kemst í.“ Sjálf hefur Elísabet hlaupið um nokkurra ára skeið, eða frá því að hún byrjaði að æfa líkamsrækt aðeins sextán ára. Hún setti sér fljótlega það markmið að hlaupa heilt maraþon, en hljóp þó áður tíu kílómetra hlaup og hálfmaraþon eftir það. Þá taldi hún sig loks tilbúna til að fara alla leið. „Ég hef núna tvisvar sinnum hlaupið maraþonið í New York,“ segir Elísabet. „Í fyrra og hittifyrra. Svo hljóp ég í Kaupmannahöfn á síðasta ári. Þannig að ég hef farið í þrjú maraþon á síðustu tveimur árum. Núna er stefnan sett á Berlín í lok september.“ Að sögn Elísabetar er bráðnauðsynlegt að tileinka sér ákveðinn lífsstíl ætli maður sér að ná langt í mar- aþoni og þar er sjálfsagi ofarlega á baugi. „Lífsstíll sem er heilbrigður og góður fyrir líkama og sál er nauðsynlegur, enda kostirnir margir. Hlaupið hreinsar hugann og er mjög streitulosandi. Ég virka betur í dag- legu lífi ef ég æfi svona mikið. Maður nýtir dagana miklu betur. Svo er alltaf gott að setja sér árangurs- tengd markmið.“ Ef marka má Elísabetu dugir æfingin ein og sér þó ekki til að fleyta manni áfram í maraþoni, heldur verður einnig að passa upp á mataræðið. Alltof margi falli í þá gryfju að borða annaðhvort of mikið, telji þeir sig hafa eytt of mikilli orku, eða lítið. Það sé hins vegar mikil- vægt að stilla mataræðið rétt. „Ég mæli þó ekki með að fólk skrái sig í maraþon án þess að hafa einhverja reynslu af að hlaupa,“ segir Elísa- bet. „Til dæmis eins og hálfmaraþon eða tíu kílómetr- ana. Fólk verður að sýna þolinmæði og setja sér lang- tímamarkmið ætli það sér að ná langt.“ Fínn undirbúningur VEXTIR FRÁ AÐEINS Miðað við myntkörfu 4, Libor-vextir 20.6.2007. 3,7% Frjálsi fjárfestingarbankinn lánar fyrirtækjum og einstaklingum til kaupa eða endurfjármögnunar á atvinnuhúsnæði. Lánstími er allt að 30 árum og við kappkostum að veita framúrskarandi þjónustu á hagstæðari kjörum. Komdu til okkar í Lágmúla 6, hringdu í 540 5000 eða sendu póst á frjalsi@frjalsi.is til að kynna þér málið nánar. Finndu þér stað Atvinnuhúsnæðislán með lægri lántökukostnaði F í t o n / S Í A

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.