Fréttablaðið - 18.08.2007, Síða 70

Fréttablaðið - 18.08.2007, Síða 70
„Margt er rætt um fyrirbyggjandi aðgerðir: menningar- og siðleysi á opinberum vettvangi hefur um langan aldur verið þjóðareinkenni okkar og á sér sýnilega djúpar rætur í daglegum framgangi. Hert eftirlit skilar sýnilega (nástaða því miður) sínu, háar sektir, rétt- indasvipting og upptaka eigna: afdrifaríkar opinberar aðgerðir fyrir brotamenn kunna að reynast þrautalending dugi almenn upp- fræðsla og umvöndun ekki. Stjórn- völd verða að reyna hvort tveggja, að kosta til látlitlum áróðri og halda þeim skikk á opinberum vettvangi að allir borgarar geti farið óttalaust um byggðir og sveitir án ama af ruddaskap og án þess að lifa í stöðugri ógn af hraða- fíklum.“ Þetta blæbrigðaríka orð- færi er úr leiðara Fbl. 8. ágúst. Svona málfar mætti sjást oftar í íslenskum dagblöðum. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson kemst haglega að orði í viðtali í Blaðinu 21. júlí: „Það má segja að síðastliðinn áratug hafi skúta mín fengið dýpra siglingalag og þar kom að farið var að vatna yfir dekkið.“ Það er gaman að sjá svona myndmál notað. Okkur Vestfirðingum er eðlilega tamt að grípa til sjómannamáls. Verslun sem selur smávörur aug- lýsir skemmtilega hér í Fbl. 24. júlí. Þar má sjá lukt með fyrir- sögninni „Lýs, milda ljós“. Saman- leggjanlegur kollur (líklega kall- aður „kjaftastóll“ áður fyrr) fær umsögnina „Setið á rökstólum“. Ennfremur: „Það er bjart yfir þér... ef þú ert með ljósker á enn- inu.“ Svona smellin tilþrif í orð- færi auglýsinga eru því miður allt- of sjaldgæf og gleðja áhugamann um líflegt málfar. segir í fyrirsögn í Blaðinu 27. júlí. So. föndra er ekki áhrifssögn og menn föndra því hvorki plötur né jólaskraut. Föndra merkir að dútla, fást við eitthvað í leik eða af áhuga. Því má föndra við vélar, en ekki föndra vélar. Þetta er sams konar vitleysa eins og þegar sagt er að „versla skó“, sem venjulegt mælt fólk kaupir. Meira að segja í Leifs- stöð glumdi í eyrum að „farþegar gætu verslað allan varning“! So. versla merkir að eiga í viðskipt- um, gera innkaup, en ekki að kaupa einstaka hluti. Í áðurnefndri grein var svo bitið höfuð af skömminni með því að kalla þess- ar „föndruðu plötur“ collectors pieces. finna fyrir óróanum, – segir í fyr- irsögn í Mbl. 8. ágúst um við- skiptafrétt. Ekki vissi ég að yfir- tökur hefðu svona næmt tilfinningalíf. Yfirtaka, hvaða skepna er það? Eins og Halldór Laxness spurði eitt sinn um annað fyrirbæri. Sigurður Gíslason frá Skarðsá lýsti þannig eigin vísnasmíði: Þótt ég geri stöku stöku stöku sinni lítt ég því að sinni sinni, sinni bara vinnu minni. Vilji menn senda mér braghendu eða góðfúslegar ábendingar: npn@ vortex.is Upphaf keyrslunnar frá New Orleans til Austin Texas gaf áhugaverða mynd af ástandi suðurríkjanna. Aldagömul glæsileg plantekruhús báru vott um forna frægð, hjólhýsahverfi sýndu núverandi fátækt íbúanna og fjöldi olíuvinnslustöðva og annarra stórbrotinna verksmiðja gerði það að verkum að svæðið er kallað „chemical corridor“ í daglegu tali. Löng bílferðin til Austin í miklum hita og raka gekk framar vonum þangað til að við keyrðum inn fyrir borgarmörkin. Á miðri hraðbraut- inni drap bíllinn á sér og neitaði að fara lengra. Lítið annað var í stöðunni en að hringja í AAA, sem gegnir sambærilegu hlutverki og FÍB á Íslandi. Um hálftíma seinna mætti herramaður á dráttarbíl. Í stað þess að láta draga okkur á næsta verkstæði ákváðum við að kaupa af honum gallon af bensíni til að sjá hvort okkur hefði tekist að klára tankinn. Viti menn, eftir smá slurk af bensíni, gekk bíllinn sem aldrei fyrr. Við héldum því á áfangastað (með stoppi á bensínstöð), hamingjusöm