Fréttablaðið - 20.09.2007, Qupperneq 2
Stefán, hvað eiga þá korter-í-
þrjú gæjarnir að gera?
Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val
á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18.
Opið virka daga: 10-18
Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500
„Mér skilst að það sé
búið að ráða einhvern annan og að
það sé leyndarmál,“ segir Sigur-
jón Þórðarson, fyrrverandi þing-
maður Frjálslynda flokksins, um
starf framkvæmdastjóra flokks-
ins.
Hann fullyrðir að Guðjón Arnar
Kristjánsson flokksformaður hafi
lofað sér starfinu í aðdraganda
kosninganna í vor, næði hann ekki
kjöri til þings.
Sigurjón hefur tekið við sínu
gamla starfi sem framkvæmda-
stjóri Heilbrigðiseftirlits Norð-
urlands vestra og segist því vera
farinn að hugsa um aðra hluti.
Hann kveðst þó ekki vera reiður
Guðjóni Arnari. „Ég er bara hissa
á honum,“ segir hann.
Að sögn Sigurjóns var hann
beðinn um að færa sig úr Norð-
vesturkjördæmi í Suðurkjör-
dæmi eftir að Kristinn H. Gunn-
arsson gekk í flokkinn. Þar var
fyrir á fleti Grétar Mar Jónsson
og vildi Sigurjón ekki rugga bátn-
um þar eftir „Margrétarmálin“ í
flokknum.
Síðar hafi verið rætt um fram-
boð hans í Suðvesturkjördæmi og
loks Norðausturkjödæmi. „Guð-
jón óskaði eftir því við mig að ég
færi fram þar,“ segir Sigurjón
„og bauð mér að verða fram-
kvæmdastjóri ef þannig færi.“
Svo fór að Sigurjón var ekki
kjörinn á þing en engu að síður
hefur honum ekki boðist að setj-
ast í stól framkvæmdastjóra
flokksins.
„Lýðræðið getur verið þungt í
vöfum,“ var það eina sem Guðjón
Arnar vildi segja um málið. Hann
bætti þó við að ráðning fram-
kvæmdastjóra væri ekki frágeng-
in en um hana yrði tilkynnt þegar
þar að kæmi.
Magnús Reynir Guðmundsson
hefur verið framkvæmdastjóri
Frjálslynda flokksins síðan Mar-
gréti Sverrisdóttur var vikið úr
starfinu síðastliðinn vetur.
Sigurjón hissa á formanninum
Miðborgin Húsafriðunarnefnd
hefur lagt til að tólf hús í miðbæ
Reykjavíkur verði friðuð, þar af
tíu við Laugaveg. Verslunin
Brynja og Kaffi Hljómalind eru
meðal þeirra.
Húsin eru öll byggð fyrir 1908
en fjögur þeirra má rífa, sam-
kvæmt gildandi deiliskipulagi.
Á Akureyri leggur nefndin til
að húsin við Hafnarstræti 94, 96
og 98 verði friðuð. Eitt þeirra,
Hótel Akureyri, hefur átt að rífa.
Í tilkynningu frá nefndinni
segir að húsin hafi öll mikið gildi
fyrir umhverfi sitt, flest þeirra
hafi einnig listrænt gildi eða
menningarsögulegt.
Menntamálaráðherra ákveður
hvort af friðun verður.
Hljómalind og
Brynja friðuð
Kristbjörg Stephen-
sen borgarlögmaður segir ekki
hægt að hagga við næturopnun 10-
11 á Hjarðarhaga. Nágrannar
verslunarinnar og hverfisráð
Vesturbæjar kröfðust þess í apríl
að lokað yrði á Hjarðarhaga á nótt-
unni. Nú hafa nágrannar 10-11 á
Laugalæk sent borgaráði kröfu um
að 10-11 þar verði lokað að nætur-
lagi.
Kristbjörg segir í umsögn til
borgarráðs að sveitarfélög hafi
ekki lagaheimild til að takmarka
afgreiðslutíma verslana þar sem
hann sé frjáls. Þó mætti setja
þannig takmarkanir inn í skipu-
lagskilmála hvers hverfis:
„Slíkt verður þó tæpast gert
gagnvart verslunum sem þegar
eru starfandi á viðkomandi svæði,
að minnsta kosti ekki án greiðslu
bóta vegna þeirrar skerðingar,“
segir Kristbjörg sem telur að næt-
uropnun 10-11 verði ekki haggað.
„Enda geta engar aðrar reglur gilt
um verslunina en almennt gilda
um verslunarstarfsemi í þjóðfé-
laginu,“ segir hún.
Þá hefur Kristbjörg eftir fram-
kvæmdastjóra 10-11 að gripið hafi
verið til ráðstafana til að sporna
við ónæði frá versluninni á Hjarð-
arhaga. Öryggisvörður sé utan við
búðina á nóttunni til að koma í veg
fyrir mannsöfnuð og hvorki sé
komið með vörur í verslunina né
sorpgámar þar losaðir eftir klukk-
an tíu á kvöldin.
Nágrannar 10-11 á Laugalæk
krefjast þess samt að verslunin
þar sé lokuð að minnsta kosti frá
miðnætti til klukkan átta að
morgni. Næturopnuninni fylgi
endurtekin truflun á svefni af
völdum óláta þannig að ekki sé
lengur um að ræða friðsælt íbúð-
arhverfi, eins og segir í mótmæla-
bréfi 50 íbúa til borgarráðs.
Lára Magnea Jónsdóttir, sem
býr gegnt 10-11 á Laugalæk, segir
að þrátt fyrir niðurstöðu borgar-
lögmanns verði borgin að taka á
málinu. „Hér eru til dæmis mikil
fylliríslæti um helgar í bílum fyrir
utan búðina með tilheyrandi
háreysti. Svona gengur þetta alls
ekki,“ segir Lára.
