Fréttablaðið - 25.08.2007, Page 12

Fréttablaðið - 25.08.2007, Page 12
[Hlutabréf] Tíu stærstu fjármálafyrirtæki Norðurlanda nutu hagstæðra skilyrða á alþjóðlegum fjármálamörk- uðum á fyrri hluta ársins og skiluðu þá ríflega helm- ingi meiri hagnaði eftir skatta en á sama tíma í fyrra. Í þessum hópi eru Kaupþing, Landsbankinn og Glitnir. Samanlagt högnuðust félögin tíu um 820 millj- arða króna samanborið við um 528 milljarða króna árið 2006. Þótt Sampo Group í Finnlandi sé ekki nema sjö- unda stærsta fyrirtækið að markaðsvirði skilaði það langmestum hagnaði, tæpum 275 milljörðum króna eða nífalt meiri hagnaði en árið áður. Því má öðru fremur þakka góðum hagnaði af sölu á Sampo Bank til Danske Bank sem skilaði sér í bækur Sampo á fyrsta ársfjórðungi. Nordea, sem er stærsta fjármálafyrirtæki Norð- urlanda, hagnaðist um 130 milljarða króna á fyrri hluta ársins sem var átta prósenta aukning á milli ára. Glitnir og Handelsbanken í Svíþjóð voru einu fjármálafyrirtækin þar sem hagnaður dróst saman á milli ára. Annars var aukning hagnaðar á milli ára nokkuð stöðug og lá hún á bilinu átta til tuttugu pró- sent. Kaupþing, Landsbankinn og Sampo skáru sig hins vegar vel úr. Kaupþing jók hagnað á milli ára um 47 prósent og skilaði 46,3 milljörðum króna í hús. Landsbankinn jók hagnað sinn í 26,3 milljarða sem var aukning um 29 prósent. Ef Sampo er skilinn frá sýndi Landsbankinn hæstu arðsemi eigin fjár á fyrri hluta ársins, rúmum 39 prósentum á ársgrundvelli. Kaupþing og Glitnir komu þar í humátt á eftir. Mikill hagnaður Sampo birtist einnig í bókum Existu, stærsta hluthafa félagsins, sem hagnaðist um 73 milljarða króna á fyrri hluta ársins. Þetta er besta afkoma íslensks fyrirtækis á einum árshelm- ingi og má einkum þakka því að Exista tekur hlut- deild í hagnaði finnska félagsins. Stærstu félögin hagn- ast helmingi meira Samanlagður hagnaður tíu stærstu fjármálafyrirtækja Norðurlanda nam 820 milljörðum. Sampo, sem er að stórum hluta í eigu Íslendinga, hagnaðist mest. Íslensku bankarnir ofarlega yfir hæstu arðsemi og mestu aukningu hagnaðar. Gengi hlutabréfavísitalna lækkaði lítillega á flestum fjármálamörk- uðum í gær. Bandarískur fjár- málamarkaður sló taktinn en nokkurrar svartsýni gætti í röðum fjárfesta vestanhafs eftir að for- stjóri Countrywide Financial, eins stærsta húsnæðislánafyrirtækis Bandaríkjanna, sagðist ekki sjá fyrir endann á samdrætti fyrir- tækisins. Í kjölfarið fylgdu hluta- bréfamarkaðir víða um heim. Hlutabréfamarkaðir eru við- kvæmir fyrir fréttum af stöðu mála á bandarískum húsnæðis- lánamarkaði en fjölmörg fjár- málafyrirtæki víða um heim hafa fjárfest í slíkum lánasöfnum. Kínabanki, næststærsti banki Kína, viðurkenndi í gær að hann ætti í einu slíku fyrir jafnvirði 635 milljarða íslenskra króna. Við þetta gætti taugatitrings í röðum kínverskra fjárfesta sem losuðu sig við bréf í bankanum með þeim afleiðingum að gengi hans féll um rúm fimm prósent. Þrátt fyrir það sló SCI-vísitalan enn eitt metið í Kína. Vísitalan hefur stigið hratt upp á síðkastið þrátt fyrir hræringar á mörkuð- um og hefur hún þrefaldast á tæpum tveimur árum. Lækkun á markaði

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.