Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.09.2007, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 20.09.2007, Qupperneq 24
[Hlutabréf] Græn ljós blikkuðu á fjármála- mörkuðum um allan heim í gær eftir að seðlabanki Bandaríkjanna ákvað að lækka stýrivexti um heila 50 punkta klukkan 18.15 að íslenskum tíma á þriðjudag. Gengi hlutabréfavísitalna tók stökkið í kjölfarið og hækkaði á bilinu frá tveimur til tæpra fjög- urra prósenta. Tímamót felast í ákvörðuninni en stýrivextir hafa ekki lækkað í Bandaríkjunum síðan undir lok árs 2003. Flestir fjármálasérfræðingar höfðu reiknað með 25 punkta lækkun í besta falli vegna óróleika á fjármálamörkuðum og vísbend- inga um að erfiðara aðgengi að lánsfé í kjölfar erfiðleika á banda- rískum fasteignalánamarkaði gæti komið niður á hagvexti. Þeir útilokuðu þó ekki 50 punkta lækk- un. Eftir því sem nær dró vaxta- ákvörðun gætti talsverðrar óvissu á fjármálamarkaði enda óttuðust margir að svo gæti farið að seðla- bankastjórinn Ben Bernanke myndi standa fast á sínu og ákveða að halda vöxtum óbreytt- um þar eð fátt benti til að draga ætli úr verðbólgu vestanhafs. Þessa stefnu bankans hefur Bern- anke ítrekað lagt áherslu á en stýrivöxtum hafði verið haldið óbreyttum í 5,25 prósentum frá því í júní í fyrra. Þeir standa frá og með þriðjudeginum í 4,75 pró- sentum. Grænn dagur á mörkuðum Peningaskápurinn … Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis verður form- lega að hlutafélagi hinn 1. apríl næstkomandi, en Fjármálaeftirlitið sam- þykkti í gær breytingu SPRON í hlutafélag. Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri, segir ákvörðun fjármálaeftir- litsins vera lokahnykkinn í lögformlegu ferli. Næsta skref sé að sækja um aðild að Kauphöllinni. „Við eigum eftir að ganga frá skráningarlýsingu og semja við Kauphöllina um allar dagsetningar. Þannig að við eigum talsverða undirbúningsvinnu fyrir höndum.“ Guðmundur telur þó lík- legt að skráning verði frágengin fyrir áramót. Talsverður órói hefur verið á hluta- bréfamarkaði undanfarnar vikur. Guðmundur segist alls ekki smeykur, enda byggist ákvörðunin um að leita skráningar á lang- tímasjónarmiðum. „Þó svo einhverjir tímabundnir örðugleikar séu á markaði höfum við ekki í hyggju að láta slíkt stöðva okkur. Við höldum áfram með okkar fyrirætlanir, en nákvæm tímasetn- ing skráningar verður að ráðast af stöðu á markaði.“ Markaðsverð- mæti SPRON er um sextíu millj- arðar króna samkvæmt mati Capacent Gallup á verðmæti sjóðs- ins. SPRON orðið hlutafélag Skrá á SPRON í Kauphöllina eins fljótt og auðið er. Tímasetning skráningar ræðst af stöðu á markaði. Kínverska ríkisflugfélagið China Air hagnaðist um 1,57 milljarða júana, jafnvirði 13,2 milljarða króna, á fyrri hluta árs, þrátt fyrir þrengingar á fjármálamörkuðum. Hagnaðurinn er þrisvar sinnum meiri en á sama tíma í fyrra. Mikil fjölgun farþega í skjóli betri efnahags og aukinna fjár- ráða almennings í Kína skiptir mestu um bætta afkomu flugfé- lagsins. Sérstaklega fjölgaði far- þegum á viðskiptafarrými. Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að hagnaðurinn hefði orðið enn meiri, ef ekki hefðu komið til verðhækk- anir á eldsneyti. Þá munar miklu um styrkingu kínverska júansins gagnvart Bandaríkjadal en skuldir félagsins eru að mestu í dölum. Ólympíuleikarnir verða haldnir í Peking að ári og er China Air einn af styrktaraðilum leikanna. Gert er ráð fyrir verulegri fjölgun farþega í tengslum við þá. China Air þre- faldar hagnað Nýr forstjóri yfir Apple Seðlabankinn segist ekki hafa fengið formlegt erindi um evruskráningu Straums í Kauphöllina. Fyrirhuguð uppgjörsleið var þó kynnt og færð til bókar í Samráðs- nefnd í forystu bankans í byrjun maí. Fjármálaeft- irlitið skoðar nú túlkun á 15. grein laga um rafræna eignaskráningu verðbréfa. en um hana snýst athuga- semd Seðlabankans sem tef- ur evruskráningu Straums. Seðlabankinn segist ekki hafa fengið formlegt erindi um þá fyrirætlan að hefja viðskipti með hlutabréf Straums í evrum í dag. Á þriðjudag var frá því greint að fresta hafi þurft evruskráning- unni vegna athugasemda sem Seðlabankinn sendi Verðbréfa- skráningu síðasta föstudag. Samkvæmt heimildum blaðsins er það orðað svo í bréfinu að „bankastjórnin hafi haft spurnir af“ fyrirhugaðri breytingu. Stóðu þó bæði Straumur og Verðbréfa- skráning í þeirri trú að bankanum væri fulljóst um allar fyrirætlan- ir, enda hefðu þær verið bókaðar á fundi lögboðinnar sam- ráðsnefndar hlutaðeigandi undir forystu Seðlabankans strax sjö- unda maí á þessu ári. Þá hefur blaðið heimildir fyrir því að Fjár- málaeftirlitið hafi í lok síðasta mánaðar fallist á fyrirkomulag evruskráningarinnar, að því gefnu að rétt leið yrði farin í að tilkynna hluthöfum Straums um breytinguna. Guðmundur Kr. Tómasson, stað- gengill framkvæmdastjóra fjár- málasviðs Seðlabankans og for- maður Samráðsnefndar um samskipti verðbréfamiðstöðva, kauphalla og Seðlabanka Íslands, segir rétt sem fram hafi komið að athugasemd sem bankinn gerði við fyrirhugaða skráningu hluta- bréfa Straums í evrur snúi að laga- tæknilegu atriði. „Vandinn snýst um að löggjafinn hefur heimilað skráningu hlutabréfa í erlendri mynt, án þess að tekið hafi verið á hvernig ljúka eigi peningalegu uppgjöri þeirra viðskipta. Lögin gera ráð fyrir að Seðlabanka Íslands sé falið þetta peninga- lega uppgjör,“ segir Guðmund- ur og vísar þar til 15. greinar laga um rafræna eignaskráningu verðbréfa frá árinu 1997. Hann segir ekki loku fyrir það skotið að breyta þurfi, eða skerpa á lögunum. „En málið verður leyst, það er ekki spurn- ing,“ segir hann og vonast til að lausn liggi fyrir innan skamms tíma. Seðlabankinn sendi Verð- bréfaskráningu Íslands í gær annað bréf þar sem afstaða bank- ans er skýrð nánar. Samkvæmt heimildum blaðsins eru skiptar skoðanir um túlkun lagagreinarinnar sem Seðlabank- inn vísar í. Samkvæmt túlkun Seðlabankans á hann einn að sinna fjárhagslegu uppgjöri viðskipta með rafbréf sem skráð eru hjá verðbréfamiðstöð, óháð því í hvaða mynt viðskiptin eru. Önnur túlkun er hins vegar að bankanum sé skylt að sinna verkinu sé fram á það farið, en ekkert útiloki að aðrir geri það líka. Í því sambandi er bent á að ekki hafi tíðkast að Seðlabankinn annaðist „efndalok allra viðskipta með rafrænt skráð verðbréf“ heldur komi Seðlabank- inn til dæmis ekki nálægt utan- kauphallarviðskiptum í mörgum tilvikum. Fjármálaeftirlitið fer nú yfir málið með tilliti til áherslu- munar á túlkun lagagreinarinnar. Evruskráning gæti þýtt lagabreytingu Sigríður Olgeirsdóttir hefur verið ráðin í starf forstjóra Humac, sem er söluaðili Apple á Norðurlönd- um. Hún tekur við af Bjarna Áka- syni sem hefur selt hlut sinn í félaginu og snúið sér að öðrum verkefnum. Sigríður hefur lengi verið viðriðin upplýsingatæknigeirann. Humac er með starfsemi á Íslandi Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.