Fréttablaðið - 18.08.2007, Page 66

Fréttablaðið - 18.08.2007, Page 66
Kringlan tuttugu ára 1987-2007 Í tilefni af tuttugu ára afmæli Kringlunnar stendur yfir afmælisvika dagana 13.-19. ágúst. Tímamótanna er minnst með upp- ákomum, sögusýningu og kynningu á framtíðarsýn Kringlunnar. Á tuttugu árum hefur Kringlan stækkað um tuttugu og þrjú þúsund fermetra. Lára Björg Björnsdóttir kíkti í myndasafnið og skoðaði hvað hefur breyst frá árinu 1987. Kringlan er til vitnis um stórhug og djörfung í viðskiptum, sem á sér fáar hliðstæður hér á landi. Með opnun hennar hefst nýr kafli í verslunarsögunni. Reykjavík hefur verið verslunar- bær frá upphafi sinna vega og fór fyrst að eflast fyrir alvöru - og þar með bæjarmenningin í landinu yfirleitt - eftir að verslunarfrels- ið fékkst. Skarpskyggnir menn hafa bent á, að ein besta leiðin til að mynda sér skoðun á lífskjörum þjóða sé að fara í búðir og skoða þá vöru, sem þar fæst og stuðlar að því að halda venjulegu mannlífi á braut sinni. Þeir, sem ganga um garða í Kringlunni fá þá mynd, að hér ríki mikil velmegun. Vonandi reynist þetta ekki skammlíf glansmynd.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.