Guðjón Reynisson, fram-
kvæmdastjóri 10-11, segist ekki
hafa heyrt af athugasemdum íbú-
anna á Laugalæk. „Ég tek þetta
mjög alvarlega. Það er mjög skilj-
anlegt að fólk sé pirrað ef nætur-
svefn þess er truflaður. Ég mun
ekki sitja aðgerðarlaus heldur skrá
það sem þarf að gera – og standa
svo við það,“ segir Guðjón.
Næturopnun 10-11
verður ekki haggað
Nágrannar krefjast þess að borgin afturkalli leyfi 10-11 til að hafa opið á Lauga-
læk að næturlagi. Það er ekki hægt nema með því að breyta skipulagi og greiða
bætur segir borgarlögmaður um sams konar mál varðandi 10-11 á Hjarðarhaga.
Ungi karlmaðurinn sem lenti í
bílslysinu í Reykhólasveit er
látinn. Hann hét Marius Polenski
og var tvítugur að aldri. Hann bjó í
foreldrahúsum á Tálknafirði.
Maðurinn var fluttur með þyrlu
Landhelgisgæslunnar alvarlega
slasaður eftir útafakstur við bæinn
Klukkufell á mánudagskvöldið.
Samkvæmt tilkynningu frá
lögreglu var hann meðvitundar-
laus þegar björgunarmenn komu á
vettvang og komst aldrei til
meðvitundar.
Honum hafði verið haldið
sofandi í öndunarvél á gjörgæslu-
deild Landspítalans í Fossvogi með
alvarlega áverka, meðal annars á
höfði. Lögreglan á Vestfjörðum
rannsakar tildrög slyssins.
Lést í bílslysi í
Reykhólasveit
Mikil yfirvinna með
tilheyrandi álagi og þreytu
stefnir flugöryggi í hættu, auk
þess að hafa áhrif á heilsu
flugumferðarstjóra. Fundur
Samtaka flugumferðarstjóra á
Norðurlöndunum hvatti til þess
að þörf fyrir yfirvinnu við
stjórnun flugumferðar yrði
útrýmt.
Aukið álag var meðal þess sem
rætt var á fundi norrænna
flugumferðarstjóra sem fram fór
í Reykjavík nýverið.
Segja yfirvinnu
valda hættu
Hjörleifur Jakobsson, for-
stjóri Kjalars sest á morgun í stjórn
HB-Granda í stað Þórhalls Helga-
sonar. Eggert B. Guðmundsson, for-
stjóri HB-Granda segir breyting-
arnar eðlilegar þar sem Kjalar sé
orðinn næst-
stærsti hluthaf-
inn í fyrirtæk-
inu.
Nýverið
tilkynnti HB-
Grandi um
brottflutning
starfsemi sinnar
frá Reykjavík og
uppbyggingu
fiskiðjuvers á
Akranesi en
hætti svo við. Spurður hvort
undirrót breytinga á stjórn væri
óánægja Kjalarsmanna með
málsmeðferðina vildi Eggert engu
svara.
Stjórn HB-Granda, frá og með
morgundeginum, skipa Árni
Vilhjálmsson formaður, Kristján
Loftsson varaformaður, Bragi
Hannesson, Halldór Teitsson og
Hjörleifur Jakobsson.
Nýr í stjórnina
Til skoðunar er að
gefa fíkniefnaneytendum spraut-
ur og sprautunálar til að bregðast
við hópsýkingu á HIV sem virðist
í uppsiglingu meðal þessa hóps,
segir Haraldur Briem sóttvarna-
læknir.
Það sem af er þessu ári hafa
fjórir fíkniefnaneytendur greinst
með HIV-sýkingu, sem er sami
fjöldi og greindist samanlagt á
árunum 2002-2006. Haraldur
segir ljóst að um innbyrðis smit
hafi verið að ræða hjá fólki sem
sprautar sig með eiturlyfjum.
Slíkt er óvenjulegt hér á landi,
undanfarin ár hefur frekar verið
um einstök tilvik að ræða. HIV-
faraldur meðal fíkniefnaneyt-
enda hefur þó verið áhyggjuefni
heilbrigðisstarfsmanna hérlendis
frá því alnæmisfaraldurinn barst
til landsins í byrjun níunda ára-
tugarins.
„Við höfum auðvitað miklar
áhyggjur af því að þetta geti farið
að breiðast snarlega út í þessum
hópi,“ segir Haraldur.
Hann segir að eftir sé að ræða
útfærslu á slíkri dreifingu, en
niðurstöður séu væntanlegar nú í
haust. Til greina komi að apótek
eða heilsugæslustöðvar dreifi
sprautum og nálum. Einnig sé
þekkt erlendis að sérstakir staðir
þjóni fíkniefnaneytendum og þar
geti þeir fengið hreinar nálar og
sprautur.
Vill gefa sprautur og nálar Í Garðabæ er unnið að
því að fjölga félagslegum
íbúðum um tvær á næstunni, að
sögn Gunnars Einarssonar
bæjarstjóra.
Í Garðabæ er lægst hlutfall
félagslegra íbúða hjá þeim
sveitarfélögum á höfuðborgar-
svæðinu sem á annað borð eru
með slíkar íbúðir. Þær eru 14
talsins, eins og fram kom hér í
blaðinu í gær.
Spurður segir hann ástæðu
þessa vera þá að bærinn hafi
ekki viljað vera með íbúðir „á
lager“.
„Við höfum bara horft á
þörfina og mætum henni eins vel
og við getum,“ segir hann.
Fjölgað um tvær