Fréttablaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 4
 Tveir menn brenndust á höndum í heitavatnsleka í gamla Morgunblaðshúsinu í gærmorg- un. Mennirnir voru að vinna í húsinu þegar óhappið varð. Slökkviliðið var kallað á vettvang um klukkan hálf ellefu en þá flæddi vatn um 40 fermetra svæði á fyrstu hæðinni. Að sögn læknis á slysadeild fékk annar mannanna að fara heim að lokinni skoðun. Hinn hlaut annars stigs bruna á báðum höndum og var lagður inn. Ástand hans var ekki alvarlegt og hann mun að líkindum ná sér að fullu. Brenndust í heitavatnsleka Tilvalið í ferðalagið Án viðbætts salts!Án viðbætts sykurs! Kjarngóð næring í þægilegum umbúðum barnamatur.is Meira en fimm hundruð lík höfðu í gær fundist á jarð- skjálftasvæðunum í Perú og var búist við því að tala látinna myndi hækka enn. Stjórnvöld í Perú voru gagnrýnd fyrir það hve hjálpin berst hægt til hamfarasvæðanna. Alan Garcia, forseti Perú, segist þó bjartsýnn og lofar því að eng- inn þurfi að líða skort. „Enginn mun deyja úr hungri eða þorsta,“ sagði hann, og bætti við að eftir tíu daga verði ástandið farið að nálgast það sem venjulegt þykir. Hann tók þó fram að allt uppbyggingarstarf eftir jarð- skjálftann seint á miðvikudags- kvöld muni taka miklu lengri tíma. Skjálftinn mældist 8 stig á Richter-kvarða og eyðileggingin var mest í borginni Ica og þorpinu Pisco þar skammt frá. Ica og Pisco standa í eyðimörk um það bil 200 kílómetra suðaustur af höfuðborg- inni Lima. Í hafnarborginni Pisco var hvert líkið á fætur öðru borið út úr kirkj- unni San Clemente og þeim raðað upp á torginu fyrir framan. Síð- degis voru líkin þar orðin 60. Bæjarstjórinn í Pisco segir að um 200 manns hafi verið við messu í kirkjunni þegar jarðskjálftinn reið yfir. Messan var nýbyrjuð þegar allt fór að nötra og stóð skjálftinn yfir í tvær mínútur. Ein- ungis tvær súlur og hvolfþak kirkjunnar stóðu upp úr rústunum eftir að hamfarirnar höfðu gengið yfir. Björgunarfólk leitaði í gær að fólki í rústunum. Líkurnar á því að einhver finnist á lífi minnka hratt með hverjum deginum sem líður. „Við missum vonina um að finna nokkurn á lífi eftir að 24 klukku- tímar eru liðnir,“ sagði Carlos Val- lejos, heilbrigðisráðherra lands- ins, þar sem hann stóð fyrir utan kirkjurústirnar í Pisco. Bandaríkin, Sameinuðu þjóðirn- ar, Rauði krossinn og Evrópusam- bandið hafa veitt fé til hjálpar- starfsins og sent tjöld, vatn, lyf og aðrar nauðsynjar á staðinn. Stjórnvöld í Perú sendu lög- regluþjóna, hermenn og lækna á svæðið eins hratt og unnt var, en umferðin gekk hægt vegna þess að stórar sprungur eru víða á þjóð- vegum í Perú auk þess sem raf- magnsmöstur liggja sums staðar þvert yfir vegina. Læknar í Perú hættu í verkfalli til þess að taka þátt í björgunarstarfinu. Hjálpin berst hægt til jarðskjálftasvæða Meira en 500 lík höfðu fundist á jarðskjálftasvæðunum í Perú í gær. Ættingjar leita látinna ástvina. Forseti Perú lofar því að enginn þurfi að líða skort. Reykvískur karl- maður sætir nú yfirheyrslum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir að fíkniefni fundust heima hjá honum. Það var um hálffjögur í fyrrinótt sem lögregla hafði afskipti af manninum þar sem hann var utan dyra í Þingholtun- um. Hann var vistaður í fanga- geymslum í framhaldi af því. Við húsleit, að fengnum úrskurði, fannst á heimili mannsins eitthvað af fíkniefnum og meint þýfi. Lögreglan rannsakar málið en umræddur maður hefur komið við sögu áður vegna afbrota. Í yfirheyrslum vegna fíkniefna Framkvæmdir við vatnsveitu leiddu til þess að Harald Haraldsson, bóndi á Svarfhóli í Laxárdal, skammt frá Búðardal, fann heillegan spjótsodd á dögun- um. Ekki er vitað um aldur oddsins, en hann hefur nú verið sendur á Þjóðminjasafnið. „Við vorum að grafa ofan í uppsprettu til að setja niður brunn, við sáum oddinn þegar hann kom upp í skóflunni. Hann var ryðgaður, en samt ótrúlega heill,“ segir Harald. Hann segir að augljóst hafi verið að þarna hafi verið eitthvað merkilegt á ferð, og að oddurinn væri gamall. „Mig dreymdi svo nóttina eftir karl með skaftið, sem vantaði oddinn á, en hann kynnti sig ekki,“ segir Har- ald. Hann hafði samband við Fornleifavernd ríkisins. „Ég passaði mig bara að setja brunninn niður fyrst svo þeir gætu ekki stoppað það af,“ segir Harald. Magnús A. Sigurðsson, minjavörður á Vesturlandi, sótti oddinn. Hann segir ólíklegt að fleiri fornminjar leynist í jörð þar sem oddurinn fannst, auk þess sé nú búið að raska svæðinu svo mikið að ekki sé hægt að ganga úr skugga um það. Hann segir að mögulega hafi einhver fornmaður brot- ið spjótið sitt, eða oddurinn endað á þessum stað fyrir einhverjar sakir, en ólíklegt er að þarna hafi verið kuml. Oddurinn sé líklega frá miðöldum, og hann verður ald- ursgreindur á Þjóðminjasafninu. Þriðju kynslóðar farsímakerfi Símans verður tekið í notkun í næstu viku. Þetta kemur fram á bloggsíðu Símans en Linda Waage upplýsingafull- trúi vildi ekki staðfesta hvenær kerfið yrði opnað fyrir við- skiptavini fyrirtækisins. Starfsfólk Símans fékk forskot á sæluna og bauðst í vikunni aðgangur að kerfinu til reynslu. Fyrirtækið hefur í sumar sett upp um hundrað senda á höfuðborgarsvæðinu og allt til Keflavíkur. Þriðju kynslóðar farsímakerf- ið býður upp á margfalt meiri gagnaflutning en býðst í venjulegu farsímakerfi. Þriðja kynslóðin komin í gagnið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.