Fréttablaðið - 18.08.2007, Síða 62

Fréttablaðið - 18.08.2007, Síða 62
S ilja Magg er aðeins 24 ára gömul en hefur á skömmum tíma skapað sér nafn og einstakan stíl í ljósmyndun sinni. Hún er systir ljósmynd- arans Ara Magg sem er þjóðþekkt- ur fyrir áberandi auglýsingaher- ferðir, portrett og tískumyndir. Systkinin lærðu fagið af föður sínum, Magnúsi Hjörleifssyni, sem setti fjölskyldufyrirtækið á fót fyrir tæpum þremur áratugum síðan. Vegur ljósmyndastúdíósins MAGG fer sívaxandi og von bráðar opnar ný og glæsileg heimasíða fyr- irtækisins en nú um helgina verða verk Silju frumsýnd á siljamagg. com. Silja er nú á að flytjast af landi brott til New York-borgar þar sem hún mun nema BA í ljósmyndun við einn virtasta listaháskóla í heimi, Parsons School of Design. Silja hefur aðallega einbeitt sér að tískuljósmyndun og hefur mikið unnið með pólska stílistanum Agn- ieszku Baranowsku. Tískumyndir hennar hafa birst í íslenskum tíma- ritum eins og Nýju Lífi, Reykjavik- Mag, Reykjavik Grapevine og Mál- inu, en einnig hefur hún unnið við auglýsingatökur og tískubæklinga. „Myndirnar sem hér gefur að líta eru myndir þar sem ég hafði algjört frjálsræði og gat myndað nákvæmlega eins og ég vildi. Oft þegar maður er að vinna fyrir aðra þarf maður að fara eftir ákveðnu konsepti og ganga ekki of langt með hlutina. Þessar eru því per- sónulegri og einkenna minn eigin stíl. Námið í Parsons verður eflaust mjög krefjandi og ég er mjög spennt fyrir því að víkka sjóndeildarhringinn.“ www.siljamagg.com Opnar einkasafnið Ljósmyndarinn Silja Magg var að opna vefinn siljamagg.com en þar gefur að líta bæði birt og óbirt verk þessarar rísandi stjörnu íslenskrar ljósmyndun- ar. Anna Margrét Bjö rnsson fékk forsýningu á einstökum myndum Silju, en hún er á förum til Greenwich Village í næstu viku.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.