Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.09.2007, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 20.09.2007, Qupperneq 6
PÍTUBAKKI 2.390 kr. ÁVAXTABAKKI 2.480 kr. Vínber, melónur, ananas, appelsínur, perur og fleiri gó›ir ávextir. N†TT PANTA‹U Í SÍMA 565 6000 / FRÍ HEIMSENDING* *Frí heimsending gildir a›eins ef panta›ir eru 3 e›a fleiri bakkar. Tikka masala kjúklingur, jöklasalatog pítubrau›. Reykt skinka, eggjasalat, jöklasalat og pítubrau›. Nánari uppl‡singar á somi.is N†TT Umsvif í hagkerfinu munu dragast saman á þessu ári og því næsta. Þetta sýnir ný þjóðhagsspá Glitnis fyrir árin 2007 til 2011. Frekar mun þó um aðlögun en lendingu að ræða. „Við setjumst ekki á malbikið, hvað þá að við steypumst á nefið eins og þeir svartsýnustu hafa spáð fyrir um,“ sagði Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur hjá Greiningu Glitnis. Tímabundinni stöðnun er spáð í einkaneyslu. Mett- un hafi orðið á markaði með varanlegar neysluvörur og bíla. Þá verði lánsfjármögnun dýrari, vinnumark- aður slakari og eignaverð hækki minna, sem allt hafi áhrif til minni einkaneyslu. Sömuleiðis er gert ráð fyrir samdrætti í fjárfest- ingu á þessu ári og því næsta. Framkvæmdir við álverið í Helguvík muni hins vegar knýja vöxt henn- ar aftur, eftir árið 2009. Þrátt fyrir að samdráttar í einkaneyslu og fjárfest- ingu gæti nú þegar er spáð 2,6 prósenta hagvexti í ár og tveggja prósenta vexti á því næsta enda verði verulegur bati á utanríkisviðskiptum. Hagvöxturinn muni svo taka vel við sér á árunum 2009 til 2011. Engin lending heldur lágflug Afhending nýrra lögreglubúninga sem upphaflega átti að taka í notkun 17. júní síðastliðinn er í uppnámi. Framleiðslu núverandi búninga var hætt um síðustu áramót. Saga nýju búninganna er orðin nokkuð löng. Í lok síðasta árs var farið af stað með útboð á þeim. Á grundvelli þess var gengið til samninga við framleiðslufyrirtæki, annars vegar Hexa og hins vegar Sjóklæðagerðina og Fasa-föt. „Síðan gerist það að tvö síðarnefndu fyrirtækin eiga í sameiningarviðræðum sem flækja málin,“ segir Jónas Ingi Pétursson, framkvæmdastjóri rekstrar hjá embætti ríkislögreglustjóra. „Upp úr þeim slitnaði og þó nokkuð af starfsfólki Fasa fór yfir til Sjóklæða- gerðarinnar, en Hexa keypti lager og einhverja við- skiptavild. Hexa stóð að megninu til við sinn hluta samningsins, fór í máltökur um allt land og setti sinn hluta í framleiðslu. Sjóklæðagerðin var aftur á móti lengur að fara af stað. Að ósk lögreglu var ákveðið að Sjóklæðagerðin færi í samstarf við danskt fyrirtæki, Mammut, sem framleiðir búninga fyrir dönsku lög- regluna. Þá brutust út óeirðir í Danmörku og það fór allt á yfirsnúning við að framleiða föt fyrir dönsku lögregluna, þannig að okkar framleiðsla færðist aftar í röðina. Það kom vitlaust efni hingað til lands og fleira fór úrskeiðis, að því að okkur er sagt.“ Jónas segir að þar sem 17. júní hafi ekki staðist hafi stefnan verið sett á 5. september. „Nú í lok ágúst tilkynnti forsvarsmenn Sjóklæða- gerðarinnar okkur að þeir gætu ekki heldur staðið við þá dagsetningu,“ útskýrir Jónas enn fremur. „Við höfum því verið að funda með umræddum birgjum, ásamt lögfræðingum, sem segir kannski best hvernig staðan er. Nú er stefnan sett á 1. október. Við ætluðum að afhenda nýju búningana í einu lagi, þannig að Hexa hefur beðið með sinn hluta þeirra á lager. En niður- staðan er orðin sú, að við verðum að afhenda hluta fatnaðarins, þannig að menn verða með blandaðan einkennisfatnað til að byrja með, þann nýja og hinn eldri, af því að þetta hefur dregist fram úr öllu hófi.“ Jónas segir hægt að beita févítum eða rifta öllum samningum vegna vanefnda og séu þau mál í skoðun. Aðaláherslan sé þó á að fá nýju búningana sem fyrst. Nýir lögreglubún- ingar eru í uppnámi Afhending nýrra einkennisbúninga fyrir lögreglumenn hefur dregist svo mán- uðum skiptir. Embætti ríkislögreglustjóra íhugar að beita févítum eða rifta samningum vegna vanefnda. Fundir fara fram í viðurvist lögfræðinga. „Borgaryfirvöld hafa ákveðið að flytja efni frá Geirsgötu og setja það í landfyll- ingu upp á þrjá hektara við Ána- naust,“ segir Sigurbjörg Schiöth, íbúi við Vesturgötu. Húsfélag Vesturgötu 69 til 75 sendi frá sér ályktun þar sem það mótmælir harðlega áformum borgaryfirvalda og telja ótækt að ráðist verði í landfyllingu á þeirri forsendu að það vanti urðunarstað fyrir efnið. Í ályktuninni segir að gert hafi verið ráð fyrir landfyllingu við Ánanaust eftir árið 2012, en núver- andi meirihluti borgarstjórnar hafi boðað að fallið yrði frá hug- myndum um landfyllingu á þess- um stað. Nú hafi sú afstaða breyst. „Landfyllingin verður í engu samræmi við strandlínuna og áformin virðast því laus við alla umhverfishugsun,“ segir Sigur- borg og bendir á að ekkert mat fór fram á umhverfisáhrifum. Íbúar Vesturgötu telja ótækt að komist sé hjá slíku mati með því að miða við flatarmál, ef síðar eigi að bæta við og stækka fyrirhug- aða landfyllingu. Um fokgjarnt efni sé að ræða og fyrir opnu hafi séu allar líkur á að efnið berist yfir íbúabyggðina. Það geti haft áhrif á heilsufar, þá sérstaklega hjá þeim sem þjást af ofnæmis- og öndunarsjúkdómum. Óttast fok yfir íbúðabyggð Hefur þú áhyggjur af stríði í Íran? Vilt þú verslunarkjarna í mið- borg Reykjavíkur? Viðskiptaráð, sem í vikunni fagnar níræðis afmæli, leggur til að ráðuneytum verði fækkað úr fjórtán í sjö. Er slíkri aðgerð ætlað að einfalda stjórnsýsluna og auka skilvirkni. Ráðið stingur upp á að félags-, trygginga- og heilbrigðismál verði sameinuð í velferðarmála- ráðuneyti, fjármála- og viðskipta- ráðuneyti verði að einu og samgöngu-, iðnaðar- og umhverf- isráðuneyti verði sameinuð sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneytinu. Starfsemi og verksvið annarra ráðuneyta verði óbreytt. Ráðuneytum fækkað í sjö
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.