Fréttablaðið - 11.09.2007, Page 38
Opnunaratriði Britney
Spears á MTV Video Music
Awards-verðlaunahátíðinni
í Las Vegas aðfaranótt
mánudags vakti ekki mikla
lukku.
Margir biðu með öndina í hálsinum
eftir opnunar-
atriði MTV Video
Music Awards-
hátíðarinnar í ár,
eftir að það spurðist út
að söngkonan Britney
Spears hefði tekið það
að sér. Atriðið átti að
marka endurkomu Spears
í tónlistarbransann, eftir
að hún tók sér hlé frá
upptökum og tónleika-
ferðum til að stofna
fjölskyldu fyrir nokkrum
árum.
Frést hafði að galdra-
maðurinn Criss Angel
hefði lagt söngkonunni
lið við gerð atriðisins,
sem reyndist ekki vera
raunin. Angel ætlaði að
nota spegla til að láta líta
svo út að söngkonan hyrfi
af sviðinu. Eftir atriði
Britneyjar var það mál
margra að svo hefði betur
verið.
Vefsíðan TMZ.com segir
söngkonuna hafa litið út eins
og svefngengil á sviðinu.
Hún söng ekki sjálf, heldur
hreyfði varirnar í takt við
lagið. Dansinn, sem var
hennar aðalsmerki á árum
áður, var ekki heldur upp á
marga fiska.
„Þegar myndavélinni
var beint að stjörnum
eins og Rihönnu, 50 Cent
og Diddy sást að
áhorfendur voru ekki
hrifnir,“ segir á síðunni.
„Britney leit ekki út
fyrir að vera of spennt
sjálf… og virtist jafnvel hafa
gleymt textanum við eigið lag.“ Í
skoðanakönnun síðunnar voru 89
prósent yfir 130 þúsund svarenda
sammála um að söngkonan hefði
verið ömurleg.
Úr netheiminum var það þó
væntanlega slúðurbloggarinn
Perez Hilton sem brást hvað verst
við skandalnum, eins og hann
kallar uppákomuna. „Við erum
móðguð, sár og full ógeðs yfir
„atriði“ þínu á VMA-hátíðinni,“
skrifar hann, og skiptir yfir í
töluvert ófágaðra orðbragð. „Það
sem þú gerðir var vanvirðing við
þá fáu aðdáendur sem þú átt eftir,“
skrifar Perez þessu næst. „Hin
gamla Britney Spears, sem var
einu sinni (fyrir löngu síðan)
virkilega frábær, myndi skammast
sín fyrir þennan skort á fag-
mennsku og gjörsamlega skítlegt
atriði á VMA-hátíðinni,“ segir
Perez.
Björk Guðmundsdóttir hefur verið
tilnefnd til evrópsku MTV-tónlist-
arverðlaunanna sem besti sólótón-
listarmaðurinn
og mesti rokkar-
inn. Athöfnin fer
fram í München
hinn 1. nóvem-
ber næstkom-
andi. Hægt er að
kjósa Björk á
heimasíðu MTV.
Björk er einn-
ig í stóru viðtali
í nýjasta tölu-
blaði breska tón-
listartímaritsins
Q. Prýðir hún
forsíðu tímarits-
ins ásamt
Michael Stipe úr
R.E.M. og Rufus
Wainwright.
Björk er enn á tónleikaferð um
heiminn til að fylgja eftir plötu
sinni Volta. Fram undan eru tón-
leikar í Montreal, Madison Square
Garden í New
York og í Suður-
Ameríku. Búist
er við því að tón-
leikaferðin taki
átján mánuði og
henni ljúki seint
á næsta ári.
Ný plata með
söngkonunni er
jafnframt fyr-
irhuguð síðar á
þessu ári. Var
hún tekin upp í
einni lotu í
Olympic-
hljóðverinu í
London. Talið er
að á plötunni
verði að finna áður útgefin lög í
nýjum útsetningum.
Tvær tilnefningar
Kvikmynd Guðnýjar
Halldórsdóttur, Veðra-
mót, var frumsýnd að
viðstöddu margmenni
en hún segir sögu
þriggja hippa sem taka
að sér stjórn á betrunar-
heimili fyrir vandræða-
unglinga. Myndin fékk
afbragðsdóma í fjöl-
miðlum og gaf Frétta-
blaðið henni meðal
annars fjórar stjörnur
af fimm. Fjöldi ungra
leikara steig þarna sín
fyrstu skref fyrir
framan myndavélina
og var þeim ákaft
fagnað á frum-
sýningunni.
Veðramót frumsýnd með stæl
Hvað er að frétta?