Fréttablaðið - 25.08.2007, Side 46

Fréttablaðið - 25.08.2007, Side 46
hús&heimili Samsýningin Stóll á mann var opnuð í DaLí Gallery á Akur- eyri á fimmtudagskvöldið. Á sýningunni gefur að líta 31 útfærslu á sama stólnum. „Stólasafnið varð til þegar við Sig- rún Sigvaldadóttir ætluðum að opna súpuhús í Þingholtsstræt- inu og vildum hafa stólana frá- brugna hinu hefðbundna,“ segir Ragnhildur Ragnarsdóttir, en þær Sigrún eru báðar grafískir hönn- uðir og hugmyndasmiðir verkefn- isins. „Í kjölfarið kviknaði sú hug- mynd að skjótast í Ikea og kaupa hvíta tréstóla sem listamenn á ýmsum sviðum gerðu að sínum eigin með sköpunarkrafti og hug- myndaauðgi,“ segir Ragnhildur, en útkoman varð persónuleg mynd af listamönnunum í setum og baki stólanna. „Dæmi um sannan karakter sem eftir varð í stólsetunni er Halla Helgadóttir auglýsingateiknari, en árum saman hef ég notið þess að taka upp glansmyndaskreytt jólakort frá Höllu. Glansmyndirn- ar rötuðu svo auðvitað á stól henn- ar líka,“ segir Ragnhildur bros- andi, en þegar til kom varð ekkert af súpuhúsi þeirra Sig- rúnar. „Þá þótti okkur afleitt að allt þetta góða fólk væri búið að leggja vinnu í stólana til einskis og ákváðum að leggj- ast með þá í sýningarferða- lag. Þeir munu einnig fá sinn ljóma í súpubók sem við vinn- um nú að í samstarfi við Snorra Birgi Snorrason mat- reiðslumeistara og kemur út á haustdögum. Eftir sýning- una fer svo hver stóll til síns heima. Okkur er ekki stætt á að hafa þá lengur, en þetta hefur verið notaleg sam- fylgd.“ Sýningin stendur að- eins yfir þessa einu helgi, en fyrirhugaður er súpu- gjörningur á Akureyrar- vöku í kvöld klukkan 20. Stóll á mann Birgir Ómarsson, grafískur hönnuður Halla Helgadóttir, grafískur hönnuður Halldór Baldurs- son, teiknari Hildur Zoega, verkefnastjóri 25. ÁGÚST 2007 LAUGARDAGUR10

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.