Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.08.2007, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 25.08.2007, Qupperneq 12
[Hlutabréf] Tíu stærstu fjármálafyrirtæki Norðurlanda nutu hagstæðra skilyrða á alþjóðlegum fjármálamörk- uðum á fyrri hluta ársins og skiluðu þá ríflega helm- ingi meiri hagnaði eftir skatta en á sama tíma í fyrra. Í þessum hópi eru Kaupþing, Landsbankinn og Glitnir. Samanlagt högnuðust félögin tíu um 820 millj- arða króna samanborið við um 528 milljarða króna árið 2006. Þótt Sampo Group í Finnlandi sé ekki nema sjö- unda stærsta fyrirtækið að markaðsvirði skilaði það langmestum hagnaði, tæpum 275 milljörðum króna eða nífalt meiri hagnaði en árið áður. Því má öðru fremur þakka góðum hagnaði af sölu á Sampo Bank til Danske Bank sem skilaði sér í bækur Sampo á fyrsta ársfjórðungi. Nordea, sem er stærsta fjármálafyrirtæki Norð- urlanda, hagnaðist um 130 milljarða króna á fyrri hluta ársins sem var átta prósenta aukning á milli ára. Glitnir og Handelsbanken í Svíþjóð voru einu fjármálafyrirtækin þar sem hagnaður dróst saman á milli ára. Annars var aukning hagnaðar á milli ára nokkuð stöðug og lá hún á bilinu átta til tuttugu pró- sent. Kaupþing, Landsbankinn og Sampo skáru sig hins vegar vel úr. Kaupþing jók hagnað á milli ára um 47 prósent og skilaði 46,3 milljörðum króna í hús. Landsbankinn jók hagnað sinn í 26,3 milljarða sem var aukning um 29 prósent. Ef Sampo er skilinn frá sýndi Landsbankinn hæstu arðsemi eigin fjár á fyrri hluta ársins, rúmum 39 prósentum á ársgrundvelli. Kaupþing og Glitnir komu þar í humátt á eftir. Mikill hagnaður Sampo birtist einnig í bókum Existu, stærsta hluthafa félagsins, sem hagnaðist um 73 milljarða króna á fyrri hluta ársins. Þetta er besta afkoma íslensks fyrirtækis á einum árshelm- ingi og má einkum þakka því að Exista tekur hlut- deild í hagnaði finnska félagsins. Stærstu félögin hagn- ast helmingi meira Samanlagður hagnaður tíu stærstu fjármálafyrirtækja Norðurlanda nam 820 milljörðum. Sampo, sem er að stórum hluta í eigu Íslendinga, hagnaðist mest. Íslensku bankarnir ofarlega yfir hæstu arðsemi og mestu aukningu hagnaðar. Gengi hlutabréfavísitalna lækkaði lítillega á flestum fjármálamörk- uðum í gær. Bandarískur fjár- málamarkaður sló taktinn en nokkurrar svartsýni gætti í röðum fjárfesta vestanhafs eftir að for- stjóri Countrywide Financial, eins stærsta húsnæðislánafyrirtækis Bandaríkjanna, sagðist ekki sjá fyrir endann á samdrætti fyrir- tækisins. Í kjölfarið fylgdu hluta- bréfamarkaðir víða um heim. Hlutabréfamarkaðir eru við- kvæmir fyrir fréttum af stöðu mála á bandarískum húsnæðis- lánamarkaði en fjölmörg fjár- málafyrirtæki víða um heim hafa fjárfest í slíkum lánasöfnum. Kínabanki, næststærsti banki Kína, viðurkenndi í gær að hann ætti í einu slíku fyrir jafnvirði 635 milljarða íslenskra króna. Við þetta gætti taugatitrings í röðum kínverskra fjárfesta sem losuðu sig við bréf í bankanum með þeim afleiðingum að gengi hans féll um rúm fimm prósent. Þrátt fyrir það sló SCI-vísitalan enn eitt metið í Kína. Vísitalan hefur stigið hratt upp á síðkastið þrátt fyrir hræringar á mörkuð- um og hefur hún þrefaldast á tæpum tveimur árum. Lækkun á markaði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.