Fréttablaðið - 25.08.2007, Side 31

Fréttablaðið - 25.08.2007, Side 31
Willy‘s-jeppinn hans Erlings Ólafssonar af- greiðslumanns er kominn yfir sextugt en ber aldurinn vel enda er fallega farið með hann. „Þessi bíll kom til landsins vorið 1946 og var í Húna- vatnssýslu nánast óslitið alla sína vinnuævi eða til 1980, fyrst í Finnstungu, síðar á Blönduósi og um 1960 fór hann að Hólabaki. Það var ekki fyrr en árið 2000 sem ég eignaðist hann. Þá var hann búinn að standa í tuttugu ár í tveimur góðum bílskúrum hér syðra, fyrst hjá smiði úr Húnavatnssýslu í tíu ár og hjá Iðnskólakennara önnur tíu.“ Þannig byrjar Erling- ur Ólafsson sögu Willy‘s-jeppa sem stendur í hlaðinu hjá honum í Kópavogi og hann hefur greinilega nostr- að mikið við. „Bíllinn var í góðu standi þegar ég fékk hann og rauk í gang eftir hálftíma en samt var ýmis- legt sem þurfti að lagfæra. Það dundaði ég við í frí- stundum fyrstu mánuðina.“ Jeppinn góði var blæjubíll í byrjun að sögn Erlings. „Allir Willysar voru fluttir inn með blæju til 1955,“ upplýsir hann. „Húsið á þessum er smíðað hjá Bíla- smiðjunni um eða fyrir 1960 og skúffan er líka íslensk og frá sama tíma.“ Nú er jeppinn eins og nýsleginn túskildingur. „Ég pensilmálaði hann í vor til að hafa hann svolítið eðli- legan og sveitó,“ segir Erlingur brosandi og er í lokin spurður hvort hann tími eitthvað að nota gripinn. „Já, ég keyri hann alltaf af og til og er að fara í heilmikinn bíltúr á honum núna um helgina.“ Hef hann svolítið eðlilegan og sveitó VIÐ FJÁRMÖGNUM ÞAÐ SEM UPP Á VANTAR! Ertu að spá í bílakaup? H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 7 2 3 5 Nýttu þér upplýsingar og reiknivélar á www.gf.is eða hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 440 4400. Ferðaskrifstofa Þú velur áfangastað og brottfarardag og tekur þátt í lottói um hvaða gistingu þú færð! Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.