Fréttablaðið - 07.08.2007, Blaðsíða 28
Þegar ég var 16 ára fór
ég í heimavistarskóla
á Akureyri og kynnt-
ist þá krökkum frá
ýmsum landshlutum.
Þar heyrði ég í fyrsta
skipti talað um Reykja-
vík sem Bæinn með stórum staf
og greini. Fyrir mér var Akureyri
Bærinn og ég stóð í þeirri meiningu
að þegar fólk talaði um að fara í
Bæinn væri það að tala um þann bæ
sem væri næstur þeim. Þannig hélt
ég að íbúar austur á Héraði færu til
Egilsstaða þegar þeir færu í bæinn
og Árnesingar færu á Selfoss. Þar-
na á heimavistinni komst ég að því
að svo var ekki. Það vorum bara
við Norðlendingarnir sem vorum
svona stórlátir. Þegar við fórum til
Reykjavíkur fórum við suður – ekki
í bæinn.
Þetta tal um Bæinn olli stundum
misskilningi á heimavistinni. Einu
sinni hringdi síminn á herberginu
mínu og spurt var eftir herbergis-
félaga mínum. Ég svaraði sem satt
var að hún hefði skroppið í bæinn
en kæmi aftur fyrir kvöldmat. Eftir
langa þögn lýsti viðmælandinn undr-
un sinni á því hvað stúlkan væri
að þvælast til Reykjavíkur svona í
miðri viku.
Umræddur viðmælandi var einn
þeirra sem halda ekki aðeins að
Reykjavík sé eini bærinn með greini
heldur líka að allt sem ekki fellur und-
ir bæinn sé eitthvert óráðið svæði
sem heitir einu nafni úti á landi.
Mér leiðist þetta tal um landsbyggð-
ina og höfuðborgarsvæðið sem tvo
ólíka póla. Þessi einfalda skipt-
ing í okkur og hina er hundleiðin-
leg. Hér áður fyrr voru menn frá
Egilsstöðum, Grundarfirði, Breiðdal
og Barðaströnd. Nú hefur málið
verið einfaldað og allt þetta pakk er
einfaldlega utan af landi.
„Hei, þekkir þú ekki hann Böðv-
ar?“ sagði náungi á bar við mig um
daginn þegar í ljós kom að ég var
ekki Reykvíkingur. „Hvaða Böðvar?“
spurði ég. „Hann er frá Ísafirði,“ út-
skýrði viðmælandinn. Ég svaraði
neitandi og bætti því við að sjálf
væri ég að norðan og hefði bara einu
sinni komið til Ísafjarðar á ævinni.
„Já, ég hélt bara að þú þekktir hann
kannski af því hann er utan af landi
eins og þú,“ var svarað.
Rhodos - síðustu sætin
11. ágúst UPPSELT
18. ágúst örfá sæti frá kr. 59.990
25. ágúst örfá sæti frá kr. 39.990
Fuerteventura - síðustu sætin
7. ágúst UPPSELT
14. ágúst 19 sæti frá kr. 39.990
21. ágúst örfá sæti - 2 vikur frá kr. 34.990
Montreal - Kanada - síðustu sætin
9. ágúst UPPSELT
16. ágúst 19 sæti frá kr. 29.990
23. ágúst örfá sæti frá kr. 29.990
30. ágúst örfá sæti frá kr. 29.990
Mallorca - síðustu sætin
10. ágúst UPPSELT
17. ágúst örfá sæti - 2 vikur frá kr. 44.990
24. ágúst nokkur sæti frá kr. 29.990
Costa del Sol - síðustu sætin
8. ágúst UPPSELT
15. ágúst örfá sæti frá kr. 49.990
22. ágúst nokkur sæti frá kr. 39.990
Króatía - síðustu sætin
12. ágúst UPPSELT
19. ágúst örfá sæti frá kr. 39.990
26. ágúst örfá sæti frá kr. 39.990
Alicante - Benidorm - síðustu sætin
9. ágúst 6 sæti frá kr. 14.990
16. ágúst 11 sæti frá kr. 34.990
23. ágúst örfá sæti frá kr. 34.990
30. ágúst nokkur sæti frá kr. 39.990
Barcelona - síðustu sætin
3. ágúst UPPSELT
10. ágúst 6 sæti frá kr. 19.990
17. ágúst 14 sæti - vikuferð frá kr. 49.990
24. ágúst 16 sæti - vikuferð frá kr. 49.090