Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.08.2007, Qupperneq 91

Fréttablaðið - 18.08.2007, Qupperneq 91
 Kieron Dyer, nýjasti liðsmaður Íslendingaliðsins West Ham, segist hafa hrifist af gríð- arlegum metnaði félagsins og að sá mikli vilji Eggerts Magnús- sonar og annarra forráðamanna þess um að koma liðinu í fremstu röð hafi ráðið mestu í ákvörðun sinni um að skrifa undir fjögurra ára samning við félagið. Gengið var frá félagsskiptum Dyers frá Newcastle seint á fimmtudags- kvöldið en áður hafði litið út fyrir að ekkert yrði úr kaupunum. „Það hafði áður komið fram að ég vildi fara til London til að kom- ast nær fjölskyldu minni en það sem skiptir ekki síður máli er að West Ham er félag sem ég hef mikla trú á. Félagið hefur sýnt mikinn metnað með því að fá til sín öfluga leikmenn og ég bókstaf- lega elska þetta hungur sem ein- kennir staðinn,“ sagði Dyer. Sam Allardyce, stjóri New- castle, segir að vissulega sé missir af Dyer en óskaði honum alls hins besta. Kaupverðið á Dyer er talið vera um sex milljón- ir punda auk þess sem West Ham þarf að greiða ákveðnar upphæðir þegar Dyer hefur náð ákveðnum leikja- fjölda með liðinu. Hjá West Ham hittir Dyer fyrir fyrrum félaga sinn hjá New- castle, Lee Bowyer, en mörgum ætti að vera í fersku minni þegar þeir lentu í handalögmálum í miðjum leik fyrir nokkrum árum. Alan Curbishley, stjóri Charlton, hefur ekki áhyggjur af því að slík framkoma endurtaki sig. „Ég hef talað við báða leikmenn vegna þessa og þeir fullvissa mig um að þetta sé gleymt og grafið. Þeir eru í fínu sambandi í dag og talast reglulega við svo ég sé þetta ekki sem vandamál,“ sagði Curbishley. Hreifst af metnaði félagsins Alan Curbishley, knattspyrnustjóri West Ham, tók undir ummæli Eggerts Magnús- sonar, stjórnarformanns síns, þegar hann var spurður um áhuga sinn á íslenska landsliðsfyrirlið- anum Eiði Smára Guðjohnsen í gær. Eggert hafði áður staðfest að ákveðnar viðræður hefðu átt sér stað við Eið en það væri með öllu óvíst hvort félagið geri Barcelona tilboð í leikmanninn. „Eiður er meiddur og er að berjast við að koma sér í leikform og það er því lítið um málið að segja á þessum tímapunkti. Hann er ennþá leikmaður Barcelona,“ sagði Curbishley. Lítið að segja um Eið Smára Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, vill að dómarar í ensku úrvalsdeildinni veiti Cristiano Ronaldo meiri vernd í návígjum. Ferguson vill meina að Ronaldo sé ávallt í umtalsverðri hættu á að hljóta alvarleg meiðsl. „Mér finnst dómarar hafa slakað á hörkunni þegar kemur að of seinum tæklingum. Ég hélt að það stæði svart á hvítu að þær væru ekki leyfðar en mér finnst ekki vera refsað fyrir þær um þessar mundir,“ sagði Ferguson og átti við fyrstu tvo leiki Man. Utd. í úrvalsdeildinni, en í báðum þeirra hefur liðið aðeins hlotið eitt stig. „Leikmenn þurfa meiri vernd. Svona tæklingar eru stórhættu- legar og það eru einmitt leikmenn eins og Ronaldo sem eru líkleg- ustu fórnarlömbin. Þetta á eftir að enda með því að leikmenn stórslasast,“ sagði Ferguson. Vill að Ronaldo fái meiri vernd Hádegisleikurinn í ensku úvalsdeildinni í knattspyrnu verður Íslendingaslagur af bestu gerð en Hermann Hreiðarsson og Heiðar Helguson mætast þá í fyrsta sinn með sínum nýju félögum. Báðir voru þeir í sviðsljósinu í vikunni, Hermann Hreiðarsson spilaði allan leikinn þegar Portsmouth gerði 1-1 jafntefli við Englandsmeistara Manchester United og Heiðar Helguson skoraði í sínum fyrsta leik í byrjunarliði Bolton en það dugði þó ekki til því Bolton tapaði 1-2 fyrir hans gömlu félögum í Fulham. Bæði lið Portsmouth og Bolton hafa ekki náð að vinna í fyrstu tveimur leikjum sínum og það verður því hart tekist á á Fratton Park en útsending frá leiknum hefst klukkan 11:25 á SÝN2. Hermann og Heiðar mætast Landsliðsmennirnir Helgi Már Magnússon og Jakob Örn Sigurðarson eru hvorugur komnir með lið erlendis og hafa báðir sagt það að þeir spili með KR í vetur ef ekkert breytist í þeim efnum. Þjálfari Íslandsmeistara KR er alveg rólegur yfir þróun mála og er hann að gera sitt í að hjálpa strákunum til þess að komast út. „Við erum alveg rólegir yfir þessu. Það er alveg