Fréttablaðið - 18.08.2007, Page 6

Fréttablaðið - 18.08.2007, Page 6
Ber Sturla Böðvarsson ábyrgð- ina í Grímseyjarferjumálinu? Ertu fylgjandi bílastæðagjöld- um við skóla í Reykjavíkurborg? „Ísland er með fyrir- vara við þessi ákvæði. Og að því leytinu til erum við ekki að brjóta gegn neinu sem við höfum skuld- bundið okkur til,“ segir Björg Thorarensen, lagaprófessor við Háskóla Íslands. Fimmtán ára síbrotapiltur, sem í fyrradag var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir ýmis afbrot, þar á meðal lífshættulega líkamsárás á leigubílstjóra, situr nú í gæsluvarðhaldi í Hegningar- húsinu við Skólavörðustíg. Hann mun afplána dóminn á Kvía- bryggju. Í tveimur helstu helstu mann- réttindasamningum Sameinuðu þjóðanna kemur fram að ófull- veðja afbrotamenn megi ekki afplána refsivist með fullorðnum. Hér á landi eru þeir ófullveðja sem ekki hafa náð átján ára aldri. Björg segir Íslendinga hafa sett fyrirvara við báða þessa samn- inga hvað þetta málefni varðar. „Sameinuðu þjóðirnar geta ekki gert annað en að hvetja okkur til að aflétta fyrirvaranum og það hafa þær gert.“ Björg segir rök íslenska ríkis- ins fyrir fyrirvaranum vera þau að hér á landi séu engin sérstök unglingafangelsi eins og í nágrannalöndunum. Hún bendir á að litið sé á hvert og eitt tilvik og það segi í lögum um refsifulln- ustu að tekið skuli tillit til aldurs við afplánun. Auk árásinnar á leigubílstjór- ann var pilturinn dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot, þjófnaði, inn- brot og umferðarlagabrot. Piltur- inn hlaut tuttugu mánaða óskil- orðsbundinn fangelsisdóm í síðasta mánuði fyrir ýmis afbrot, og var það þyngsti dómur sem svo ungur maður hefur hlotið hérlendis. Árásin á leigubílstjórann átti sér stað aðfaranótt föstudagsins 27. apríl sl. þegar pilturinn tók sér far með leigubíl, í félagi við annan pilt. Báðir voru þeir peningalausir. Þegar bíllinn hafði numið staðar í Stakkholti í Reykjavík sló sá fimmtán ára leigubílstjórann tvisvar í höfuðið með klaufhamri. Maðurinn höfuðkúpubrotnaði og hlaut fleiri áverka. Haft er eftir lækni að ekki þurfi að koma á óvart að maðurinn finni til minnisskerð- ingar eftir atlöguna. Þá kemur fram að maðurinn treysti sér ekki lengur til að aka með farþega. Pilturinn neitaði að hafa ætlað að ræna leigubílstjórann. Hann neitaði jafnframt að hafa krafið hann um peninga. Dómurinn taldi hins vegar sannað með skýrslum vitna að pilturinn hefði verið í ránshugleiðingum dagana fyrir atburðinn. Í dómsniðurstöðu kom fram að árás piltsins hefði verið stórhættuleg og „hefði hæglega getað leitt til bana“. Pilturinn hafði áður hlotið þrjá refsidóma. Hann hlaut 20 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í júlí fyrir fjölda afbrota, meðal annars þrjú vopnuð rán og fyrir að hafa reynt að stela hraðbanka. Þá hefur hann hlotið tvo skilorðsbundna dóma á árinu. Refsing hans nú kom til hegningarauka. Hann hafði setið í gæsluvarðhaldi í 111 daga þegar dómurinn var kveðinn upp, og dragast þeir frá refsing- unni. Unglingur afplánar dóm á Kvíabryggju Fimmtán ára síbrotadrengur mun afplána fangelsisdóm á Kvíabryggju innan um fullorðna fanga. Það brýtur í bága við mannréttindasamninga SÞ en Íslend- ingar hafa sett fyrirvara