Fréttablaðið - 20.09.2007, Side 22
nám, fróðleikur og vísindi
Kannar tengsl menningar og umburðarlyndis
Yfir hundrað manns mættu
á stofnfund Samtaka
áhugafólks um starf í anda
Reggio Emilia (SARE) síð-
astliðinn fimmtudag. Um er
að ræða leikskólastarf sem
leggur áherslu á lýðræði,
gagnrýna hugsun og sköpun
barnanna. Kristín Dýrfjörð,
lektor við Háskólann á Ak-
ureyri og formaður samtak-
anna, ræddi við blaðamann
um leikskólalýðræði.
Hugmyndafræði Reggio Emilia
er nefnd eftir samnefndri borg á
Ítalíu og varð til skömmu eftir lok
seinni heimsstyrjaldarinnar.
Kristín Dýrfjörð, formaður Sam-
taka áhugafólks um starf í anda
Reggio Emilia, segir foreldra á
þessum tíma, einkum mæður,
hafa viljað læra af reynslu fyrri
ára og forðast að ala upp börn
sem gengju beint inn í fasisma
þegar þau eltust.
„Mæðurnar spurðu sig: Hvers
konar leikskólauppeldi styður við
skapandi einstaklinga sem verða
að þenkjandi fólki? Hvað getum
við gert til að þannig verði fram-
tíðin? Út frá því varð hugmynda-
fræðin til,“ segir Kristín.
Nokkrir íslenskir leikskólar
vinna í anda Reggio Emilia-hug-
myndafræðinnar, meðal annars
Iðavöllur á Akureyri, Regnbog-
inn í Reykjavík og Marbakki í
Kópavogi. Marbakki var fyrstur,
tók til starfa 1986, og því eru
fyrstu íslensku Reggio-börnin að
skríða yfir tvítugsaldurinn í dag.
Kristín segir að þótt hugmynda-
fræðin sé ekki fastmótuð stefna
– hún hefur til dæmis enga sér-
staka námskrá – þá sé höfuðá-
hersla lögð á lýðræði. „Með lýð-
ræði er ekki endilega verið að
meina að börnin hafi bein áhrif á
starfið með kosningum, þótt það
sé vissulega hægt, heldur að það
sé hlustað á barnið. Lýðræðið
felst í því að viðurkenna rétt
barnanna til að hafa áhrif á það
sem er verið að gera, beint eða
óbeint.“
Sem dæmi nefnir hún verkefni
um maríuhænur sem var unnið í
dönskum leikskóla fyrir nokkrum
árum. Þegar verkefnið hófst kom
í ljós að börnin, sérstaklega eitt
þeirra, höfðu mun meiri áhuga á
könguló sem þau höfðu fundið en
maríuhænunum.
„Í staðinn fyrir að segja börn-
unum að hætta að skoða köng-
ulóna því verkefnið fjallaði um
maríuhænur þá mátu leikskóla-
kennararnir það svo að þetta væri
það sem börnin hefðu áhuga á, og
breyttu verkefninu í köngulóar-
verkefni. Það er reynt að hlusta á
hvar áhugi barnanna liggur og út
frá því vinna leikskólakennararn-
ir með börnunum.“
Áhersla lögð á lýðræði
og gagnrýna hugsun
Fr
um
Glæsileg 121,1 fm. 3-4ra herbergja íbúð í lyftuhúsi á 4. hæð. Íbúðin skipt-
ist í hol, tvö svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, eldhús með borð-
krók,stofu og boðrstofu (herbergi). Góðar suður svalir, frábært útsýni.
Byggt árið 2001. Stæði í bílgeymslu og sérgeymsla fylgir. V. 32,6 millj.
Opið hús í dag milli kl. 18:00 og 18:30, íbúð 401
Glósalir 7 – Opið hús
Laugavegur 182 4. hæð • 105 Rvk
Sími 533 4800
Björn Þorri, hdl., lögg. fast.sali. – Karl Georg, hrl., lögg. fast.sali.
Borgartún 29
SÍMI 510 3800
FAX 510 3801
www.husavik.net
Reynir Björnsson
Elías Haraldsson
Lögg. fasteignasalar
Opið hús í dag milli kl. 18 og 19
Þinghólsbraut 41 - Sérhæð
Fr
um
Mikið endurnýjuð og frábærlega staðsett ca 140 fm neðri hæð með sér inn-
gangi. Eignin er með glæsilegu eldhúsi sem er hannað af Rut Káradóttur
arkitekt. Þá eru stofur bjartar og fallegar. Frá borðstofu er útgangur út á
svalir til suðurs með fallegu útsýni. 4 herb., geymsla og baðherbergi inn af
herbergisgang. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð undanfarin ár og má þar
nefna eldhús, bað, þakjárn, ofnar og ofnalagnir. Verð 34,8 millj.
Arnar og Kristjana taka vel á móti gestum milli kl. 18 og 19 i dag.
Teikningar á staðnum