Fréttablaðið - 25.08.2007, Qupperneq 76
Frönsk tónlist byrjar hvorki með Gainsbourg né
endar með Air heldur hafa margar skemmtilegar og
ferskar rokkhljómsveitir komið frá Frakklandi
undanfarin misseri. Franska tískumerkið April 77
er líka eins rokkað og mögulega gerist, og var sett
á fót af hinum kornunga Brice Partouche árið 2002.
April 77 hefur notið mikillar hylli meðal ungs
fólks í hipp og kúl rokksenunni um heim allan en
eldri rokkstjörnur eins og Iggy Pop og liðs-
menn Rolling Stones eru einnig orðnir mikl-
ir aðdáendur fatalínunnar. Merkið nýtur
innblásturs goðsagnakenndra rokksveita
eins og Joy Division og the Ramones en
það sem er einnig sérstaklega skemmti-
legt er að það notar engar dýraafurðir í
fötin sín og notar gerviefni í stað leðurs.
Haust- og vetrarlínan 2007 er áfram sér-
lega rokk-innblásin en í þetta sinn tileinkuð
glamúrnum sem einkenndi költ-sveitina The
Cramps. en hún varð þekkt fyrir „psychobilly“
tónlist sína á áttunda áratugnum og skrautlega
meðlimi eins og Lux Interior og Poison Ivy. April
77 línan er titluð „Martini Time“ og með henni
segjast Frakkarnir bjóða upp í kokkteil í vetur í
fylgd með draugum Johnny Thunders og Tav
Falco. Hægt er að nálgast þessar dásamlega
svölu flíkur hjá Dead,
Laugavegi 29.
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Út er komin fróðleg bók eftir tískublaðamanninn Dana Thomas sem
kallast „ Deluxe: How Luxury Lost its Luster.“ ( Hvernig munaður missti
ljómann). Í þessu líflega ágripi af munaðarvöruiðnaðinum fer hún yfir
sögu „lúxus“ merkja eins og Hermés, Louis Vuitton og Prada og hvernig
lúxusiðnaðurinn svokallaði hefur þróast síðustu ár. Fróðlegt er að lesa að
Hermés, Cartier og Louis Vuitton voru öll sett á fót á 18. öldinni þegar
handverksmenn bjuggu til dásamlega hluti fyrir konungsfjölskyldu
Frakklands, og síðar, eftir byltinguna, fyrir evrópskt hefðarfólk og ríkar
bandarískar fjölskyldur. Hún talar um þá skemmtilegu staðreynd að
ástæða þess að Hermés tók upp appelsínugula litinn var sú að á stríðsár-
unum var hann eini efnisliturinn sem var auðfáanlegur. Aðalfókus
Thomas, sem bjó í París í tólf ár, er þó hvernig lúxusmarkaðurinn hefur
þróast og færst nær almenningi. Þróunin hófst þegar Miuccia Prada
ákvað að fjöldaframleiða nælontöskur í lok níunda áratugarins og gerði
merkið þar með aðgengilegt venjulegu fólki. „Fjörutíu prósent Japana
eiga eitthvað merkt Vuitton,“ segir hún og bætir við að árið 2004 var gerð
rannsókn sem sýndi að bandarískar konur kaupa heilar fjórar töskur
árlega. Munaðarvörur sem eitt sinn voru keyptar af aðeins fáeinum ríkum
einstaklingum eru nú fjöldaframleiddar í stórum stíl. Einu sinni voru
merki vandlega falin og saumuð innan í hátískufatnað en í
dag nýtur almenningur þess að merkja sjálfan sig í bak og
fyrir með risastórum lógóum. Munaðarvörurnar færðust
sumsé frá háklassanum til miðstéttarinnar og að sama
skapi virtist ljóminn einhvernveginn fara af þeim. Nú
snúast þessi tískuhús í hringi í kringum leikkonur og
poppstjörnur, hella peningum í rándýrar auglýsinga-
herferðir og nota ódýrara efni og vinnuafl og í stað
menntaðra handverksmanna eru allir bolirnir og
peningaveskin væntanlega hömruð saman af
bláfátækum börnum í þriðja heiminum fyrir nokkra
aura í laun. Ilmvötn sem áður voru þróuð af háþróuð-
um „nefjum“ og innihéldu einstök ilmefni eru nú bara
einhver konsept í höfðinu á markaðsmönnum.
Höfundur bókarinnar vitnar í ritstjóra bandaríska
Vogue, Anne Wintour, sem segir, „ Þessar breytingar
þýða að fleira fólk getur klæðst betri tísku,“ og „ því
meiri tísku sem fólk getur keypt sér, því betra.“ En
sjálf dregur Thomas þá dapurlegu ályktun að þrátt
fyrir að iðnaðurinn hafi breytt því hvernig
venjulegt fólk klæðir sig hafi hann fórnað
heiðarleika sínum, grafið undan vörunum
sjálfum og blekkt viðskiptavini sína. Sumsé, um
leið og sótsvartur almúginn fór að ganga í
merkjavöru frá toppi til táar hætti hún að
vera sérstök.
(Áhugasamir geta nálgast bókina á
Amazon, en hún er gefin út af Penguin Press).
Djöfullinn klæðist Prada
(Í alvörunni!)