Fréttablaðið - 20.09.2007, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 20.09.2007, Blaðsíða 26
greinar@frettabladid.is Samkeppnislögum er ætlað að torvelda fyrirtækjum að okra á almenningi. Viðskiptaháttalag, sem tíðkaðist á Íslandi um langt árabil, til dæmis í bönkum og olíufélög- um, og var þá löglegt, varðar nú við lög. Svo er Evrópu fyrir að þakka. Aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) frá 1994 hefur veitt fólkinu í landinu lagavernd gegn gamla okrinu: vernd, sem þjóðin hafði reynzt ófær um að veita sér af sjálfsdáð- um. Samkeppniseftirlit ESB styður við bakið á eftirliti einstakra aðildarlanda. Það er því ef til vill engin furða, að andstaðan gegn inngöngu Íslands í ESB skuli vera einna mest og megnust meðal gömlu okraranna og bandamanna þeirra, sem virðast enn ráða ferðinni í Sjálfstæðisflokknum og Samtökum atvinnulífsins. Hitt sætir furðu, að Alþýðusambandið stendur í þessu máli þögult við hlið þeirra, sem skeyta manna minnst um hag fátæks fólks. Ný ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hefði þurft að stíga fram strax í vor leið og viðurkenna, að verðlag er yfirleitt of hátt á Íslandi líkt og útlánsvextir. Hvort tveggja stafar að talsverðu leyti af ónógri samkeppni að utan auk land- lægrar og heimatilbúinnar fákeppni. Vandinn er ekki nýr. Þegar einokunarverzlun danskra kaupmanna lagðist af á sinni tíð, tóku íslenzkir menn að okra á almenningi, og hefur sú skipan haldizt nær óbreytt með ýmsu sniði æ síðan. Eimskipafélagið, óskabarn þjóðarinnar, fékk vini sína í Sjálfstæðisflokknum til að drepa alla samkeppni í sjóflutn- ingum, helzt í fæðingu. Og þannig fóru Flugleiðir að. Þessa sögu kunna manna bezt þeir Björgólf- ur Guðmundsson í Hafskipum, nú Landsbankanum, og Guðni Þórðarson í Sunnu, ferðaskrif- stofunni. Forlag Björgólfs, Edda, gaf út sögu Guðna fyrir síðustu jól; þar skefur Guðni ekki utan af hlutunum. Uppgjör Björgólfs verður einnig fróðlegt, þegar þar að kemur. Ríkisstjórnin á sterkan leik í stöðunni. Hún getur gert skjót- virkar ráðstafanir til að laða erlend fyrirtæki til Íslands líkt og Írar hafa gert með skattfríðind- um og öðrum tilslökunum. Það væri fengur í að fá hingað heim erlend flugfélög til að keppa fyrir alvöru við Icelandair og Iceland Express, erlenda banka til að keppa við íslenzku bankana og erlend tryggingafélög til að keppa við íslenzku félögin. Það væri góð byrjun. Enn betra væri að sækja án frekari tafar um aðild að ESB, því að þá kæmi hitt af sjálfu sér. Norrænir bankar starfa nú orðið í Þýzkalandi og þykir sjálfsagt. Íslenzkir bankar starfa í Noregi og Svíþjóð og bjóða viðskiptavinum sínum þar betri kjör en þeir bjóða hér heima, því að hér þurfa þeir ekki að keppa nema hver við annan. Ríkisstjórnin nýja hefði einnig þurft að kannast vafningalaust við aukinn ójöfnuð hér heima síðan 1993, fjalla vandlega um málið og leggja fram tillögur um viðbrögð, til dæmis um hækkun skattleysis- marka og samræmda skattmeðferð launa og fjármagnstekna. Í kosningabaráttunni í vor þrættu málsvarar beggja þáverandi stjórnarflokka fyrir aukinn ójöfnuð, þótt þeir vissu upp á sig sökina. Þeir héldu því blákalt fram, að þróun ójafnaðar í tekjuskiptingu hér heima undangengin ár væri svipuð og í nálægum löndum og báru jafnvel Hagstofuna fyrir sig eins og það kæmi málinu ekki við, að sjálfur forsætisráðherrann, þá fjármálaráðherra, hafði nokkru áður lagt fram á Alþingi órækar upplýsingar um stóraukinn ójöfnuð. Ég hef því farið þess á leit við Efnahags- og framfarastofnun- ina (OECD) í París, að hún kanni og kortleggi þróun tekjuskiptingar í aðildarlöndum sínum undangengin ár, svo að venjulegt fólk þurfi ekki að velkjast í vafa um staðreyndir málsins og óprúttnir stjórnmála- menn og erindrekar þeirra komist ekki upp með ítrekuð ósannindi. Þeir hjá OECD hafa gert slíkt áður: frá þeim eru komnar búverndar- kostnaðartölurnar, sem gera málsvörum haftastefnunnar í landbúnaði hér heima og annars staðar nú ókleift að halda fram röngum upplýsingum eins og þeir gerðu lengi, áður en OECD gekk í málið. Þessi tvö mál tengjast. Bankarn- ir taka 24 prósent ársvexti af þeim 71 milljarði króna, sem heimili og fyrirtæki velta á undan sér á yfirdrætti. Það gerir að jafnaði 18 þúsund krónur á mánuði í yfir- dráttarvexti árið um kring á hverja fjögurra manna fjölskyldu um landið. Ætla má, að efnalítil heimili og smáfyrirtæki beri bróðurpartinn af þessari byrði. Bankarnir hafa allmiklar tekjur í útlöndum, rétt er það, en þeir raka einnig saman fé fátæks fólks og smáfyrirtækja hér heima til að mylja undir sig og sína. Af þessu háttalagi bankanna sprettur einn angi aukins ójafnaðar