við þá vegna þess að hér er ekkert unglingafangelsi. Eigendur chihuahua- tíkur sem drepin var, af bull- mastiff-tík, við Rauðavatn fyrr í vikunni ætla að kæra drápið á henni til lögreglu. „Við vorum á göngu með Seru Sól við Rauðavatn,“ segir Halldóra Lind Guðlaugsdóttir, en systir hennar Guðrún átti tíkina. „Þarna voru fjórir írskir setter-hundar, en bullmastiff-tíkin var á bak við þá, þannig að við sáum hana ekki strax. Allt í einu var hún komin, stökk á Seru Sól og kramdi hana til bana með kjaftinum. Þegar loks- ins tókst að losa okkar tík frá hinni datt hún niður dauð. Hún var með brotin bein og henni fossblæddi. Við fórum samt með hana til dýra- læknis því við vildum ekki trúa því að tíkin okkar væri dáin.“ Halldóra Lind segir að Sera Sól hafi staðið sig vel á hundasýning- um og því sé þetta mikill missir fyrir stofninn. Það sé þó ekkert miðað við þann missi sem fjöl- skyldan hafi orðið fyrir. Systir hennar hafi fengið Seru Sól í ferm- ingargjöf fyrir þremur árum og þær hefðu verið búnar að sofa á sama kodda í þann tíma þegar svona fór. „Ég harma það mjög og er miður mín yfir að þetta skyldi hafa átt sér stað,“ segir Björn Ólafur Árna- son eigandi bullmastiff-tíkurinn- ar. „Vissulega er hugur minn hjá eigendum chihuahua-tíkarinnar. Ég mun draga minn lærdóm af þessu hryllilega atviki. Svona nokkuð hefur aldrei hent áður, hvað varðar mína tík, og ég mun sjá til þess að slíkt komi ekki fyrir aftur. Kennaralið Ísaksskóla er fullmannað segir Edda Huld Sigurðardóttir skólastjóri hans. „Hér eru allar stöður mannaðar; bæði stöður kenn- ara, skólaliða og annarra. Það er enginn hörgull á starfsfólki sem vill vinna hjá okkur,“ segir Edda Huld og bætir því við aðspurð að yfirvöld skólans hafi þurft að vísa fólki frá sem leitað hefur eftir vinnu. Skólastjórinn segir að það sé mikið áhyggjuefni að það vanti starfsfólk í grunnskólana í landinu. „Auð- vitað setur þetta foreldra í klemmu því þeir vita ekki hvað bíður barnanna þeirra. Sem betur fer er þetta ástand sem við þekkjum ekki hérna í Ísaksskóla,“ segir Edda Huld. Ein veigamikil breyting hefur verið gerð á starf- semi Ísaksskóla frá því á síðasta ári að sögn Eddu Huldar. „Við ætlum í fyrsta skipti að kenna nemend- um í fjórða bekk: níu ára börnum. Þau geta þá lokið yngsta skólastiginu hér hjá okkur. En hingað til höfum við eingöngu kennt börnum frá fimm til átta ára aldurs.“ Edda Huld segir að foreldrar barna í skólanum hafi beðið um að þessi breyting yrði gerð í mörg ár. „Nú geta börnin lokið samræmdum prófum í íslensku og stærðfræði í níu ára bekk hér í skólan- um og farið svo í aðra skóla.“ Allar stöður eru mannaðar Þýskur dómstóll ákvað í gær að gefa fyrrverandi meðlim hryðjuverkasamtakanna Rauðu herdeildarinnar, einnig þekkt sem Baader-Meinhof, skilorðslausn úr fangelsi. Eva Haule, sem er 53 ára, hefur afplánað 21 ár af lífstíðardómi sem hún hlaut fyrir morð á tvítugum bandarískum hermanni og sprengingu í bandarískri herstöð árið 1984. Tveir Banda- ríkjamenn létust í sprengingunni og 23 særðust. Dómstóllinn sagði úrskurðinn meðal annars byggja á samvinnu hennar við að leysa upp samtökin árið 1998. Meðlim Baader- Meinhof sleppt

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.