Fréttablaðið - 18.08.2007, Síða 46

Fréttablaðið - 18.08.2007, Síða 46
hús&heimili Rólegt og notalegt Á þeim stundum sem við þurfum næði eða að hvíla lúin bein eftir erfiðan dag er gott að eiga eitt notalegt horn á heimilinu. Helst úr alfaraleið, jafnvel við glugga og fjarri sjón- varpstækinu. Góður stóll er lykilatriði til þess að gera staðinn notalegan. Hvíldarhornið. Stóll eins og þessi kallar á að þar sé hægt að sitja og hvíla sig. Ef glugginn nær niður í gólf er tilvalið að láta stólinn snúa frá glugganum þannig að maður njóti birtunnar en sé ekki fyrir allra augum. Snúi glugginn út í náttúr- una ætti stóllinn að snúa að glugganum. Letihornið. Hengirúm þurfa ekki að vera úti. Lítið og nett hengirúm passar í lítið skot við gluggann. Þar er hægt að liggja og sofa eða stinga nefinu ofan í góða bók. Ef nota þarf rýmið til einhvers ann- ars þá er ekkert mál að pakka hengirúm- inu saman og setja upp í skáp. Leskrókurinn. Notalegur stóll og skemill sem hægt er að liggja í. Nauðsynlegt er að koma fyrir góðu lesljósi við stólinn og ekki skemmir fyrir að hafa nett borð undir bækur og blöð sem verið er að glugga í. Blóm í vasa setja punktinn yfir i-ið. Spjallhornið. Tveir stólar gegnt hvor öðrum ásamt þægilegu ljósi eru tilvalinn staður til að sitja og spjalla í ró og næði. Gott er að koma litlu borði fyrir á milli stólanna til að leggja frá sér kaffibollann og bakkelsið. Hér hafa gömul tekkhúsgögn verið tekin í gegn og stólarnir bólstraðir með leðri. Borðið á milli þeirra er jafn- framt standlampi. CAPISCO-STÓLLINN FRÁ HÅG hefur hlotið verðlaun fyrir ein- staka hönnun. Hann er skap- aður af manninum sem færði okkur Trip Trap-stól- inn, Peter Obsvik. Þörf lík- amans fyrir hreyfingu er inn- tak hönnunar hans. Capisco-stólinn nefnir hann jafnvel hnakkstól- inn þar sem hægt er að sitja í honum eins og í hnakki á hest- baki. Stóllinn hreyfir sig eftir lík- amanum enda er það líkaman- um hollt að breyta ört um stellingar. Þannig tekst Peter á við breyttan lífsstíl fólks þar sem flestir sitja við tölvur allan daginn. Jafnframt er hann hannaður eftir öllum helstu umhverfisstöðl- um og hefur hlotið Svansmerkið, umhverfismerki Norðurlandanna. Stólinn er hægt að fá með skrautlegu mynstri og í mörgum litum. Hann fæst hjá EG skrifstofuhús- gögnum. THOMASPAUL AVIARY Þegar hönnuðurinn ThomasPaul Aviary hannaði þessa diska, hafði hann til hliðsjónar mynstur sem eru algeng á kínversku postulíni. Fuglarnir og skuggamyndirnar vísa bersýnilega í þá hefð. Hann gætti þess þó að útfæra mynstrin eftir sínu nefi, svo útkoman skæri sig frá fyrirmyndinni. hönnun heimaskrifstofan Bæjarlind 6, Kóp. • s. 534 7470 • www.feim.is Opið virka daga 10-18 og laugardaga 11-15 Útsala Feim-Lene Bjerre Vinsælu kanadísku garðhúsgögnin með 20% afslætti Cedrus viður sem þolir íslenskra veðráttu 18. ÁGÚST 2007 LAUGARDAGUR4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.