Fréttablaðið - 11.09.2007, Síða 10

Fréttablaðið - 11.09.2007, Síða 10
RV U ni qu e 08 07 04 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Lotus Professional Heildarlausn fyrir snyrtinguna WC SmartOne statíf blátt WC SmartOne statíf hvítt 3.982 kr. 1.865 kr. Þú spar ar bæð i pappír og sápu með nýju Lo tus Pro fession al skömm turunu m Lotus enMotion blár snertifrír skammtari Lotus enMotion hvítur snertifrír skammtari Lotus sápuskammtari Foam blár Lotus sápuskammtari Foam hvítur 1.865 kr. Íslenskt stjórnborð Íslenskar leiðbeiningar Stórt hurðarop 20 ára ending Eirvík kynnir sportlínuna frá Miele AFSLÁTTUR 30% Miele gæði ÞVOTTAVÉL frá kr. 99.900 Forsætisráðherra Póllands, Jaroslaw Kaczynski, lét í gær að því liggja að hann hallaðist að því að flokkur hans myndaði samsteypustjórn með aðalkeppinautnum, frjálshyggju- flokknum Borgaravettvangi, ynni hans flokkur þingkosning- arnar sem boðað hefur verið til í næsta mánuði. Kaczynski virtist aðspurður í útvarpsviðtali hins vegar útiloka þann möguleika að reyna að end- urnýja stjórnarsamstarf íhaldsflokks síns, Laga og rétt- lætis, við tvo popúlistaflokka. Þar sem upp úr því samstarfi slitnaði varð að flýta kosningunum. Allir gagnagrunnar sem Ríkislögreglustjóri rekur hafa lagastoð, eru undir eftirliti Persónuverndar og reynt hefur á þá fyrir dómstólum, segir í yfirlýsingu frá dómsmálaráð- uneytinu. Hæstaréttarlögmaður sem gagnrýndi gagnagrunnana segist standa við gagnrýni sína. „Það er því skýr lagaheim- ild fyrir starf- rækslu gagna- grunna lögreglu [þar með talið] greining- ardeildar embættis Rík- islögreglustjó- ra,“ segir í yfir- lýsingu dómsmálaráðuneytisins. Þar segir ennfremur að Ríkis- lögreglustjóri hafi rekið miðlæga gagnagrunna árum saman. Sér- stök reglugerð um greining- ardeild víki ekki frá heimildum sem Ríkislögreglustjóri hafi og gildi almennt um meðferð og söfnun persónuupplýsinga hjá lögreglu. Fréttablaðið greindi frá gagnrýni Jóhannesar Rúnars Jóhannssonar hæstaréttarlög- manns á ákvæði í reglugerðum frá dómsmálaráðuneytinu á sunnudag. Jóhannes Rúnar sagði enga lagastoð fyrir heimild greining- ardeildar til að vinna með viðkvæmar persónuupplýsingar. Það sé stjórnarskrárbrot að safna persónuupplýsingum og vinna með þær án fullnægjandi lag- astoðar. Auk þess væri veik lag- astoð fyrir gagnagrunni ríkislög- reglustjóra. Jóhannes Rúnar segir yfirlýs- ingu ráðuneytisins yfirklór sem svari ekki þeirri gagnrýni sem hann hafi sett fram. Fleiri lög- menn séu þessarar skoðunar og hann hafi fengið sterk viðbrögð við ummælum sínum. „Það er engin lagastoð fyrir þessari upplýsingasöfnun, það er alveg skýrt,“ segir Jóhannes Rúnar. Hann segir að ákvæði í lögum sem heimili skerðingu á persónu- frelsi einstaklinga, til dæmis með því að safna viðkvæmum persón- uupplýsingum, verði að vera skýr. Ekkert af þeim lagaákvæðum sem reglugerðirnar byggi á, og nefndar eru í yfirlýsingu ráðu- neytisins, geti talist skýr heimild til að skerða friðhelgi einkalífs þeirra sem í hlut eigi. Ummæli í yfirlýsingu ráð- uneytisins um að reynt hafi á gagnagrunna ríkislögreglustjóra fyrir dómstólum segir Jóhannes Rúnar ekki ganga upp. Sér vit- anlega hafi til að mynda enginn dómur fallið um gagnasöfnun greiningardeildarinnar, enda reglugerðin sett í maí síðastliðn- um. Þar fyrir utan reyni ekki oft á upplýsingar úr gagnagrunnum lögreglu í dómsmálum. Gagnagrunnar með lagastoð Dómsmálaráðuneyti segir Ríkislögreglustjóra hafa rekið gagnagrunna árum saman sem eigi sér skýra lagastoð. Yfirklór sem svarar ekki spurningum segir hæstaréttarlögmaður sem gagnrýnir reglugerðir.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.