Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.09.2007, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 11.09.2007, Qupperneq 11
Glerárgötu 34 • Akureyri Sími 515 5160 Opið virka daga kl. 8-18 Borgartúni 29 • Reykjavík Sími 515 5170 • Opið virka daga kl. 8-18 • laugardaga kl. 11-14 Höfðabakka 3 • Reykjavík Sími 515 5105 Opið virka daga kl. 8-18 Eitthvað fyrir alla! Prenthraði bls. á mín A4: Allt að 30 bls. í svörtu, 23 bls. í lit, ljósmynd 10x15 25 sek. Upplausn: 4800x1200 í lit, 1200dpi í svörtu Litatækni: PhotoRet IV með ljósmyndahylki Tengi: USB 2.0 - PictBridge Mánaðarnotkun: 1.000 bls. Pappír: 75-200 g Innbakki: 100 bls. Myndavélakort: Raufar fyrir myndavélakort SKANNI Skannatækni: Flatbed Upplausn: 1200x2400dpi FJÖLFÖLDUN Hraði bls. á mín.: 30 í svörtu, 23 í lit Minnkun/stækkun: 50 til 400% Aðeins Örgjörvi: Intel Core Duo T2130/1.86 GHz Vinnsluminni: 2048MB 667MHz DDR2 Skjár: 15,4” TrueBrite WXGA 1280 x 800 Skjástýring: Intel GMA 945GML Harður diskur: 200GB, S.M.A.R.T Skrifari: 8x DVD±RW Super Multi Þráðlaust netkort: 802.11 b/g Vefmyndavél: Nei Stýrikerfi: Windows VISTA Business 89.900kr./stgr. Aðeins *Verð miðast við meðaltalsraðgreiðslur í 36 mánuði. Aðeins Þunglyndi heldur meira aftur af fólki en kverkabólga, liðagigt, asmi og sykursýki, samkvæmt rannsókn Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar (WHO) sem fréttavefur BBC greinir frá. Spurningalisti var lagður fyrir meira en 245.000 manns í sextíu löndum. Eftir að tillit hafði verið tekið til þátta á borð við fátækt og heilsufar komust rannsakendur að þeirri niðurstöðu að þunglyndi væri sá þáttur sem hefði viðamest áhrif á versnandi heilsu fólks. Enn fremur leiddi rannsóknin í ljós að fólk sem þjáðist af einum eða fleirum langvinnum sjúkdómum auk þunglyndis væri verst til heilsunnar. Somnath Chatterji, einn rannsakenda, segir niðurstöðurnar undirstrika nauðsyn þess að setja þunglyndi sem forgangsverk- efni til að bæta heilsu almennings. Segir Chatterji samverkun þunglyndis og lang- vinns sjúkdóms leiða til síversnandi heilsu fólks umfram þá sem þjáist bara af þung- lyndi, þá sem þjáist bara af langvinnum sjúk- dómi eða þá sem þjást af fleiri en einum langvinnum sjúkdómi án þunglyndis. Marcus Roberts, yfirmaður stefnumörk- unar við bresku geðheilsulíknarstofnunina Mind, tekur undir með Chatterji um mikil- vægi þess að setja meðferð við þunglyndi í forgang. Segir hann það oft gerast að læknar líti framhjá geðheilsu sjúklinga þegar þeir einbeiti sér að meðhöndlun líkamlegra einkenna langvinnra sjúkdóma. Læknar líta oft framhjá geðheilsunni Unglingspiltur hefur játað að hafa kveikt í bílskúr við fasteignasöluna Bakka við Sigtún á Selfossi í byrjun ágúst. Ekki liggur fyrir hvers vegna drengur- inn kveikti eldinn, en hann er undir sakhæfisaldri og verður því líklegast ekki ákærður fyrir athæfið. Eldurinn var kveiktur við vesturgafl bílskúrsins og teygði eldurinn sig upp í þaksperrur. Skemmdirnar á skúrnum voru minni háttar. Að sögn fulltrúa lögreglunnar á Selfossi fer málið nú til Barnaverndarnefndar, þar sem reynt verður að finna á því lausn. Játaði að hafa kveikt í skúr Neyðarsímtöl í síma 112, númer Neyðarlínunnar, voru tæplega 187 þúsund á síðasta ári, sem jafngildir rúmlega 500 símtölum að jafnaði hvern dag ársins. Þetta er um fjögurra prósenta aukning frá fyrra ári þegar um 180 þúsund neyðar- símtöl bárust. Þetta kemur fram í ársskýrslu Neyðarlínunnar sem gefin var út í gær. Þar eru neyðarsímtölin flokkuð eftir tegundum, og í rösklega helmingi tilvika var erindið að óska eftir aðstoð lögreglu. Alls bárust 155 símtöl vegna barnaverndarmála í fyrra, sem er tæpur þriðjungur af fjölda slíkra símtala árið 2005 þegar 561 símtal barst vegna þessa málaflokks. Yfir 500 neyðar- símtöl á dag Bæklingurinn „Living and working in Iceland“ hefur verið gefinn út. Í honum er fjallað um lífs- og vinnuskilyrði á Íslandi. EURES, evrópsk vinnu- miðlun sem rekin er af Vinnu- málastofnun, sér um útgáfuna. Í fréttatilkynningu kemur fram að markmiðið með útgáfunni sé að safna saman á einum stað öllu því helsta sem erlendir starfs- menn þurfi að vita og hafa í huga fyrstu mánuðina á Íslandi. Farið er yfir hluti eins og skráningu inn í landið, nauðsynleg leyfi, atvinnuleit, skattakerfið og fleira. Hægt er að nálgast bæklinginn á vefsíðu Vinnumálastofnunar, www.vinnumalastofnun.is. Læra að búa og vinna á Íslandi Nýr forstjóri hefur verið ráðinn yfir kæli- og frystigeymslu- sviði Eimskips í Ameríku. Brad Sugden, forstjóri Versacold, tekur við af Reyni Gíslasyni, sem mun stýra annarri starfsemi Eimskips í heimsálfunni. Eimskip festi nýlega kaup á Versacold og liggur fyrir að samþætta rekstur Versacold og Atlas Cold Storage, sem einnig er í eigu Eimskips. Ameríkusvið Eimskips rekur 120 kæli- og frystigeymslur í Norður-Ameríku og starfa um 8.500 manns á vegum félagsins. Nýr forstjóri á kælisviði

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.