Fréttablaðið - 18.08.2007, Side 24
Sóknarfæri með breyttri sýn
Áfundi leikskólaráðs á mið-vikudaginn var samþykkt til-
laga frá Vinstri grænum sem
markaði tímamót í ýmsum skiln-
ingi. Í tillögunni fólust tilmæli
um að nýta ákvæði kjarasamn-
ings til tímabundinna greiðslna
til að bregðast við tímabundnum
aðstæðum á vinnumarkaði sem
leiða af sér meira starfsálag. Á
fundi Íþrótta- og tómstundaráðs í
gær var svo samþykkt tillaga
ráðsins um að nýta launaramm-
ann með svipuðum hætti, mögu-
lega með álagsgreiðslum til þess
starfsfólks sem starfar á frí-
stundaheimilum undir miklu álagi
sömuleiðis. Var tillögunni vísað
til meðferðar í samráðshópi borg-
arstjóra um starfsmannaeklu í
grunnskólum, leikskólum, frí-
stundaheimilum og á velferðar-
sviði.
Á leikskólum Reykjavíkur er auk
leikskólakennara fjöldi starfs-
manna sem á aðild að samningum
Reykjavíkurborgar við Eflingu
og önnur stéttarfélög. Það má
öllum vera ljóst að álagið á starfs-
fólk leikskólanna er gríðarlegt
við þær aðstæður sem nú er uppi
og gildir þá einu í hvaða stéttarfé-
lagi fólk er. Á umræddum fundi
Leikskólaráðs var aðeins samn-
ingur Félags leikskólakennara til
umfjöllunar en má ljóst vera að í
þeirri þverpólitísku samstöðu
sem náðist á fundinum fólst við-
urkenning á álaginu á allt starfs-
fólk leikskólanna og vilji til að
koma til móts við það með ein-
hverjum þeim hætti sem rúmast
innan launarammans.
Því ber að fagna að borgaryfir-
völd vilja koma til móts við sitt
starfsfólk að þessu leyti og sér-
staklega þeim kjarki sem kom
fram á fundi leikskólaráðs þegar
samþykkt var að kjaramálin væru
tekin þar á dagskrá. Það er afar
brýnt að stjórnmálamenn láti sig
kjaramálin varða og átti sig á og
viðurkenni þá staðreynd að þau
verða ekki rofin úr samhengi við
umræðu um þjónustu borgarinn-
ar, faglega umræðu og aðra þætti
sem ræddir eru á fundum fagr-
áða. Starfsfólk borgarinnar þarf
að búa við gott og stöðugt starfs-
umhverfi til að geta rækt sitt
starf og til að borgin geti verið
stolt af þeirri þjónustu sem hún
veitir ekki síst við börn og ung-
menni.
Á umræddum fundi leikskólaráðs
var sömuleiðis samþykkt tillaga
um að kalla eftir upplýsingum um
allar launagreiðslur borgarinnar,
samkvæmt taxta, yfirvinnu-
greiðslur og aðrar greiðslur skipt
eftir sviðum. Það er afar brýnt að
allar upplýsingar um launamál
séu hiklaust uppi á borðinu því að
á grundvelli upplýsinga er unnt
að ræða málin, gera tillögur til
úrbóta og horfa til framtíðar.
Laun eru einn stærsti útgjaldalið-
ur borgarinnar og þáttur sem
stjórnmálamenn eiga að láta sig
varða, hvernig þeim er skipt með
tilliti til starfsstétta, kynja og svo
framvegis.
Það sóknarfæri sem myndaðist á
fundi leikskólaráðs fyrir alla sem
vilja betri kjör, betri borg og betri
þjónustu eigum við öll að nýta
okkur, stéttarfélög, stjórnmála-
menn og borgarbúar allir. Með
opinni kjaraumræðu með fullri
þátttöku stjórnmálanna komumst
við lengra fram á veginn í þágu
barnanna og framtíðarinnar.
Helga Björg er full-
trúi VG í leikskólaráði og
Svandís borgarfulltrúi VG.
Sú staða sem upp er komin vegna mann-
eklu bæði í leikskólum og
grunnskólum borgarinn-
ar kallar á tafarlausar
aðgerðir borgaryfirvalda.
Nauðsynlegt er að halda
góðri samstöðu meðal
þeirra starfsmanna sem
þegar eru við störf og
tryggja nauðsynlega þjónustu. Vill-
andi umræða hefur verið í fjölmiðl-
um í kjölfar samþykktar Leikskóla-
ráðs um álagsgreiðslur vegna
manneklu á leikskólum borgarinn-
ar. Ég, sem talsmaður Samfylking-
arinnar í málefnum leikskóla, vil
taka fram að ekki er minnst á það í
samþykkt leikskólaráðs að einungis
þeir leikskólar sem hafi úr afgangi á
fjárhagsáætlun að spila geti nýtt sér
álagsgreiðslurnar. Sú túlkun er höfð
eftir Ragnhildi Erlu Bjarnadóttur,
sviðstjóra leikskólasviðs Reykja-
víkur á Mbl.is að fundinum loknum.
