Fréttablaðið - 29.09.2007, Page 1

Fréttablaðið - 29.09.2007, Page 1
Laugardagur *Samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent í júlí 2007 Lestur meðal 18–49 ára á höfuðborgarsvæðinu 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 34% B la ð ið M o rg u n b la ð ið F ré tt a b la ð ið 37% 71% Árni M. Mathiesen fjár- málaráðherra boðar í samtali við Fréttablaðið í dag margþættar breytingar á framkvæmd fjárlaga vegna ársins 2009. Róttækasta breytingin verður breyting á hlutverki fjáraukalaga. Þau verða eingöngu notuð til að koma inn fjárheimildum fyrir ýmsar ófyrirsjáanlegar reiknaðar stærðir, ekki til þess að bæta við fjárheimildum fyrir stofnanir, eins og verið hefur, segir Árni. Framúrkeyrsla stjórnenda ákveðinna stofnana hefur verið gagnrýnd, og Ríkisendurskoðun meðal annars hvatt til þess að stjórnendur sem ekki fari að fjár- lögum verði áminntir og sagt upp ef þeir standi sig ekki. Árni telur lausnina ekki endilega liggja þar. „Leiðin til þess að stjórnendur axli aukna ábyrgð í samræmi við það frjálsræði sem þeir hafa á ekki að þurfa að vera í gegnum einhver svoleiðis tæki. Það á fyrst og fremst að vera í gegnum metnað,“ segir Árni. Til að skapa metnað þurfi rekst- ur ríkisstofnana að vera í auknum mæli samanburðarhæfur, bæði á milli mismunandi stofnana og á milli ríkisstofnana og einkaaðila. Árni nefnir tvær leiðir sem gætu stuðlað að þessu markmiði. Fyrri leiðin er að heimila stofnun- um að sækjast eftir láni úr ríkis- sjóði til að mæta sveiflum í rekstri. Stofnanirnar þyrftu að skýra þörf sína fyrir lánið, hvernig það yrði greitt til baka, og greiða vexti. Síðari breytingin er að reikna virði húsnæðis stofnana inn í rekstrarreikning þeirra. Ríkis- stofnanir eru ýmist hýstar í eigin húsnæði, í húsnæði í eigu Fast- eigna ríkisins eða í leiguhúsnæði á almennum markaði. Vill leyfa stofnunum að taka lán hjá ríki Ríkisstofnanir geta tekið lán hjá ríkissjóði og fært sig í hagkvæmara húsnæði verði hugmyndir fjármálaráðherra að veruleika. Vinna er hafin við gerð ramma- fjárhagsáætlunar fyrir allt kjörtímabilið og hlutverki fjáraukalaga verður breytt. Hrafn Gunnlaugsson tjáir sig um myndir, menn og málefni Opið í dag Laugardag Smiðjuvegi 76 200 Kópavogur Baldursnes 6 603 Akureyri www.tengi.is Laugardaga 10.00-15.00 Gylfi Þór Orrason dæmdi í gær sinn síðasta leik á ferlinum þegar Leiknir R. og Víkingur Ó. mættust í lokaumferð 1. deildar karla. Gylfi hætti að dæma í efstu deild eftir sumarið 2005 en hann dæmdi alls 176 leiki á 17 tímabil- um sínum í efstu deild og var auk þess FIFA-dómari frá 1992 til janúar 2005, þegar hann varð að hætta vegna aldurs. Gylfi var þrisvar sinnum kosinn dómari ársins af leik- mönnum í efstu deild karla, árin 1993, 1995 og 1997. Dæmdi síðasta leikinn sinn Fjögur almenn bifreiðaverkstæði hafa fengið starfsemi sína gæðavottaða frá Bílgreinasambandinu en þau uppfylla svokallaðan BGS-staðal um vandaða starfsemi og góða þjónustu. Vottuninni felst meðal annars að viðskiptavinir fá fast tilboð í kostnaðarmat á viðgerð, þjónust- an er vel skilgreind og áætlaður tími viðgerða stenst. Fast tilboð í kostnaðarmat Björgólfur Thor Björgólfsson seldi í gær eignar- hlut sinn í búlgarska bankanum EIBank fyrir um 195 milljónir evra samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Novator, fjárfest- ingarfélag Björgólfs Thors, keypti fyrst í bankanum árið 2005 og átti fyrir söluna í gær um 48 prósent. Kaupverð þess hlutar var samtals um sextíu milljónir evra. Hagnaður Björgólfs af þessum viðskiptum nemur því um tólf milljörðum króna miðað við gengi krónunnar í gær. Belgíska fjármálafyrirtækið KBC keypti hlut Novator í EIBank (Economic and Investment Bank). Samkvæmt búlgörskum fjölmiðl- um höfðu tvö fyrirtæki keppst um að kaupa bankann. Ekki náðist í Björgólf Thor í gær en í fréttatilkynningu sem KBC sendi út sagðist hann vera ánægður með árangur EIBank. Hann hefði fjárfest fyrst í Búlgar- íu árið 1999 og myndi halda því áfram. Í byrjun maí á þessu ári seldi Björgólfur Thor hlut sinn í búlgarska símafyrirtækinu BTC og innleysti um sextíu milljarða króna hagnað. Á þessum tveimur fjárfestingum í Búlgaríu hefur hann því hagnast um 72 milljarða króna. Hagnast um tólf milljarða Reykjavík Energy Invest, REI, hefur skuldbundið sig til þess að fjárfesta fyrir um níu milljarða króna að lágmarki á næstu fimm árum í verkefnum tengdum nýtingu á jarðvarma í Afríku. Yfirlýsing þess efnis var kynnt á lokaathöfn á árlegum fundi Clinton Global Initiative sem Bill Clinton, fyrrverandi Bandríkjaforseti, er í forsvari fyrir. Í yfirlýsingu frá REI segir að forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hafi verið hvatamaður að samkomulaginu. Haft er eftir Guðmundi Þóroddssyni, forstjóra REI, í tilkynningunni að mikil tækifæri séu fyrir REI í Austur- Afríku. Níu milljarðar í virkjanir

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.