Fréttablaðið - 18.08.2007, Qupperneq 44
hús&heimili
Einn af þeim hlutum sem eru
Tinnu Jóhannsdóttur, eiganda
Kaffifélagsins, kærir er lítill
steinn sem varð á vegi fjölskyld-
unnar þar sem hún ók hringinn
í kringum landið með viðkomu í
Lóni í Austur-Skaftafellssýslu, en
í dag skipar sá steinn sérstakan
sess í lífi þeirra.
„Strákurinn minn opnaði þar
bíldyrnar, leit niður og sá þetta
andlit horfa á sig. Okkur þótti
þetta skemmtilegt og fyndið,
stungum steininum í hanskahólf-
ið og hugsuðum ekki mikið um
hann eftir það. Svo gerist það
undarlega með þennan stein að
hann fer á flakk um húsið og jafn-
vel út úr því og alltaf þegar við
héldum að hann væri týndur þá
dúkkaði hann upp aftur,“ segir
Tinna og hlær.
„Þá kom hann upp úr tösku,
fannst einhvers staðar undir ofni,
á gólfinu í bílnum og hingað og
þangað. Einhvern tíma hélt ég að
hann hefði dottið út um gluggann
en þá fannst hann aftur á und-
arlegasta stað... þessi steinn vill
bara ekki fara frá okkur,“ segir
hún og bætir því við að stein-
ninn sé agnarsmár. „Hann er
ekki nema rétt rúmur sentimetri
á hæð svo þetta er mjög sérstakt
allt saman,“ segir hún.
Í dag hefur steinninn góði feng-
ið sinn fasta stað í gluggakistu á
heimilinu.
„Við lítum bara á þennan litla
stein sem eins konar verndarengil
núna og því fær hann að sitja í
gluggakistunni og horfa yfir stof-
una,“ segir Tinna að lokum.
margret@frettabladid.is
Verndarengill úr steini
Tinna Jóhannsdóttir, eigandi Kaffifélagsins við Skólavörðustíg, segist fremur vera háð
kaffi en efnislegum hlutum í lífinu. Yfirleitt eru það þó þeir hlutir sem eiga sér skemmtilega
sögu sem eru henni einhvers virði, eins og litli steinengillinn sem neitar að hverfa.
Þessa skemmtilegu gosdrykkjarflösku
fann Tinna þegar hún fór sem barn í
fjöruferð með ömmu sinni. Flaskan er
sandblásin öðrum megin og munstruð
á hinni hliðinni en í dag notar Tinna
flöskuna undir vatn.
Tinna Jóhannsdóttir segir það undan-
tekningu að hún bindist efnislegum
hlutum tilfinningaböndum, en kaffi er
hún öllu háðari.
LYKLAHÚS koma að mjög góðum notum auk þess sem þau
hafa fagurfræðilegt gildi í forstofunni, eldhúsinu eða á ganginum.
Lyklar eiga það til að týnast en þegar þeir eiga heima í eigin húsi
ætti ekki að vera neitt mál að muna hvar lyklarnir að sumarbústaðn-
um eða geymslunni eru þegar á þarf að halda.
Hvíta lyklahúsið er fallega útskorið og fæst í Unika á 4.380 krónur.
Svarta húsið er úr við og gleri og fæst í Rúmfatalagernum á 990
krónur.
Forsíðumynd: Valgarður Gíslason tók þessa mynd á
heimili Jóhönnu Kristjónsdóttur rithöfundar. Útgáfu-
félag: 365 - prentmiðlar, Skaftahlíð 25, 105 Reykjavík,
sími: 550-5000 Ritstjórar: Kristín Eva Þórhallsdóttir
kristineva@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@
frettabladid.is. Auglýsingar: Ámundi Ámundason og
Ásta Bjartmarsdóttir s. 5175724 Útlitshönnuður: Kristín
Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is.
skipulag
Lyklahús úr við og gleri.
Rúmfatalagerinn 990 krónur.
Fallegt útskorið lyklahús
frá Unika 4.380 krónur.
Þessi rúmlega eins
sentimetra hái „vernd-
arengill“ neitar að láta
sig hverfa úr lífi Tinnu
og fjölskyldu hennar.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
SÖMU FÆTUR, MISMUNANDI BÚKUR Þessa skemmti-
legu skápa sem allir eru mjög mismunandi en eiga þó fæturna sam-
eiginlega má finna á vefsíðunni www.interiorinternet.com. Á síð-
unni má leita eftir húsgögnum á nokkra
vegu. Eftir hönnunarstíl, líkt og
bóhem, sveitastíl og hátísku, og
húsgagnagerð, eins og stólum,
sófum og legubekkjum. Þar má
finna húsgögn eftir marga þekkta
hönnuði en verslunin sérhæfir sig
í þjónustu við innanhúshönnuði
og arkitekta.
Á síðunni má finna ótrúlegt
magn mynda af húsgögnum í
öllum stílum, allt frá art deco til
módernisma.
GRAND PRIX heitir stóll eftir hinn kunna skandinavíska
hönnuð Arne Jacobsen. Ástæðan fyrir nafninu er sú að stóll-
inn fékk Grand prix-verðlaunin á hönnunarsýningu í Mílanó
árið 1957.
Stólinn hannaði Jacobsen árið 1955 fyrir fyrirtækið Fritz
Hansen. Hann var upphaflega allur úr tré (einnig fæturnir) en
var síðar framleiddur með stálfætur. Stóllinn er ekki framleidd-
ur lengur.
hönnun
18. ÁGÚST 2007 LAUGARDAGUR2