Það hlýtur að vera það álag sem
skapast á leikskóla sem
ákvarðar álagsgreiðsl-
urnar, ekki hvort við-
komandi skóli á rekstr-
arafgang eða ekki. Það
að halda úti fullri starf-
semi leikskóla í viðvar-
andi manneklu er mjög
kostnaðarsamt, til
dæmis vegna yfirvinnu
og meiri afleysinga.
Því er ekkert samasem
merki milli þess að
leikskóli eigi við mann-
eklu að stríða og að hann eigi afgang
af fjárveitingu.
Á leikskólum Reykjavíkur er
hátt í 60% starfsfólks ekki með
leikskólakennaramenntun. Það
starfsfólk á stóran þátt í því að að
halda úti frábæru starfi leikskól-
anna og er ómetanlegt. Því starfs-
fólki verður einnig að umbuna á
álagstímum en Samfylkingin fylgdi
þessu eftir með fyrirspurn í borg-
arráði daginn eftir fund leikskóla-
ráðs.
Í stjórn ÍTR á föstudag lögðu
fulltrúar Samfylkingarinnar fram
tillögu sem samþykkt var sam-
hljóða, um að því verði beint til
starfshóps borgarstjóra um starfs-
mannaeklu í skólum og frístunda-
heimilum að kannaður verði sá
möguleiki að greiða námsmönnum
við störf á frístundaheimilum
námsstyrki. Greiðslur námsstyrkja
gætu verið í lok vetrar, þegar
starfsmaður hefur bæði unnið vet-
urinn á frístundaheimilinu og lokið
námsönn. Með þessu væri bæði
farin ný og uppbyggileg leið í að
laða að starfsfólk auk þess sem
stöðugleiki í starfi frístundaheimil-
anna yfir veturinn væri enn frekar
tryggður. Hugsanlegt er að nýta
þessa leið einnig á leikskólunum og
laða þannig námsmenn í hlutastörf
t.d. í svokallaðar skilastöður seinni-
part dags. Samfylkingin lítur svo á
að skólar, hvort sem er leik- eða
grunnskólar séu grunnstoðir sam-
félagsins. Borgaryfirvöldum ber
að leysa þann brýna vanda sem nú
hefur skapast með öllum tiltækum
ráðum, í sátt við þá sem þar starfa
og án þess að þjónustuskerðing
bitni á börnunum í borginni.
Höfundur er borgarfulltrúi
Samfylkingar..
Það var í maí s.l. að nokkrir íbúar
Nónhæðar komust að
því fyrir tilviljun að
innan tíðar stæði til
að hefja umfangs-
miklar byggingar-
framkvæmdir á lóð-
unum Arnarsmára 32
og 36 (efst á Nón-
hæð). Skipulagsstjóri
Kópavogs hafði þá unnið að því
verkefni um nokkurra ára skeið, í
samstarfi við tvo verktaka, að
skipuleggja um 800 manna byggð á
lóðunum.
Samkvæmt núgildandi aðalskipu-
lagi eru lóðirnar sem hér um ræðir
annars vegar skilgreindar sem úti-
vistar- og þjónustusvæði og hins-
vegar sem verslunar- og útivistar-
svæði. Skipulagsyfirvöld bæjarins
verða því að leggja til breytingar á
núgildandi aðalskipulagi til þess að
hægt verði að koma þessum áætl-
unum í framkvæmd.
Eftir að allmargir íbúar höfðu
komið skýrum skilaboðum á fram-
færi til bæjarfulltrúa um andstöðu
við þessar fyrirætlanir var haldinn
kynningarfundur til þess að kynna
framkomnar skipulagstillögur. Fund-
urinn var haldinn seinnihluta júní,
þegar margir íbúar voru í sumarfríi,
en þrátt fyrir það var mæting íbúa
einstaklega góð og skilaboð gegn
þessum áformum voru mjög skýr.
Íbúum Smárahverfis var gerð grein
fyrir því að fyrirliggjandi tillögur
yrðu ekki auglýstar með lögform-
legum hætti fyrr en þeir hefðu gert
við þær athugasemdir og þær end-
urskoðaðar. Frestur til að skila inn
athugasemdum var gefinn til 20.
ágúst n.k. Þær athugasemdir sem
íbúar eru nú að vinna að hafa í raun
ekkert lögformlegt gildi þar sem
þessi aðferð hjá bæjaryfirvöldum á
sér ekki stoð í lögum eða reglugerð-
um og þau þurfa ekki að taka tillit
til þeirra.
Það vakti furðu undirritaðs á þessum
fundi að Kópavogsbær hafði ekki
gert neinar áætlanir um hvernig
hægt væri að leysa þau vandamál
sem augljóslega koma upp þegar
mikil viðbótarbyggð er
skipulögð í grónu hverfi.
