Fréttablaðið - 20.09.2007, Page 29
París lifir og hrærist í kringum
ruðningsíþróttina þessa dagana
og verður svo líklega áfram í
nokkrar vikur. Það er ekki aðeins
íþróttaheimurinn sem er undir-
lagður af heimsmeistarakeppn-
inni í ruðningi sem hófst hér 9.
september og stendur til 20. okt-
óber. Barir sýna beint frá leikj-
um keppninnar og við Ráðhús
Parísar er nú risaskjár þar sem
fólk kemur saman til að fylgjast
með leikjunum. Meira að segja
tískan snýst í kringum þessa
íþróttagrein en milljónir evra
skipta um eigendur í kringum
keppnina og þúsundir erlendra
gesta koma til landsins til að
fylgjast með. Það sem best selst
eru treyjur liðanna, þeirra sem
frægust eru eins og hinna nýsjá-
lensku All blacks, skoska liðsins,
þess ástralska og svo auðvitað þess franska, enda á heimavelli. Treyj-
urnar eru bókstaflega rifnar út og svo mikil sala er í þeim að búðirn-
ar tæmast. Hjá Nike, svo dæmi séu tekin, eru derhúfur og bolir í
litum franska landsliðsins en Adidas veðjar á All blacks með Haka-
bol. Hjá Puma er það bleikur „rugby-kjóll“ í póló-stíl sem öllu breytir.
Gucci hefur hannað ruðningspeysu og Eden Park hugsar um hvað
eigi að nota eftir leikinn en þá er ómissandi að vera í ruðnings-blazer
líkt og liðin nota við opinber tækifæri.
En það er ekki aðeins á fatnaðinn sem heimsmeistarakeppnin hefur
áhrif. Lífsstílsbúðirnar eins og Chez Colette blanda sér sömuleiðis í slag-
inn. Hjá Colette er hægt að fá sérhannaðan Colette-bolta frá Ralph Laur-
en í takmörkuðu upplagi. Það er einnig hægt að nota ruðnings-fylgihluti
eins og armband úr leðri með demantsskreyttum ílöngum silfurbolta
eða þá hálsmen. Þeir sem hugsa um keppnina daga og nætur geta setið í
Roche Bobois sófa með „boltapúðum“. Tuttugu og einn tískuhönnuður
hefur sömuleiðis hannað hver sína útgáfu af ruðningsboltum með eðal-
steinum og úr ýmsum efnum sem eru sýndir í París en verða svo seldir
á uppboði á næsta ári og rennur ágóðinn til líknarmála.
Nokkur ár eru síðan franska lansliðið í ruðningi gaf út fyrsta almanakið
þar sem liðsmennirnir sitja fyrir á adamsklæðum. Þetta er nú orðinn
árviss viðburður og sífellt djarfari stíll á myndunum og hugmyndaflug-
ið látið leika lausum hala við tökurnar. Og hvað er rökréttara en að setja
í framhaldi af þessu á markaðinn snyrtivörur undir sama heiti svo allir
geti líkst „les Dieux du Stade“, (guðum leikvangsins). Síðasta afrek guð-
anna er svo tískuþáttur í sérstakri glansútgáfu l´Équipe sem er stærsta
íþróttadagblað landsins með því flottasta í herratískunni því guðirnir
eru nú tákn nútíma karlímyndar, hárlausir, olíubornir, með magavöðva
eins og Síríus-súkkulaðistykki.
Um nokkurt skeið þótti óhefð-
bundið og flott að karlmenn
væru með skyrtuna utan yfir
buxurnar en nú er það alveg
búið.
Allir karlmenn ættu nú að gyrða
skyrtuna ofan í buxurnar og verða
snyrtilegri og huggulegri fyrir
vikið því það er ekki lengur fínt að
sjá fullorðna menn með skyrtuna
upp úr buxunum og þá allra síst ef
hún er sérstaklega ætluð ofan í
buxurnar. Það sleppur alveg að
vera með skyrturnar utan yfir
hversdagsfatnað eins og gallabux-
ur en þegar jakkaföt og annar
fínni fatnaður er annars vegar
verður þetta hálfkjánalegt og
engan veginn til þess fallið að fela
ístruna eins og sumir telja.
Vel gyrtir gaurar
Lengir, greiðir og brettir
upp á augnhárin.
Virtuôse, kallast maskari
frá Lancôme sem nýlega kom
á markað. Áferðin er létt, hann
þekur augnhárin vel og aðskil-
ur þannig að þau verða fallega
sveigð, löng og þétt. Sam-
kvæmt upplýsingum frá heild-
sölu kemur fram að konur noti
um sjötíu strokur við að setja
maskara á augnhárin, aðallega
til að lengja þau og að þetta
hafi verið haft að leiðarljósi
við framleiðslu á Virtuôse.
Hár burstans eru öll mislöng
og grípa vel í hvert og eitt augn-
hár og burstinn er sveigður sem
gerir auðvelt að ná vel að rótum
augnháranna. Sem sagt, ágætis
vara frá snyrtivörurisanum
Lancôme.
Sveigð, löng og þétt
Auglýsingasími
– Mest lesið
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki