Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.09.2007, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 20.09.2007, Qupperneq 12
Bernard Kouchner, utanríkisráðherra Frakklands, segir að franska stjórnin hafi ekki lengur þá stefnu að vera ávallt andvíg Bandaríkjamönnum. Hins vegar taki hún ekki við neinum skipunum frá Bandaríkjastjórn. Kouchner, sem hélt í gær í þriggja daga opinbera heimsókn til Bandaríkjanna, segir að þetta sé fráhvarf frá stefnu fyrri ríkis- stjórnar, þegar Jacques Chirac var Frakklandsforseti. Hann segir andúð fyrri stjórnar á Bandaríkjamönnum vera „hefð sem við erum að reyna að yfir- vinna“. Kouchner hefur þótt harla ómyrkur í máli undanfarna daga þegar talið hefur borist að Íran, og sagði meðal annars að Vestur- lönd þurfi að búa sig undir stríð hætti Íranar ekki við kjarnorkuá- form sín. Einnig sagði hann það bara eðlilegt að franski herinn búi sig undir slíkt stríð, en bætti þó við að „sem stendur“ væri slíkur undirbúningur ekki í bígerð. Í gær sá Herve Morin, varnar- málaráðherra Frakklands, ástæðu til að ítreka að franski herinn væri ekki að skipuleggja neinar árásir á Íran. Þótt herinn geri reglulega áætl- anir um ýmis efni, þá „getur engum dottið í hug eitt augnablik að við séum nú að gera og undirbúa hern- aðaráætlanir gagnvart Íran,“ sagði Morin í sjónvarpsviðtali. Taka samt ekki við skipunum ÚRVAL ÚTSÝN ~ LÁGMÚLA 4 ~ 108 REYKJAVÍK ~ SÍMI 585 4000 ~ FAX 585 4065 ~ INFO@UU.IS www.uu.is Verðdæmi: 53.240 kr. á mann m.v. tvo á hóteli. Innifalið í verði er fl ug, hótel- gisting á Radisson SAS Daugava og fl ugvallaskattar. Höfuðborg Lettlands, Riga, er skemmtilega blönduð heimsborg sem býður upp á fjörugt næturlíf, spennandi verslanir og nokkra af bestu veitingastöðum Evrópu. Gamli bærinn í Riga er afar fallegur og þar má auðveldlega auka skilning sinn á sögu landsins í rólegu og þægilegu andrúmslofti. Í Riga er verðlag líka óvenju lágt og því virkilega hægt að njóta lífsins til hins ítrasta. Riga - Falleg og spennandi 11. - 14. október Ferðaskrifstofa Nýr miðborgarkjarni sem gerbreytir deiliskipulaginu Samson Properties, fasteignaþróunarfélag Björgólfsfeðga, kynnti í gær hugmyndir um verslunar- og þjón- ustuhúsnæði sem samsvarar hálfri Kringlu og 20.000 fermetra íbúabyggð neðan Laugavegar. Ætlað að vera mótvægi við starfsemi í Kvosinni og styðja við mannlíf og verslun á ofanverðum Laugaveginum. „Við erum að breyta öllu deiliskipulagi með þessum hugmyndum,“ segir Sveinn Björnsson, framkvæmdastjóri fasteignaþróunarfélagsins Sam- son Properties. Sveinn kynnti í gær hugmyndir félagsins um nýjan miðbæjar- kjarna sem næði upp frá Skúla- götu og að Laugavegi og austur frá Barónsstíg að Vitastíg. Kjarn- inn myndi fara yfir Hverfisgötu með tveggja hæða glergangi. Áætlað er að hafa milli 70 og 80 verslanir í 25.000 fermetra versl- unarkjarna, sem jafnast á við hálfa Kringlu. Þar yrðu einnig um 180 íbúðir í háhýsum við Skúlagötuna og tækju þær 18.000 til 20.000 fermetra. Núverandi deiliskipulag gerir ráð fyrir allt að 17 hæða húsum þar. Ráðgert er að hafa fjögurra hæða bíla- kjallara undir