Fréttablaðið - 18.08.2007, Qupperneq 78
Nú eru útsölurnar að líða undir lok og ný og freistandi föt að koma í
búðirnar. Ég hef alltaf verið spenntari fyrir vetrartískunni en
sumartískunni enda eru efnin og sniðin öll einhvern veginn gæðalegri og
meira sexý en einhverjir kjólar sem maður notar þrisvar á ári. En hverjar
eru helstu breytingarnar í tískunni fyrir komandi vetur? Fyrst má nefna að
svart er enn einu sinni komið aftur, í alls konar efnum, allt frá leðri og
glansandi latex-líki upp í fínlegar siffonspjarir. Prófaðu þig áfram og
blandaðu saman mismunandi áferðum. Annað sem kemur sterkt inn er að
klæða sig frá toppi til táar í sama áberandi litnum: sem sé kjóll, sokkabuxur
og skór í sama litatóni og þá sérstaklega fjólubláu, sterkbleiku eða
karrígulu. Mínípilsin eru, (því miður að mínu mati) að hverfa og í stað
þeirra kemur ný pilsasídd sem nær rétt niður fyrir hné. Að vísu afskaplega
klæðilegt og elegant við háa hæla. Pilsdragtir koma sterkt inn, dálítið í anda
fjórða eða fimmta áratugarins þó að mér finnist að það eigi að varast allt
sem gæti nálgast flugfreyjulúkkið. Reyndar eru kvenlegheit og gamaldags
glamúr málið í haust og því verðum við að kveðja stuttbuxurnar og lausu
skokkana sem hafa einkennt tísku sumarsins. Snið eru aðsniðin og dálítið
frúarleg, en buxur hins vegar hætta að vera níðþröngar og verða efnismeiri
í anda leikkonunnar Katherine Hepburn. Balenciaga kom reiðbuxum aftur
á tískukortið sem hann setti saman með afskaplega töff hermannajökkum
og klútum í einhvers konar tíbetskum stíl. Þykkar prjónapeysur, risastórir
treflar og jafnvel þykkir ullarsokkar verða einnig ofarlega á tískukortinu
og oft eru stórar og víðar peysur notaðar við sokkabuxur einar saman.
Leður var í aðalhlutverki hjá ýmsum hönnuðum, meðal annars Burberry
Prorsum og Hermés og „mótorhjólaskvísu“-útlitið ásamt svörtum eyeliner
og derhúfu, eða háir leðurhanskar, leðurstígvél og leðurbelti sýndu ákveðin
„ kinkí“ áhrif. Mittið verður áberandi eftir að hafa verið nærri ósýnilegt í
sumar og belti eru breið og sitja í mittisstað, og alls ekki á mjöðmum. Skór
halda áfram að vera ögn fríkaðir, með fylltum eða klossuðum hæl, og svo er
lakk áfram mikið í tísku, bæði í skótaui, beltum og töskum. Ökklastígvél í
ýmsum litum sáust víða á sýningunum og það er til dæmis mjög smart að fá
sér þau í stíl við sokkabuxur og kjól í anda tískumerkisins Preen. En, í
stuttu máli sagt, þá eigum við að hætta núna að klæða okkur eins og litlar
stelpur í stuttum og þægilegum kjólum og í staðinn ættum við að uppgötva
okkar innri dömu.
Haustið nálgast
Litir, leðurjakkar, dömuleg snið og ný pilsasídd. Anna Margrét Björnsson
dregur saman helstu tískustraumana fyrir haust og vetur.
9.HVERVINNUR!
SENDU SMS
BTC FSM
Á NÚMERlÐ 1900190
OG ÞÚ GÆTlR UNNlÐ! Ð!
Vinningar eru 300 á DVD,
DVD myndir og margt fleira.
Vi
nn
in
ga
r v
er
ða
a
fh
en
di
r h
já
BT
S
m
ára
lin
d.
K
óp
av
og
i. M
eð
þ
ví
a
ð
ta
ka
þ
át
t e
rt
u
ko
m
in
n
í S
M
S
kl
úb
b.
1
49
k
r
/s
ke
yt
ið
.