yfir því að vandamálið var ekki viðameira og skömmustuleg yfir eigin heimsku. Ef kjánalegir kúrekar á stórum pallbílum er það fyrsta sem þér dettur í hug þegar þú heyrir Texas nefnt, þá er ímynd þín ekki langt frá raunveruleikanum. Austin er þó vin í eyðimörkinni. Borgin er ung, framsækin og lífleg. Íbúar borgarinnar eru allt frá rótgrónum hippum, sem hafa verið fjölmennir þar um langa tíð, til ungra uppa, sem vinna í hátækniiðnaðinum. Auk þess er mikið af skólafólki og blandan myndar þægilegt og umburðarlynt andrúmsloft. Líkt og annars staðar í Texas er bíll þó algerlega nauðsynlegur, sem gerir lífið eilítið þreytandi. Landamærabærinn Del Rio var næsta stopp. Keyrslan frá Austin var með eindæmum falleg, gegnum gróðursælan hluta Texas. Frá Del Rio tók ferðahópurinn leigubíl til Mexíkó. Einkar auðvelt var að komast yfir landamærin, enginn þurfti að sýna vegabréf eða svo mikið sem yrða á landamæravörðinn. Lifnaðarhættir breyttust ansi mikið þegar til Mexíkó var komið. Byggðin var mun þéttari og fleira fólk á götum úti. Áhrif frá nágrönnunum í norðri má sjá á hverju götuhorni. Önnur hver verslun selur minjagripi, bandarískir unglingar hlaupa um eins og kálfar að vori því áfengisaldurinn er lægri og flestir matsölustaðir elda „tex mex“ mat til að geðjast Kananum. Okkur tókst þó að spyrjast fyrir um og finna veitingastað sem heimamenn sóttu. Maturinn, sem var á borð borinn, bragðaðist allt öðruvísi en allur sá mexíkóski matur, sem ég hef á ævinni borðað. Þegar kvölda tók, héldum við aftur til lands hinna frjálsu og hugrökku. Að komast yfir landamærin var þó miklum mun erfiðara í þetta skiptið. Allur ferðahópurinn þurfti að bíða í um klukkustund í yfirheyrsluherbergi með „most wanted“ myndum af Osama bin Laden og öðrum glæpamönnum á veggjum. Þegar búið var að skoða okkur í krók og kring var öllum hleypt inn í Bandaríkin. Frá Del Rio lá leiðin norður til Santa Fe í Nýju-Mexíkó með stoppi í Roswell. Landslagið einkenndist nú af eyðimörk. Kaktusar hér og þar ásamt einstaka runna, annars einungis sandur og auðn. Annar hver bær sem við keyrðum í gegnum var hálfyfirgefinn, tómt verslunarhúsnæði og þau hús, sem enn var búið í, voru ansi hrörleg. Heiðblár himinninn var einstaklega fallegur og skjannahvít ský virtust snerta jörðina við sjóndeildarhringinn. Þegar skyggja tók vorum við stoppuð af lögreglunni. Ég sat undir stýri og þurfti því að sýna fram á að ég væri ekki undir áhrifum áfengis. Mér gekk ágætlega að ganga á beinni línu og svara spurningum lögregluþjónsins, við fengum því að halda förinni áfram. Santa Fe stendur fyllilega undir nafninu „bad art capital of the world“; önnur hver búð selur ósmekklegan nýaldarvarning. Ferðahópurinn hélt því í skoðunarferð út frá borginni í átt að indíánabyggðum. Í Taos, sem er í um klukkutíma keyrslu frá Santa Fe, hafa indíánar búið í yfir þúsund ár. Í dag er hægt að skoða stóran hluta þorps þeirra og fræðast um lifnaðarhætti. Húsin eru byggð með „adobe“, sem einkennir byggingarstílinn í allri Nýju- Mexíkó enn þann dag í dag. Áhugavert var að sjá hvernig ættbálkurinn blandar saman kristni og fornum trúarbrögðum indíána. Í aðalkirkju bæjarins var altarismyndin af Maríu mey undir stórri sól, með kornplöntu í hendi, en ekki Jesú eins og venja er. Nú liggur leið okkar eftir „Route 66“ til Arizona, Utah og Nevada. Lausn krossgátunnar er birt að viku liðinni á vefnum, www.this.is/krossgatur Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐIÐ á númerið 1900! Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón. Þá sendir þú SMS-ið JA LAUSN JON. Dregið úr réttum svörum n.k. fimmtudag kl. 12. - 99 kr. smsið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.