verslunarmiðstöð- inni. Tveir inngangar væru frá Laugavegi. Annar austar frá Landsbankahúsinu við Laugaveg 77 og hinn þar sem nú standa tvö timburhús við númer 67 og 69. Samson Properties á ekki allar þær lóðir sem ráðgert er að fari undir nýja kjarnann og Sveinn segir að reynt verði að ná samn- ingum við aðra eigendur á svæð- inu. Verkefnið standi eða falli með því. „Við höfum kynnt hugmyndina óformlega fyrir borginni og við- brögðin hafa verið mjög jákvæð en þetta hefur ekki enn farið í neitt hefðbundið ferli,“ segir hann. Sveinn leggur áherslu á að kjarninn verði reistur í sátt og samlyndi við alla aðila á svæðinu. „Við teljum okkur koma til móts við og virða sögu, götumynd og sérstöðu miðbæjarins. Það yrði mjög gaman að vinna með til dæmis Torfusamtökunum, við að þróa þessar götumyndir og prófa hvernig mætti skapa þarna líf.“ Hugmyndin er enn í mótun og Sveinn segir að aðlaga þurfi bygg- inguna eftir því hvað náist í gegn. Hann kveðst til að mynda opinn fyrir öllum hugmyndum um fram- tíð timburhúsanna við Laugaveg 67 og 69. „Það er ekki endilega verið að tala um að rífa þau,“ segir hann. Pétur H. Ármannsson, arkitekt og stjórnarmaður Torfusamtak- anna, virðir þá afstöðu fyrirtækis- ins „að taka tillit til umhverfisins og vinna með íbúum og húsvernd- unarfólki við að laga þessa tillögu að umhverfinu“. Hann lítur á hugmyndina sem frumdrög, sem eigi eftir að móta nánar. „En reiturinn er vel til upp- byggingar fallinn því þarna eru margar auðar lóðir og í rauninni einskis manns land sums staðar,“ segir hann. Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, segir að afnema þurfi bann við notkun höfuðklúta í háskólum. „Rétturinn til æðri menntunar á ekki að takmarkast af því hverju stúlkur klæðast. Þetta er ekkert vandamál í vestrænum samfélögum en hér í Tyrklandi er þetta vandamál og ég tel að það sé frumskylda stjórnmálamanna að leysa þann vanda,“ hafði breska dagblaðið Financial Times eftir honum í gær. Í drögum að nýrri stjórnarskrá, sem stjórnin lagði fram í síðustu viku, er ekki að finna neitt bann við notkun höfuðklúta í háskólum, eins og er í núgildandi stjórnar- skrá landsins. Hyggst afnema slæðubannið Ungir framsóknar- menn hvetja iðnaðarráðherra til að koma á sambærilegu kerfi endurgreiðslu kostnaðar við upptöku tónlist og stuðst er við í kvikmyndagerð. Með slíku kerfi megi laða erlent tónlistarfólk til landsins með tilheyrandi landkynningu og atvinnutækifærum. Ungir framsóknarmenn fagna því að margir erlendir kvik- myndagerðamenn hafi unnið að myndum sínum hérlendis, að því er kemur fram í tilkynningu. Vilja ívilna tón- listarmönnum Erfðaskrá tveggja aldraðra systra, sem gerð var árið 2001, hefur verið dæmd ógild. Héraðsdómi Reykjavíkur þótti sannað að önnur systirin hafi verið ófær um að gera erfðaskrána með skynsamleg- um hætti sökum ellihrörnunar- sjúkdóms. Systurnar arfleiddu son þriðju systurinnar að öllu eigum sínum og kröfðust systkini hans ógildingarinnar. Systurnar voru ógiftar og barnlausar. Þær létust árin 2003 og 2005. Erfðaskrá dæmd ógild
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.