Fréttablaðið - 07.08.2007, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 07.08.2007, Blaðsíða 38
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Kvikmyndagerðarkonan Dögg Mósesdóttir ætlar að halda alþjóð- lega stuttmynda- og tónlistar- myndbandahátíð á Grundarfirði í febrúar á næsta ári. „Upphaflega hafði ég hugsað mér að hafa hátíð- ina að sumri til, en svo sá ég að yfir sumarið er svo mikið í gangi úti um allt land,“ sagði Dögg, sem nú er búsett í Barcelona. Hún hyggst þó snúa aftur á heimaslóð- ir tveimur mánuðum fyrir hátíð- ina til að leggja lokahönd á verkið og segir ekkert því til fyrirstöðu að kvikmyndahátíð geti verið haldin í eitt þúsund manna byggð- arlagi. „Bransinn þarf ekkert að vera beintengdur höfuðborginni. Mig langar að reyna að fá ferðamenn á staðinn á þessum rólega tíma; Íslendinga, erlenda ferðamenn og þá sem taka þátt í hátíðinni. Svo er Berlínarhátíðin helgina á eftir, þannig að fólk getur tekið kvik- myndahátíðarúnt,“ sagði hún sposk. Dögg stefnir á að gera hátíðina að árlegum viðburði og vill í framtíð- inni hafa fleiri kvikmyndir í fullri lengd. Í vetur verður hins vegar áherslan lögð á stuttmyndir og tónlistarmyndbönd, ásamt einni íslenskri kvikmynd í fullri lengd. „Það hefur aldrei verið alþjóðleg keppni í stuttmyndum og tónlist- armyndböndum á Íslandi áður,“ sagði Dögg, sem hefur sjálf gert nokkur tónlistarmyndbönd og hefur mikinn áhuga á listforminu. „Þau geta verið mjög skapandi og skemmtileg. Og fyrir vikið verður þetta svolítið tónlistarvæn kvik- myndahátíð. Það væri til dæmis mjög gaman ef hljómsveitirnar fylgdu myndböndunum sínum á hátíðina og héldu tónleika,“ bætti hún við. Í alþjóðlegri dómnefnd á Northern- wave verður meðal annars Luis Aller, kennari Daggar þegar hún nam kvikmyndagerð í Barcelona, gagnrýnandi og kvikmynda- gerðarmaður. Hún hefur þar að auki verið í viðræðum við Javier Aguirresarobe, kvikmyndatöku- mann sem er nú við tökur á nýj- ustu mynd Woodys Allen, og fjór- faldan óskarsverðlaunahafa í hljóðvinnslu. Dögg vonast til að dómararnir, sem og leikstjóri íslensku myndarinnar, geti miðlað af reynslu sinni til hátíðargesta. „Mig langar til að geta haft mál- fundi, eða eitthvað í þá átt, þar sem ungir og óreyndir kvikmynda- gerðarmenn geta fengið smá leið- sögn,“ sagði hún. Northernwave stendur yfir frá 31. janúar til 3. febrúar 2008. Heimasíðan northernwave.is, er enn í vinnslu, en nánari upplýsing- ar verða birtar þar á næstu vikum. F í t o n / S Í A Ísfirðingurinn Fjölnir Baldursson kom flestum bæjarbúum í opna skjöldu á dögunum þegar hann ákvað að leggja nýtt, iðagrænt gervigras á hundrað fermetra svæði á lóðinni sinni. „Maður átti í vandamálum með garðinn. Það var svo mikil órækt þegar ég flutti að það lá beint við að gera þetta, því mig langaði að fá sléttan garð og grænan,“ segir Fjölnir, sem borgaði um eina millj- ón bæði fyrir grasið og fleira sem þurfti að laga í garðinum. „Þetta er ekki það mikið verð ef maður hugsar um endingu og annað, ef maður hugsar þrjátíu ár fram í tímann. Það þyrfti fimm eða sex sláttuvélar til að vinna í venjulegu grasi öll þessi ár en þetta er alveg viðhaldsfrítt nema að á fimm ára fresti þarf ég að fara yfir gervi- grasið með sérstakri þvottavél.“ Fjölnir, sem starfar sem kokkur, viðurkennir að vera langt frá því að vera með græna fingur enda myndi vafalítið engum skógrækt- arunnanda láta sér detta annað eins í hug. „Ef það gengur ekki fyrir rafmagni þá kann ég ekki á það.“ Með gervigras í garðinum „Ég er aðallega að hlusta á svona rólega alternative tónlist. Air, Charlotte Gainsbourg, Mass- ive Attack, Boards of Canada, Beck, Goldfrapp, Elbow, Nou- velle Vague og fleira. Klaxons er líka í miklu uppáhaldi hjá mér núna.“ Fyrirsætan Svala Lind Þorvalds- dóttir hefur dvalist í Barcelona í sumar á vegum Eskimo og geng- ið ansi vel að koma sér á kortið í fyrirsætubransanum. Hún hefur setið fyrir í tveimur myndaþátt- um, fyrir blöðin Boulevard í Bar- celona og Thelmu í Madrid, ásamt ýmsum öðrum auglýsingum. Slík- ir myndaþættir eru með eftir- sóknarverðustu verkefnum í fyr- irsætuheiminum, og að sðgn Svölu þar að auki með þeim skemmtilegri. „Ég held að þetta þyki bara gott, svo er mér að minnsta kosti sagt,“ sagði Svala Lind hógvær. „Ég er búin að vera hérna síðan í maí, en byrjaði ekki fyrr en í júní hjá View, sem er spænsk skrifstofa. Verkefnin eru núna svona um tíu,“ útskýrði hún. Fyrirsætuferill Svölu Lindar er þó ansi stuttur. „Ég byrjaði bara á þessu ári hjá Eskimo. Ég var til dæmis í auglýsingu fyrir Símann og svo sat ég fyrir í finnskum sportvörubæklingi,“ sagði hún og hló við. Flest verk- efnin hefur hún þó fengið í Bar- celona, en þar á meðal eru aug- lýsingar fyrir vöruhúsið þekkta El Corte Inglés, og auglýsing fyrir spænska Vogue. Dvöl Svölu Lindar á Spáni er senn á enda, en hún snýr aftur heim 11. ágúst. Þá bíður skóla- bekkurinn, en Svala Lind hefur í haust þriðja námsár sitt við Menntaskólann í Hamrahlíð. „Mér var reyndar sagt að ég ætti möguleika á að fljúga hingað til að vinna, ef ég fæ verkefni, en það verður bara að koma í ljós. Ég verð að minnsta kosti heima í vetur,“ sagði Svala Lind. Fyrirsæta á framabraut í Barcelona

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.