Fréttablaðið - 18.08.2007, Page 90
Kvennalið Grindavík-
ur hefur samið við Joanna Skiba,
bandarískan bakvörð af pólskum
ættum sem hefur evrópskt
vegabréf.
Skiba hefur leikið með Bryant-
skólanum undanfarin ár og var
með 13,8 stig og 5,2 stoðsendingar
að meðaltali á lokaári sínu. Hún
er 22 ára gömul og 163 sm á hæð,
er eldfljót og góður skotmaður.
Skiba hefur búið í Bandaríkjun-
um alla sína æfi og var meðal
annars kosinn besti leikmaðurinn
á Rhode Island þegar hún var í
menntaskóla. Hún gegndi
ennfremur stöðu fyrirliða hjá
Bryant-háskólanum og kemur til
með að vera í leiðtogahlutverki
hjá Grindavíkurliðinu sem leitar
nú að sterkum bandarískum
fram- eða miðherja til þess að
spila inni í teig.
Joanna Skiba til
Grindavíkur
Ruud van Nistelrooy,
framherji Real Madrid, hefur
verið valinn í hollenska landsliðið
á ný eftir að hafa verið úti í
kuldanum frá því á HM í fyrra.
Andað hefur köldu á milli
þjálfarans Marcos van Basten og
Nistelrooys síðustu mánuði en
svo virðist sem að þeir hafi
ákveðið að grafa stríðsöxina fyrir
leikinn gegn Svisslendingum á
miðvikudag.
Nistelrooy var frábær fyrir
Real Madrid í spænsku úrvals-
deildinni á síðustu leiktíð og varð
markahæsti leikmaður deildar-
innar. Hann hefur skorað 28 mörk
í 54 landsleikjum.
Af öðrum leikmönnum hol-
lenska liðsins má nefna Ryan
Babel og Dirk Kuyt hjá Liverpool
og Robin van Persie hjá Arsenal.
Þá eru gömlu kempurnar Mario
Melchiot, Gio van Bronckhorst og
Clarence Seedorf allir í hópnum.
Van Nistelrooy
valinn á ný
Riðlakeppni 3. deildar
karla í knattspyrnu lýkur í dag en
það er ljóst hvaða félög leika í
úrslitakeppninni sem hefst
laugardaginn 25. ágúst.
Í A-riðli eru það Grótta og
Hamar sem eru komin í úrslita-
keppnina. Úr B-riðli hafa Víðir og
BÍ/Bolungarvík tryggt sig áfram
og úr C-riðli fara Tindastóll og
Hvöt í úrslitakeppnina. Úr D-riðli
eru það Huginn og Leiknir
Fáskrúðsfirði sem fara áfram.
Fimm lið fara upp úr 3.
deildinni á þessu tímabili og er
það vegna fjölgunar í landsdeild-
unum. Þau fjögur lið sem bera
sigurorð í viðureignunum í 8-liða
úrslitum úrslitakeppninnar, þar
sem leikið er heima og heiman,
eru því komin upp í 2. deild.
Tapliðin úr fyrstu umferðinni
munu svo leika um fimmta sætið
er gefur sæti í 2. deild að ári.
Átta lið keppa
um fimm sæti
Landon Donovan, banda-
ríski landsliðsmaðurinn og ein
helsta stjarna bandarísku atvinnu-
mannadeildarinnar, hefur fært
sínum nýja liðsfélaga David Beck-
ham fyrirliðaarmbandið sem hann
hefur borið síðustu ár. Donovan er
heillaður af þeim áhrifum sem
Beckham hefur haft á LA Galaxy
frá því hann kom í sumar og segir
hann réttborinn fyrirliða liðsins.
Beckham bar fyrirliðaarmband-
ið í fyrsta sinn á miðvikudaginn
þegar Galaxy vann 2-0 sigur á DC
United. Beckham var í fyrsta sinn
í byrjunarliði liðsins og skoraði
annað markanna. Beckham segir
að Donovan hafi komið upp að sér
á æfingu fyrir leikinn og óskað
eftir samtali. „Ég ætla ekki að
segja ykkur allt sem fór okkar á
milli því þetta var mjög persónu-
legt en hann sagði að það yrði lið-
inu mikil upplyfting ef ég yrði fyr-
irliði. Ég var hrærður við að heyra
þetta og lít á það sem mikinn heið-
ur að taka við fyrirliðaarmband-
inu,“ sagði Beckham.
Donovan útskýrði einnig sína
hlið á málinu. „Ég er ekki heimsk-
ur. Beckham hefur verið fyrirliði
Englands, sem er eitt besta lands-
lið heims. Hann er frábær leik-
maður og einn sá besti í þessari
deild. Það er ekki sérlega mikil-
vægt fyrir mig persónulega að
vera fyrirliði því ég mun spila á
nákvæmlega sama hátt og koma
fram við félaga mína á sama hátt.
Beckham er meiri leiðtogi og gerir
allt til að vinna. Þannig leikmenn
eiga að vera fyrirliðar.“
Bandaríski framherjinn bætti
síðan við að það hefði verið unun
að því að fylgjast með enska lands-
liðsmanninum í leiknum gegn DC.
„Ég er búinn að horfa á aukaspyrn-
una sem hann skoraði úr nokkrum
sinnum á myndbandi. Þvílík snilld
sem þetta var,“ sagði hann.
Beckham er réttborinn fyrirliði