á Íslandi. Bankarnir þurfa aðhald og samkeppni að utan. Ríkisstjórnin á leik. Herör gegn okri Ámiðvikudag í síðustu viku mátti lesa forsíðufrétt í Fréttablaðinu þar sem utanríkisráðherra kom því á framfæri að Íslendingar væru ekki lengur á lista hinna vígfúsu þjóða. Átti fréttin væntanlega að vitna um stefnubreytingu nýrrar ríkisstjórnar og því hefði nafn Íslands verið fjarlægt. Tveimur dögum síðar kom önnur frétt í Fréttablaðinu þess efnis að Ísland væri enn á list- anum. Hvað útskýrir þessar mísvísandi fréttir? Frá því að stjórnvöld studdu innrásina í Írak árið 2003 einkenndi það forvera Ingibjargar á ráð- herrastóli að veita misvísandi upplýsingar um málið og samskipti stjórnvalda við Bandaríkja- stjórn. Halldór Ásgrímsson varð til að mynda margsaga þegar hann lýsti ástæðum þess, og með hvaða hætti, Ísland studdi stríðið. Skrítið er ef Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ætlar að feta í þessi fótspor með því að koma með tilhæfulausar yfirlýsingar, enda á hún ekki aðild að upphafi málsins. Utanríkisráð- herra þarf að gera grein fyrir því af hverju hermt var eftir henni að Ísland væri ekki lengur á listanum þegar svo reynist enn vera. Hverjar voru hennar heimildir? Því er skilaboðum, sem svo reynast röng, sérstaklega komið á framfæri við fjöl- miðla? Eða telur utanríkisráðherra þörf á að leiðrétta frétt Fréttablaðsins um að Ísland sé enn á listanum? Ef ekki er ljóst að fréttin stendur og ekkert hefur orðið af lofaðri stefnubreytingu nýrrar ríkisstjórnar. Ekki er einungis bryddað upp á þessum spurningum vegna umrædds lista. Það er einnig spurt sökum þess að allt stefnir í enn einn hernaðarleiðangur Bandaríkjastjórnar í Mið- Austurlöndum. Ágætt væri því að hafa á hreinu að nýr utanríkisráðherra fylgi ekki ósiðum gamalla herra og veiti rangar upplýsingar um samskipti íslenskra stjórnvalda við Bandaríkja- stjórn eða aðra um slík mál. Og einnig hvort samstaða sé innan ríkisstjórnarinnar um að yfirlýsingar utanríkisráðherra gildi í þessum efnum. Höfundur er heimspekingur. Ísland og listi hinna staðföstu M iðbær Reykjavíkur er mál málanna um þessar mundir. Varla líður dagur án þess að efnt sé til málþings um framtíð miðbæjarins og ýmsar for- vitnilegar hugmyndir hafa komið fram. Ferskir vindar virðast nú loks ætla að blása um Laugaveginn, lífæð miðborgar Reykjavíkur. Í þessari viku hafa birst hugmyndir að stórfelldum breytingum og stækkun bygg- inga þar sem jafnframt er hugað að því að varðveita hina sér- stöku ásýnd götunnar sem best. Annars vegar er um að ræða hugmyndir Torfusamtakanna um reitinn neðan Frakkastígs, milli Laugavegar og Hverfisgötu. Hins vegar eru hugmyndir sem fasteignafélagið Samson Prop- erties kynnti í gærmorgun um uppbyggingu á miðborgarkjarna á svokölluðum Barónsreit en sá reitur nær milli Vitastígs og Barónsstígs, allt frá Laugavegi og niður á Skúlagötu. Hugmynd Torfusamtakanna um byggingar sem nýst gætu Lista- háskóla Íslands er góð. Gert er ráð fyrir að þrjú hús við Laugaveg verði hækkuð um eina hæð en haldi ásýnd sinni að öðru leyti. Hugmynd Samson Properties er róttækari og þar er gert ráð fyrir meiri breytingu í ásýnd Laugavegar en í fyrrnefndu hug- myndinni. Samkvæmt henni munu líka víkja tvö gömul hús við Laugaveginn. Báðar hugmyndirnar eiga það þó sameiginlegt að samkvæmt þeim á að varðveita hina sundurleitu ásýnd sem einkennir Laugaveginn. Líklega á engin höfuðborg sér aðalgötu í líkingu við Lauga- veg, aðalgötu þar sem er að finna dæmi um það fegursta en líka ljótasta í byggingarsögu hvers tímabils í liðlega eitt hundrað ár. Í þessu felst megineinkenni, eða karakter, Laugavegar og þetta þarf að varðveita. Í borg með rysjóttu veðurfari eins og í Reykjavík er mikilvægt að skýla vel fyrir vindi og hleypa sól eins vel að mannlífinu og hægt er. Með því að leggja höfuðáherslu á uppbyggingu neðan Laugavegar eða norðan götunnar er þetta lagt til grundvallar. Hvort tveggja Listaháskóli og verslunarmiðstöð með tilheyr- andi afþreyingar- og menningarstarfsemi er verulega til þess fallið að efla miðbæ Reykjavíkur, líka á kvöldin og um helgar. Hugmyndin um grænt svæði ofan á bílakjallara í skjóli fyrir norðanvindi, eins og gert er ráð fyrir á Frakkastígsreitnum, er einnig aðlaðandi en opin svæði eru einmitt meðal þess sem bætt gæti miðbæjarbraginn verulega. Báðar tillögurnar sem hér er um rætt eru á algeru hugmynda- stigi en óhætt er að fullyrða að þær séu frjórri og feli í sér fleiri tækifæri en flestar hugmyndir sem fram hafa komið um framtíð þessarar óvenjulegu aðalgötu höfuðborgar Íslands. Sundurleitnin lifi við Laugaveg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.