Fréttablaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 18.08.2007, Blaðsíða 37
Ólafur Rögnvaldsson veðurfræðingur ekur um á athyglisverðum bíl sem hann hefur látið breyta eftir sínu höfði. Bíllinn hans Ólafs er Dodge Magnum RT og var keyptur nýr í júní í fyrra. Þegar kíkt er á skottið sést þar bara hrútur sem er merki Dodge. „Við fjarlægð- um allar merkingar aftan af honum nema Dodge- merkið. Óþarfi að vera með heila bók þar,“ segir Ólafur þegar haft er orð á þessu atriði. „Ég var ekki allskostar ánægður með bílinn þegar ég fékk hann svo ég flutti inn aukahluti frá Banda- ríkjunum og fékk Sveinbjörn Guðmundsson hjá Bílmálningu ehf. í Hafnarfirði til að hjálpa mér að breyta honum. Það tók okkur sennilega um sex mánuði.“ Ólafur kveðst hafa byrjað á að setja nýjar stífur undir bílinn bæði að framan og aftan. „Dodginn var mjög amerískur og dúaði í fimm mínútur eftir að farið var yfir hraðahindranirnar,“ segir hann og heldur áfram. „Upphaflega var hann silfurgrár en Sveinbjörn sprautaði allan efri hlutann svartan ásamt dökkrauðri rönd á litamótunum. Ennfremur var bíllinn heilglæraður til að lágmarka hnökra á litamótum. Að auki voru settar öflugri bremsur að framan og nýtt húdd sem beinir loftinu inn í loftinn- tak vélarinnar, sem líka var endurnýjað. Loks voru settar í hann flækjur og sverara púst til að auka aflið, en pústið var sérsmíðað hjá BJB í Hafnarfirði. Til að kóróna allt saman voru settar undir hann 22“ svartkrómaðar felgur ásamt endurforritun á akst- urstölvu og samlitaðir bakkskynjarar.“ Hver skyldi svo hestaflafjöldi farartækisins vera að loknum aðgerðunum? „Varlega áætlað bætti bíll- inn við sig um 25 hestöflum en óbreytt er vélin skráð 340 hestöfl. Við vitum hins vegar ekki hverju hann bætti við sig í togi.“ Ólafur hlær þegar hann er spurð- ur hvort hann hafi eitthvað við allan þennan kraft að gera og svarar: „Það er mjög mikilvægt að komast fljótt upp í löglegan hraða á milli ljósa!“ Bara Dodge-merkið uppiLangar þig að syngja?Karlakór Reykjavíkur getur alltaf bætt við sig góðum söngmönnum og nú í haust verða haldin raddpróf fyrir þá sem hafa áhuga á að taka þátt. Prófið er ekki flókið en prófað er raddsvið og tónheyrn. Kunnátta í tónlist og nótnalestri er kostur en alls ekki skilyrði. Ef þú hefur áhuga á að koma í raddpróf skaltu hafa samband með því að senda okkur línu í netfangið kor@karlakorreykjavikur.is fyrir 31. ágúst næstkomandi. Verkefni framundan Karlakórinn mun fara til Færeyja fyrstu helgina í desember og heimsækja Tórshavnar Manskór og syngja jólatónleika bæði í Þórshöfn og Klakksvík. Um miðjan desember verða jólatónleikar Karlakórsins í Hallgrímskirkju samkvæmt venju. Eftir áramót snýr kórinn sér að fullum krafti að því að æfa fyrir 82. vortónleika sína sem haldnir verða í Langholtskirkju vorið 2008. Karlakór Reykjavíkur var stofnaður 1926 og hefur starfað samfleytt síðan. Kórinn býður upp á krefjandi og skemmti- leg viðfangsefni í tónlist og skemmtilegt félagsstarf í góðum félagskap. Kórinn fer til útlanda í söngferðir að jafnaði annað til þriðja hvert ár auk þess að halda tónleika innan- lands. Fastir punktar í starfseminni eru jólatónleikar í Hallgrímskirkju í desember og tónleikar í Langholtskirkju á vorin. Kórinn æfir tvisvar í viku, tvo tíma í senn, og fara æfingar fram í húsnæði kórsins á Grensásvegi 13 Karlakór Reykjavíkur Grensásvegi 13, Reykjavík Pósthólf 8006, 128 Reykjavík www.KarlakorReykjavikur.is Ferðamannabólusetningar og ráðgjöf tímapantanir í síma: 535-7700 Læknasetrið Mjódd, Þönglabakka 1 www.ferdavernd.is ferdavernd@ferdavernd.is ferðavernd Haustferðirnar vinsælu til St. John’s á Nýfundnalandi 17. - 21. nóvember í 4 nætur og 21. - 26. nóvember í 5 nætur Beint flug aðeins 3 - 3,5 klst. með brottför síðdegis kl.17:00 Bjóðum einnig dvöl allan tímann í 9 nætur St. John’s höfuðborg Nýfundnalands austast í Kanada er áhugaverð og ljúf borg heim að sækja eins og ótalmargir þekkja úr ferðum okkar þangað undanfarin 10 ár. Einstaklega hagstætt að versla. Frábær gestrisni, góðir veitingastaðir, írsk pöbbastemmning og fjölbreyttar skoðunarferðir. Gist á glæsilegum hótelum. Jólaskrúðgangan er 25. nóvember og sjávarútvegssýningin 22. - 24. nóvember. Dæmi um verð pr. mann miðað við tvo í herbergi, með sköttum: Holiday Inn, 4 nætur: kr. 62.800 og 5 nætur: kr. 65.600 Marriot, nýtt hótel, 4 nætur: kr. 67.400 og 5 nætur: kr. 71.100 Fairmont Newfoundland, 4 nætur: kr. 71.900 og 5 nætur: kr. 76.600 Bókið og staðfestið strax á ferðaskrifstofunni, Hesthálsi 10. Sími: 587 6000 - info@trex.is - www.trex.is A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.