Fréttablaðið - 18.08.2007, Síða 12

Fréttablaðið - 18.08.2007, Síða 12
 Aðalfundur Skóg- ræktarfélags Íslands er haldinn á Egilsstöðum um helgina. Meðal hápunkta fundarins er krýning á tré ársins, sem fer fram í dag. „Það er mikil og góð stemning hér í vöggu skógræktar á Íslandi,“ segir Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélagsins. „Það voru 200 manns mættir til að hlusta á ávörp og kynn- ingu skýrslna á föstudagsmorg- un.“ Aðalfundurinn heldur áfram í dag og lýkur á morgun með kosningu í stjórnir. Tré ársins krýnt í dag Íslenskir læknar, sérhæfðir í bráða- þjónustu, ættu að vera þrjátíu, samkvæmt bandarísk- um stöðlum sem Landspítalinn miðar við. Á landinu er hins vegar að störfum einn sérhæfður bráðalæknir, að sögn Más Kristjánssonar, sviðsstjóra á Landspítalanum. Tveir bráðalæknar eru erlendis í námi. Bráðalæknisþjónusta er afar mikilvæg Íslending- um, því hér eru byggðir landsins dreifðar og veður viðsjál, að mati spítalans. Hún er hins vegar sú grein læknisvísinda sem hlutfallslega fæstir sérfræðingar starfa við á Íslandi. Þetta kemur fram í fylgiskjali með bréfi Magnúsar Péturssonar, forstjóra Landspítalans, sem hann sendi utanríkisráðuneyti í maí þar sem reifaðar voru hugmyndir um nýja miðstöð bráðaþjónustu á Norður- Atlantshafinu. Bráðalæknar þjóna til dæmis Landhelgisgæslunni. Hún starfrækir tvo neyðarhópa til að manna tvær björgunarþyrlur. Landhelgisgæslan kaupir eitt stöðugildi bráðalæknis af Landspítalanum og er staðan nýtt á báðar vaktirnar. Vantar tæplega þrjátíu lækna Þrír björgunarmenn létust og sex slösuðust þegar göng hrundu yfir þá þegar þeir voru að reyna að ná til sex námumanna sem hafa setið fastir í námu sem hrundi fyrir ellefu dögum í Utah í Banda- ríkjunum. Þrýstingur í göngunum sem olli því að kol skutust út úr gangaveggj- um af miklu afli varð til þess að göngin hrundu að sögn yfirvalda. Talin er að hrun námunnar fyrir ellefu dögum eigi sér sömu orsakir. Ekki er vitað hvort námumennirnir sex sem lokuðust þá inni séu enn á lífi því ekki hefur tekist að ná sambandi við þá. Þrír létust „Ég náttúrulega bara fraus, ég vissi ekki hvað var að gerast,“ segir Ólöf Halldóra Þór- arinsdóttir. Ólöf var fulltrúi Íslands í skrúðgöngu í bænum Novi Sad í Serbíu í síðasta mánuði. Hópur nýnasista réðist á gesti skrúðgöngunnar, hrópaði niðrandi orð um aðra kynþætti og gekk í skrokk á viðstöddum. „Við vorum fimmtíu manns í skrúðgöngunni, frá næstum öllum löndum Evrópu að kynna herferð- ina „All Different All Equal“,“ segir Ólöf. „Við vorum að ganga í gegnum garð og þá komu þeir, tíu nýnasistar, og réðust á okkur.“ Ólöf segir að árásarmennirnir hafi birst án fyrirvara. „Þeir réð- ust sérstaklega á þá sem voru skrautlega klæddir og hrintu tveimur sem gengu á stultum svo að þeir slösuðust.“ Ungur ísraelsk- ur karlmaður varð fyrir áverkum og missti minnið tímabundið. Hann var fluttur á sjúkrahús. Ólöf slapp við barsmíðar. Ólöfu grunar að árásarmennirn- ir hafi haldið þetta vera Gay Pride göngu. „Einn vinur minn hrópaði „þetta er ekki Gay Pride!“ í von um að þeir hættu,“ segir Ólöf. „Eina manneskjan sem þorði að gera eitthvað var gömul kona sem hljóp eftir þeim með staf á lofti,“ segir Ólöf. „Margir fóru bara að gráta og Serbarnir sem voru að stýra þessu voru gríðarlega leiðir yfir þessu.“ Fimm menn voru handteknir vegna árásarinnar og fengu þrír þeirra 40 daga fangelsisdóm hver. Ákærur gegn hinum tveimur voru felldar niður. „All Different All Equal“ verk- efninu er stýrt af Evrópuráðinu. 46 lönd taka þátt og markmiðið er að hvetja fólk til að horfast í augu við fordóma, virða mannréttindi og taka virkan þátt í samfélaginu. „Það má vel sjá þörfina fyrir þessu verkefni og þessi árás er dæmigerð fyrir hvað það eru margir í heiminum sem virða ekki jafnrétti og fjölbreytileika,“ segir Ólöf. „Við vorum ákveðin að láta þetta ekki hafa áhrif á okkur og héldum aftur skrúðgöngu daginn eftir. Þá gekk bara rosalega vel, fólk flykkt- ist að.“ Ólöf segir þó að hætt hafi verið við skrúðgöngu sem átti að fara fram nokkrum dögum seinna. „Við höfðum frétt það af heimasíðu sem nýnasistarnir eru með að þeir væru að safna í lið til að koma og ráðast á okkur aftur.“ Varð fyrir árás ný- nasista í skrúðgöngu Ólöf Halldóra Þórarinsdóttir gekk í skrúðgöngu í Serbíu sem varð fyrir árás hóps nýnasista. Árásarmennirnir hrópuðu kynþáttaóhróður, gengu í skrokk á við- stöddum og hrintu fólki af stultum. Ólöf slapp, en einn var lagður inn á spítala. „Ég er að klára að mála núna en ég byrjaði að gera upp húsið í septemberlok 2005,“ segir Sig- urður Sigurðsson, fyrrverandi eigandi Bergstaðastrætis 19. Sigurður tók við viðurkenningu fegrunarnefndar Reykjavíkur- borgar í móttöku í Höfða í gær fyrir endurgerð á húsinu. Bergstaðastræti 19 var byggt árið 1896 og dæmt ónýtt árið 1992. Húsið er á tveimur hæðum og er hvor hæð sextíu og fimm fermetrar. Sigurður hefur selt báðar hæð- irnar og er nú að gera upp hús á Vesturgötu sem var byggt árið 1882. Húsið þykir góður vitnis- burður um alþýðuhíbýli um alda- mótin 1900. Reykjavíkurborg hefur staðið að fegrunarviðurkenningum í ríf- lega hálfa öld. Viðurkenningar eru fyrir lóðir og vel uppgerð eldri hús. Skipulagsráð Reykja- víkurborgar veitir viðurkenning- arnar eftir tilnefningar frá vinnu- hópi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.