Hér á ég við að ekki lágu
fyrir tillögur um lausn á
t.d. umferðarmálum,
umferðarhávaða og loft-
mengun. Verktakar lögðu
fram gögn þar um þótt
þau væru í raun ekki full-
nægjandi en þar var þó
farið yfir þessi mál. Full-
trúar Kópavogsbæjar
voru tvísaga þegar kom
að því að ræða um
umferðarleiðir á svæð-
inu. Í öðru orðinu var sagt að á Arn-
arsmára 36 ætti að vera húsagata en
í hinu var sagt að sú gata myndi nýt-
ast sem tengibraut á milli Arnar-
smára og Smárahvammsvegar til að
létta á umferð um Arnarsmára. Það
vita þeir sem að umferðarmálum
vinna að slíkt gengur ekki!
Það er óskiljanlegt að bæjaryfir-
völdum skuli leyfast að leggja fram
deiliskipulagstillögur um þéttingu
núverandi byggðar án þess að gera
grein fyrir því hvernig ýmis mál s.
s. umferðar- og mengunarmál verði
leyst þannig að núverandi íbúar
geti við unað. Ég tel nauðsynlegt að
skipulags- og byggingarlög og
reglugerðir verði að kveða á um
það að öll slík mál séu leyst áður en
komið geti til álita að leggja deili-
skipulagstillögur fram.
Varnarlína íbúa í Smárahverfi ofan
Fífuhvammsvegar er að tryggja að
núgildandi aðalskipulag svæðisins
gildi. Án breytinga á því hafa bæj-
aryfirvöld ekki möguleika á að gera
breytingar á deiliskipulagi svæðis-
ins. Nónhæð er mjög verðmætt úti-
vistarsvæði sem gæti tengt saman
eða myndað eins konar grænan
trefil sem næði frá vesturbæ Kópa-
vogs um Nónhæð og Hnoðraholt
upp að Vatnsenda. Eins og er virðist
útivistarfólk ekki eiga annarra
kosta völ en að fara um gatnamót
Fífuhvammsvegar og Reykjanes-
brautar. Þar er nú verið að hefja
byggingu umferðarmannvirkja yfir
Fífuhvammsveg og umferð þar
mun aukast verulega í framtíðinni
sem leiðir til þess að það verður lítt
spennandi göngusvæði.
Íbúasamtök í Smárahverfi ofan
Fífuhvammsvegar voru stofnuð
þann 9. ágúst s.l. og er markmið
þeirra að standa vörð um gildandi
aðalskipulag svæðisins á Nónhæð
með hagsmuni íbúa að leiðarljósi.
Samtökin standa nú að söfnun und-
irskrifta til að mótmæla fyrirhug-
uðum breytingum á gildandi aðal-
skipulagi. Við hvetjum alla þá sem
láta málið sig varða til að skrifa sig
á listann sem síðan verður afhentur
bæjarstjóra Kópavogs mánudaginn
20. ágúst n.k. Heimasíða samtak-
anna er: www.orion.is/non.
Höfundur er formaður íbúasam-
takanna Betri Nónhæð.
Stöndum vörð
um Nónhæð
Mannekla í leik- og grunnskólum
Fjöldi þeirra sem er 50 ára og eldri fer vaxandi í þjóðfélaginu. Fleiri og fleiri gera sér grein
fyrir hversu mikilvægt það er að halda góðri heilsu, bæði til að geta unnið eins lengi og
unnt er og ekki síður til að bæta lífi við árin. Það er aldrei of seint að byrja og fjöldi
rannsókna á hreyfingu og lífsstíl fólks eldra en 50 ára benda til þess að það margborgar
sig að huga vel að heilsunni. Þeir sem það gera lifa bæði lengur og lífsgæði þeirra aukast.
Hvað veist þú um þjálfun eldra fólks?
Mánudaginn 20. ágúst og þriðjudaginn 21. ágúst 2007
kemur hingað til lands á vegum World Class kanadískur
sérfræðingur, Mary Beavan-Kuipers, sem hefur sérhæft
sig í þjálfun og lífsstíl eldri aldurshópa. Hún mun sjá um
námskeið, bæði fræðslu og verklegar æfingar, fyrir allt
áhugafólk um þjálfun eldri aldurshópa í World Class í
Laugum. Einnig mun Janus Guðlaugsson M.Ed
íþróttafræðingur og doktorsnemi kynna niðurstöður
meistararannsóknar sinnar 2005 og eftirfylgnirannsóknar
á eldri aldurhópum á Íslandi sem gerð var tæpum
tveimur árum síðar (2006) á sama hópi.
Mjög spennandi námskeið fyrir heilbrigðisstarfsfólk,
íþróttakennara, einkaþjálfara og áhugafólk um fólk og
heilsu.
Námskeiðsgjald kr. 14.500. Afsláttur veittur fyrir hópa
Skráning er hafin í afgreiðslu World Class í Laugum, í síma 553-0000
og hjá Gígju Þórðardóttur – gigja@worldclass.is
Dagskrá: 20. ágúst kl: 17.30-22 • 21. ágúst kl: 17.30-21