Fréttablaðið - 20.09.2007, Qupperneq 50
Runólfur Gunnlaugsson lögg. fast.sali – Kristín Pétursdóttir, lögg. fast.sali
Opið hús í dag frá kl. 17:30 til 19:00
Trönuhjalli 5 – íbúð 302
Fr
u
m
Til sýnis í dag mjög falleg 4ra her-
bergja endaíbúð á efstu hæð með
einstöku útsýni til suðurs og vesturs.
Parket og flísar á gólfum. Nýleg eikar-
innrétting í eldhúsi. Þvottahús í íbúð. Þrjú svefnherb., skápar í tveimur.
Góð aðkoma og frágengin lóð með leiktækjum.
Í heildina er um að ræða mjög fallega íbúð sem
búið er að innrétta á smekklegan hátt og halda
vel við. Verð 28,9 millj.
Benedikt og Elísabet sýna íbúðina
í dag frá kl. 17:30 til 19:00.
Sjón er sögu ríkari!
Suðurlandsbraut 20
Sími 533 6050
Bæjarhrauni 22
Sími 565 8000
HRINGDU NÚNA
699 6165
Bóas
Sölufulltrúi
699 6165
boas@remax.is
Gunnar
Sölufulltrúi
899 0800
go@remax.is
Stefán Páll
Löggiltur
Fasteignasali
ATHVIÐ SELJUM ALLA DAGA !
Þjónusta ofar öllu
Um daginn heyrði ég af
matarboði úti í bæ þar
sem húsráðanda brá
heldur í brún við að sjá
einn gestinn slá til
heimiliskattarins. Eng-
inn annar virtist taka
eftir þessu svo húsráð-
andi taldi sér í fyrstu hafa
missýnst. En svo sá hann gestinn
endurtaka leikinn og kom ekki upp
orði fyrir undrun og reiði.
Í lok kvöldsins héldu gestirnir
heim á leið og umræddur aðili, sem
var yfirlýstur dýravinur, hafði orð
á því að húsráðandi væri einstak-
lega lánsamur að eiga jafn gæfan
kött. Það réði hann af viðbrögðum
dýrsins sem sýndi engin mótmæli
þótt í það væri slegið og hlyti því að
vera sauðameinlaust grey. Til allr-
ar hamingju heyrir maður ekki oft
sögur sem lýsa jafn vel þeirri
grimmd sem mannskepnan getur í
skeytingarleysi sínu sýnt öðrum
dýrategundum. Þó hef ég marg-
sinnis heyrt foreldra hreykja sér af
einstöku umburðarlyndi dýra, sem
hreyfa ekki við mótmælum þótt
börnin á heimilinu lemji, rífi í eða
poti í augun á þeim.
Á hinn bóginn hef ég ekki heyrt
marga hrósa fólki, sem verður fyrir
barðinu á ofbeldismönnum og ber
sorg sína í hljóði. „Hún Gunna er
umburðarlyndasta manneskja sem
ég þekki og það þótt víðar væri leit-
að. Það er alveg sama hversu oft
Jón gengur í skrokkinn á henni,
alltaf heldur þessi elska ró sinni.“
Við skulum þó muna að það er
líka fullt af konum eins og Gunnu
sem dag einn fá sig fullsaddar af
ofbeldinu og ákveða að svara í
sömu mynt. Eins eiga rólegustu
gæludýr til að tryllast að því er
virðist fyrirvaralaust og svara
fyrir sig.
Sjálfur lenti ég í því aðeins fjög-
urra ára að fjölskylduhundur reif
stykki úr efri vörinni á mér, eftir að
ég hafði hamast í honum. Til allrar
hamingju greri sárið og hvutta var
fyrirgefið.
Í dag láta margir lóga dýrunum
sínum fyrir sömu og jafnvel miklu
minni sakir. Komum því fram við
dýrin af virðingu og kennum börn-
unum okkar að umgangast þau með
sams konar hætti.