vitað að þeir verða í KR ef þeir verða hérna heima. Þeir eru ekki búnir að afskrifa það að fara út og eru á fullu að leita,” segir Benedikt Guðmundsson þjálfari KR-liðsins en á hans fyrsta tímabili með KR vann liðið Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í sjö ár á síðasta tímabili. Benedikt hefur ekki áhyggjur af miklum áhuga annarra íslenskra liða á strákunum. „Ég veit að Fjölnir og Snæfell eru búnir að bera víunar í Jakob og Sigurður Ingimundarson, Friðrik Ragnars- son og einhverjir til viðbótar eru búnir að heyra í Helga. Það eru menn sem vilja fá þá í önnur lið en þetta eru bara það miklir KR- ingar að þeir spila hvergi annars- staðar en hérna. Þeir hafa marg- sagt það sjálfir að þeir séu ekki að gefa færi á sér annarsstaðar,“ segir Benedikt sem þjálfaði strák- ana í mörg ár þegar þeir voru yngri. „Ef við værum með alla KR- ingana í liðinu þá værum við með ansi sterkt lið. Okkar yngri flokka þjálfun hefur byggst á því að reyna að búa til leikmenn sem eru nógu góðir til þess að spila erlend- is og við viljum hafa sem flesta þar,“ segir Benedikt en það er ekki öruggt að KR-ingar verði með þrjá erlenda leikmenn komi Helgi og Jakob. „Við endurskoðum útlendinga- málin ef þetta gerist en eins og staðan er núna þá er maður á fullu að hjálpa þeim að komast út. Ég er að koma Helga í samband við hina og þessa umboðsmenn. Þetta eru strákar sem vilja vera úti og eiga að vera úti. Auðvitað væri frábært fyrir KR að hafa þá hérna heima en það er líka mjög gott fyrir KR að eiga þessa atvinnumenn úti,“ segir Benedikt en hann segir vet- urinn hjá KR bjóða upp á góða möguleika. „Þótt að ég sem gamall þjálfari þeirra vill ég hafa þá úti og finnst að þeir eigi að vera úti þá tek ég vel á móti þeim ef þeir koma í KR. Þetta er varaplan hjá þeim en það hittir samt þannig á að það yrði ekkert slæmt fyrir þá að spila heima sérstaklega þar sem KR er að fara í Evrópukeppnina. Það yrði ljósið í myrkrinu að það eru spennandi hlutir að gerast hérna í KR,“ segir Benedikt og bætir við. „Þeir eru því í fínum málum. Helgi er sem dæmi með tilboð frá 3. deildarliði í Frakk- landi en eins og hann metur þetta núna þá fær hann meira út úr því að fara með KR í Evrópukeppni og taka þátt í þessum pakka með okkur í staðinn fyrir að spila þar fyrir lítinn pening,“ segir Bene- dikt. Benedikt ætlar að bíða með að breyta skipulagi vetrarins þangað til að það er pottþétt að þeir Helgi og Jakob verði í KR. „Ef þeir koma hingað þá skoð- um við það hvernig þetta verður, hvort að þeir verði með opinn samning eða hvernig sem það verður. Ég nenni bara ekki að velta því fyrir mér fyrr en þeir koma hingað og segjast ætla að vera með okkur. Þangað til höldum við bara ótrauðir áfram í því sem við erum búnir að vera að gera,“ sagði Benedikt að lokum. Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR hefur ekki áhyggjur af því þótt önnur félög á Íslandi séu að bera víurnar í Jakob Örn Sigurðarson og Helga Má Magnússon. Ef þeir verða heima þá spila þeir með KR. Stjörnustúlkur unnu nauman 1-0 útisigur á Fjölnisstelp- um í Landsbankadeild kvenna í Grafarvogi í gær en fyrir leikinn voru liðin jöfn í 5. sæti með tólf stig. Breiðablik fór upp fyrir Keflavík í 3. sætið með 4-1 sigri á ÍR en Keflavíkurstúlkur geta náð sætinu aftur þegar þær taka á móti Íslandsmeisturum Vals í Keflavík klukkan tvö í dag. Sigurmark Stjörnunnar kom strax eftir aðeins sjö mínútna leik þegar Harpa Þorsteinsdóttir fékk laglega sendingu frá Kimberley Dixson og afgreiddi boltann glæsi- lega í markið með vinstri fæti. Stjörnustúlkur fengu ágæt færi í leiknum til að bæta við marki en það fengu einnig Fjölnisstúlkur sem voru óheppnar að ná ekki að jafna leikinn. Stjarnan pakkaði síðan í vörn í lokin og náði að verja forystuna. Breiðablik vann 4-1 sigur á ÍR. Greta Mjöll Samúelsdóttir kom Blikum í 1-0, Aðalbjörg Marta Agnarsdóttir jafnaði í upphafi seinni hálfleiks en þrjú mörk frá þeim Guðrúnu Sóleyju Gunnars- dóttur, Söndru Sif Magnúsdóttur og Jónu Kristínu Hauksdóttur á fjórtán mínútna kafla tryggðu Blikum stigin þrjú. Harpa með sigurmarkið í upphafi leiks
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.