Fréttablaðið - 20.09.2007, Blaðsíða 30
Dame Anita Roddick, stofn-
andi Body Shop-keðjunnar,
lést 10. september síðastliðinn
úr heilablóðfalli einungis 64
ára að aldri. Vert er að skoða
lífshlaup þessarar merku konu
og frumkvöðuls.
Anita Roddick fæddist árið 1942 og
ólst upp í Littlehampton í Sussex, í
nágrenni Brighton. Hún var næst-
yngst af fjórum systkinum. Móðir
hennar var innflytjandi af ítölskum
ættum en faðir hennar var frá
Bandaríkjunum. Þegar Roddick var
átta ára skildu þau og móðir hennar
giftist frænda pabba hennar.
Þegar Roddick var tíu ára dó
stjúpfaðir hennar. Átta árum síðar
fékk hún að vita sannleikann um
uppruna sinn. Henry, stjúpfaðirinn,
var raunverulegur faðir hennar.
Á fimmta áratugnum fékk Rodd-
ick inngöngu í Guildhall School of
Music and Drama en afþakkaði
boðið og hætti við að gerast leik-
kona. Hún stundaði nám í þrjú ár
við Newton Park College of Educat-
ion í Bath þar sem hún lærði ensku,
sögu og fagurfræði.
1962 fékk Roddick skólastyrk til
að rannsaka börn á samyrkjubúum
í Ísrael. Dvölinni lauk hins vegar
snögglega þegar Roddick var rekin
af samyrkjubúi vegna hrekks sem
hún átti þátt í með nemendum
sínum. Eftir það ferðaðist hún á
puttanum um Ísrael áður en hún
sneri aftur til Bretlands til að ljúka
námi sínu í Newton.
Eftir að hafa unnið ýmis störf
ferðaðist Roddick um Tahiti, Van-
úatú, Nýju-Kaledóníu, Réunion,
Madagaskar, Máritíus, Ástralíu og
Jóhannesarborg. Hún var rekin frá
Suður-Afríku eftir að hún hafði
farið í djassklúbb á „svörtu kvöldi“
og óhlýðnast þar með aðskilnaðar-
lögunum.
1971 giftist hún Gordon Roddick
en þá var hún ófrísk af öðru barni
þeirra. Þau hjónin áttu og ráku veit-
ingastað og hótel og ekki leið á
löngu þar til þeim fannst þau vera
útbrunnin og að breytinga væri
þörf. Þá fór Gordon með samþykki
Anitu til Búenos Aíres til að ríða
hesti þaðan til New York og Anita
þurfti að sjá fyrir sér og börnun-
um.
Út frá því fór Roddick að prófa
sig áfram með umhverfisvænar
snyrtivörur. Hún opnaði fyrstu
verslun sína í Brighton árið 1976
með einungis fimmtán vörumerkj-
um sem hún pakkaði í fimm mis-
munandi stærðir svo úrvalið liti út
fyrir að vera meira. Auk þess hafði
hún tekið eftir að það vantaði snyrti-
vörur í litlum umbúðum.
Verslunin gekk vel og þegar eigin-
maður Roddicks sneri aftur úr tíu
mánaða ferð sinni hafði hún opnað
aðra verslun og viðskiptavinir voru
að spyrjast fyrir um hvort þeir
mættu opna sitt eigið Body Shop-
útibú. Roddick-hjónin fengu þá
einkaumboð fyrir Body Shop og þá
varð ekki aftur snúið.
Body Shop var frá upphafi mjög
ólíkt öðrum snyrtivörufyrirtækj-
um. Roddick-hjónin vildu skapa
hagnað eftir ákveðinni lífsspeki
(profits with principles). Þau vildu
ekki bara græða heldur láta líka
gott af sér leiða í félagsmálum og
umhverfisvernd og voru þau
ötulir stuðningsmenn sann-
gjarnra viðskipta.
Body Shop
hefur vaxið gífurlega frá því að
vera ein lítil „hippabúð“ í Englandi
yfir í að vera alþjóðlegt fyrirtæki.
Árið 1993 var Anita Roddick ein af
fimm ríkustu konum Englands og
hlaut hún fjöldamörg verðlaun fyrir
starf sitt. Árið 2003 sæmdi Elísabet
Englandsdrottning hana aðalstign.
Í ársbyrjun 2007 greindi Roddick
frá því að hún væri með lifrarbólgu
C sem hún hafði fengið þegar henni
var gefið blóð er hún eignaðist
yngstu dóttur sína árið 1971. Hún
var einnig með skorpulifur sem er
algengur fylgikvilli lifrarbólgu.
9. september síðastliðinn var
Roddick lögð inn á sjúkrahús vegna
mikilla höfuðverkja og lést hún dag-
inn eftir úr heilablóðfalli einungis
64 ára gömul.
Hér er stiklað á stóru í lífi þessar-
ar merku manneskju. Anita Rodd-
ick var hugsjónamanneskja sem
lagði mikið af mörkum til umhverf-
isins og hefur saga hennar reynst
mörgum innblástur. Þrátt fyrir að
ævi hennar sé nú lokið lifir sú arf-
leifð sem hún skildi eftir sig.
Eldhugi og frumkvöðull
FDA
Approved
KILL
99,8 %
GERMS*
Le
yft
um
bo
rð
í
flu
gv
élu
m
*C
om
pl
ie
sw
ith
E N
15
00
Vörn gegn bakteríum,
vírusum og sýklum
Flensa
Áblástur o.fl.
Kvef
Sveppasýking
Meltingarsýking
Fuglaflensa
Blöðrubólgusýking
Sótthreinsandi
blautklútar